Fyrri fordæmi fyrir endurnýjuðu umboði.

Rök forsætisráðherra fyrir því að efna ekki til kosninga eru þau að það leiði til óþarfa óróa í þjóðfélaginu. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þess sem finnst lýðræðið vera til trafala. Þá er nú betra að hafa festu og stöðugleika hins óumbreytanlega valdakerfis.

Þessi rök standast ekki reynslu sögunnar þar sem kosningum hefur verið flýtt til þess að ráðamenn þjóðarinnar fengju nýtt og nauðsynlegt umboð.

1937 var kosið ári fyrr en stóð til vegna heimskreppunnar, ekki vegna stjórnarkreppu heldur í raun til þess að þáverandi stjórnarflokkar fengju nauðsynlegt umboð. Þeir héldu meirihluta sínum en efndu síðan til svonefndrar "þjóðstjórnar" tveimu árum seinna.

1953 var kosningum flýtt um eitt ár án þess að stjórnarkreppa kæmi til. Þáverandi stjórnarflokkar fengu endurnýjað umboð og stjórnuðu áfram.

Í hvorugt þessara skipta voru það neitt viðlíka mikil umskipti á högum þjóðarinnar sem voru ástæða flýttra kosninga og nú. Nú eru allar forsendur breyttar frá þeim sem kjósendur höfðu til að ráðstafa atkvæði sinu 2007.

Ástæða afsvars forsætisráðherra liggur í augum uppi. Hann getur ekki horfst í augu við það að eina leiðin til þess að flokkur hans bíði ekki mikið afhroð er gerbreyting og uppstokkun á flokknum. Og raunar er mjög ólíklegt að það dugi til. Veski kjósenda munu minna þá á hverjum degi á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.

Forsætisráðherra heldur í þá von að hægt sé að humma slíkt fram af sér í tvö og hálft ár.

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík og atburðir haustsins hafa sýnt að hálfur dagur getur verið langur tími í þeim efnum. Framundan eru ár þar sem hugsanlega mun meira gerast en gerist venjulega á áratug og mér er óskiljanlegt hvernig Geir H. Haarde ímyndar sér að hægt sé að frysta þingfylgið og alla embættismennina sem manni skilst að ekki megi hagga við.

Hann ætlar sér greinilega að sökkva að lokum með foringjanum, Davíð Oddssyni, frekar en að horfast í augu við alvöruna á strandsstað þjóðarskútunnar.


mbl.is Kosningum ekki flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

1. Landsmenn vilja fá að vita hversu djúp holan er.

2. Landsmenn vilja fá að vita hvernig við ætlum að komast upp úr holunni

3. Landsmenn vilja fá að vita hvað við ætlum að gera eftir að við erum komin upp úr holunni (gulrótin)

Ég veit ekki hversu djúp holan er þannig að ég get lítið sagt um hvernig á að klifra upp. En ég get sagt að það er mjög mikilvægt að sem flestir komi að þeirri aðgerð og þegar sú aðgerð er komin í gang þá fari kosningaferli í gang þar sem framtíðaráætlanir eru kynntar.

Björn Leví Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að tala um kosningar nú heldur aðeins að taka undir það sem Steingrímur J. sagði: "Eins fljótt og auðið er."

Ólíklegt er að það verði fyrr en næsta vor. En það er mikill munur á því og að halda öllu óbreyttu allt til vors 2011.

Ómar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 21:59

3 identicon

Auðvitað verður að kjósa.

Þær breytingar sem urðu við hrun bankanna eru svo geigvænlegar að við erum enn að reyna að meðtaka þær. Þær kalla á allsherjar uppstokkun; að skoða fortíðina, skilja hvar við stöndum og marka stefnu til nýrrar framtíðar.

Þetta þurfa allir flokkar að gera, óháð því hvort þeir eru í stjórn eða andstöðu, hvort þeir eru litlir eða stórir, vinstri eða hægri. Sama gildir um launþegahreyfinguna, öll verkalýðsfélög, atvinnurekendur og aðra sem móta samfélagið. Það á ekki að skipta máli hvort stjórnin hefur sterkan meirihluta eða veikan og heldur ekki hvernig samstarf flokkanna gengur. Það verður að kjósa.

Þegar flokkar hafa mótað nýja framtíðarsýn fyrir Nýja Ísland eiga þeir að leggja hana í dóm kjósenda. Þetta má ekki verða seinna en í mars, helst fyrr. Ef menn ætla að sitja sem fastast út kjörtímabilið, hver á sínu priki, er það móðgun við almenning.  Ég myndi kalla það pólitískt ofbeldi, eins konar aðför að lýðræðinu.

Almenningur verður að halda áfram að láta í sér heyra og halda áfram að mæta á Austurvöll á laugardögum. Það mun eitthvað koma út úr því.

Gestur H (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

"Ég er ekki að tala um kosningar nú ..."

 Ég átti heldur ekki við það, fyrst þarf að koma þeirri áætlun sem þarf af stað til þess að hefja för okkar úr holunni títtnefndu af stað. Síðan má fara í kosningar.

Ath að það er mjög mikilvægt að sem flestir fái að segja sitt í þessari aðgerðaáætlun.

Björn Leví Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 22:04

5 identicon

Stjórnin þarf að fara frá strax. Hún hefur ekki traust, - til að draga okkur uppúr holunni sæmilega ósködduð. Einnig þarf að hreinsa útúr nokkrum æðstu stofnunum, - til að öðlast eitthvað traust á alþjóðavettvangi. Kosningar á útmánuðum.

Í millitíðinni þarf að skipa þjóðstjórn, utan og innanþingsmanna úr öllum flokkum, enginn núverandi eða fyrrverandi ráðherra ætti að koma þar nærri. Forsætis- fjármála og viðskiptaráðherrar utanþings fagmenn.

Það þarf Neyðarstjórn.   Björgunarsveit.

sigurvin (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er týpískt Orwellian alræði, þar sem svart er hvítt og hvítt svart.  Að kjósa ekki skapar ró. Að kjósa skapar óróa. Að hækka stýrivexti skapar jafnvægi en að lækka skapar óróa. Maður er orðinn persóna í vísindaskáldsögu.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband