Ályktanir dregnar.

Af fréttinni af eggjakasti í bifreið dómsmálaráðherra má ráða að fólkið sem hélst í hendur umhverfis þinghúsið í hádeginu hefði staðið fyrir kastinu. Það vill svo til að ég var þarna og get vottað að þetta eggjakast átti sér stað eftir að röðin, sem hélst í hendur, var slitin og aðgerð þess fólks því lokið.

Svo er að sjá að eggjakastið hafi verið fréttin en ekki mótmælahringurinn, að aðgerð eins manns vegi þyngra en aðgerð fjöldans. Hver meti það fyrir sig.

En þegar þessar tvær óskyldu aðgerðir eru hins vegar spyrtar saman þannig að álykta megi að fólkið í hringnum hafi staðið fyrir þessu leyfi ég mér að andmæla slíkum ályktunum, einfaldlega vegna þess að aðgerð mótmælahringsins var lokið og fólkið, sem af henni stóð, á leið af vettvangi, flestir raunar farnir.

Eggjakastið varð nokkru síðar.

Margir eru reiðir. Ég talaði meðal annars við konu í hópnum um sextugt sem kaus Sjálfstæðisflokkinn áratugum saman. Hún kvaðst hafa gefist upp á flokknum í kjörklefanum í síðustu kosningum en aldrei hafa ímyndað sér að slíkt ástand skapaðist að hún teldi sig knúna til að taka þátt í mótmælaaðgerðum eins og í dag við Alþingishúsið.

En nú væru tvö af þremur börnum hennar orðin atvinnulaus og henni væri nóg boðið.  


mbl.is Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það má Björn Bjarnason eiga að hann er dramadrottning sýnir það nú sem oft áður, ætli hann dragi svona ályktanir í mörgum málum sem að hann þarf að leysa í vinnu sinni?

Gísli Foster Hjartarson, 19.11.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hvers þurfa ráðherrarnir bílstjóra og sérstaka ráðherrabíla?! Þetta er ómerkilegur flottræfilsháttur af verstu sort!

Eiga ekki ráðherrarnir bíla sem þeir geta keyrt sjálfir og fengið fyrir það bílastyrk?!

Þar að auki standa ráðherrabílarnir oft lengi á gangstéttinni fyrir framan Alþingishúsið og það í gangi með tilheyrandi mengun og sóðaskap.

Þetta er fábjánaháttur og óvirðing við almenning. Og það miklu meiri en að kasta eggi í eigur almennings, sem algjörlega þarflaust var að kaupa dýrum dómum. Og þjóðin þarf nú sárlega á þessum gjaldeyri að halda.

Björn á því sjálfur að skammast sín, í staðinn fyrir að skammast út í aðra með tilheyrandi búragangi og fýlusvip!

Þorsteinn Briem, 19.11.2008 kl. 19:42

3 Smámynd: Johann Trast Palmason

Ég tók það skýrt fram við Jón Geir nokkrum sinnum að nýir timar hefðu ekkert með þetta eggjakast að gera frekar en Hörður Torfason gerir á laugardögum þegar alþingishúsið er grítt

Við getum ekki verið ábyrg fyrir gerðum annara.

Johann Trast Palmason, 19.11.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

Það sem ég á við Ómar er að Björn Vissi betur ég myndaði þetta og var þarna þegar Jón Geir kom út.

Svo Dettur Dómsmálaráðuneitinu í hug að ég láti þá hafa myndir af þessu eftir þessa ótrulegu hrokafullu framkomu gagnvart okkur.

Kemur ekki til greina.

Johann Trast Palmason, 19.11.2008 kl. 19:49

5 Smámynd: Bara Steini

Hann sem stóð fyrir þessu tekur alla ábyrgð annað en margir....

HÉR

Bara Steini, 20.11.2008 kl. 00:23

6 identicon

Sæll

Eggjakastarinn hérna ,gerði þetta alls ekki í reiði heldur til að fá viðbrögð og þau hafa verið dásamleg,hér er bréfið sem eg sendi Birni:

Sorry að Nýjir tímar skulu hafa spyrnst við hryðjuverk mitt en hér er skeyti sem eg var að senda Bjössa Bjarna í 2 pörtum

Sæll kallinn minn,heyrðu það var algerlega sóló act hjá mér að dundra eggjunum í bílinn OKKAR Björn minn,mótmælin voru búinn þegar eg missti vitið af (Réttlátri????) bræði,nyjir timar höfðu ekkert að gera með þetta,en ég er viss um að þið finnið einhverja skemmtilega leið til að refsa mér fyrir þessa alvarlegu aðför að lýðveldinu.

afhverju þurfið þið rándýra bíla og einkabílstjóra????,hvernig væri að stíga af hrokastokknum og koma niður til okkar smælingjanna sem af einhverjum ástæðum(Hmmmmmmmm) eru soldið reiðir yfir þessu fábjanalega klúðri ykkar(annaðhvort viljandi eða þið eruð heimskari en hola í potti)......

segið nú bara af ykkur en ekki ljuga í blöðin,þau eru fullfær um það sjálf!!!!!.Annars er eg alveg til í að spjalla við þig nánar um Bilderberg og eitt og annað slíkt minn kæri,kannski yfir eggjaköku;) Með ást en töluvert lítilli virðingu Jón B.Hólm varphæna)

 

Jón Benedikt Hólm (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband