Obama til hjálpar?

Þegar menn velta nú fyrir sér í fullri alvöru að við segjum okkur úr lögum við nágrannaríki okkar og fáum hjálp frá Obama þegar hann tekur við væri hollt að skoða þennan möguleika rækilega í stað þess að tala bara um hann út í loftið.

Obama hefur sagt að hann ætli sér að bæta samskiptin við Evrópuríkin og hafa við þau sem mest samráð.
Er líklegt að hann muni taka okkur upp á arma sína ef við ætlum að verða nokkurs konar Norður-Kórea Evrópu í augum nágrannaþjóða okkar og ganga gegn hagsmunum og vilja Evrópuþjóða?

Það er ekki nóg að kalla upp: Nú viljum við plan B. Það verður að skoða hvað plan B felur í sér. Æskilegt væri að menn reifuðu nánar hugmyndirnar um bandalög við Bandaríkjamenn, Rússa eða Kínverja og hvað gæti komið út úr þeim í raun. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig menn útfæra það.


mbl.is Evrópumálin í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það séu fáir sem vilja segja sig úr lögum við nágrannaríki.  Það virðist núna sem EB sé að fá sýnum vilja framgengt vegna IceSave og Ísland fellur á hnífinn til að valda ekki hugsanlega trausts vandamáli með tryggingasjóði á öllu EB svæðinu, vonandi gefur þetta okkur einhvern góðvilja innan EB og stoppar þessi átök við vinaþjóðir.

Við klárlega höldum áfram í EES en af hverju ekki að styrkja stoðir okkar vestur eins og til austurs?  Eftir allt þá liggur Ísland landfræðilega nákvæmlega mitt á milli Norður Ameríku og Evrópu.

Bestu kveðjur,

Róbert

Robert (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Guðmundur Bogason

Tek undir þetta sjónarmið, það væri reyndar hægt að ganga svo langt að Ísland yrði 51 fylki bandaríkjanna.  Þrátt fyrir mikla vinnu margra og góðan ásetning stefnir í að Ísland missi að í besta falli fjárhagslegt sjálfstæði þar sem auðlindirnar verði eign erlendra banka og peningasjóða.  Þá er alveg eins gott að ganga inni í sambandsríkið Norðurameríka.

Guðmundur Bogason, 14.11.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála þér Ómar. Við eigum að framkvæma með fyrirhyggju.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.11.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband