Dauðahaldið í eftirlaunaósómann.

Með ólíkindum er hvílíku dauðahaldi ráðamenn halda í eftirlaunaósómann. Til þess að reyna að fela þetta spila þeir út launalækkun sinni, sem út af fyrir sig er allt gott að segja um. En á hinn bóginn er ekki annað að sjá en að breytingar á eftirlaunafrumvarpinu miði að því að halda eftir sem mestu af þeim siðlausu hlunnindum sem eftir sem áður verða límdar við topp valdapýramídans ef þetta nær í gegn.

Það eru fimm ár síðan eftirlaunaósóminn var keyrður á methraða í gegn á Alþingi, á nokkrum dagstundum. Krafa hins venjulega kjósanda hlýtur að vera einföld. Dragið þessa mismunun alla til baka á sama methraða!

Það er búið að taka fimm ár að fá þetta fólk til að gera eitthvað í málinu og 20 mánuði til þess að komast sérstaklega að niðurstöðu sem er engan vegin boðleg.


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hver verður launalækkunin í ríkisbönkunum og Seðlabankanum?

Um margt góður dagur að kveldi kominn. Útspil ríkisstjórnarinnar jákvæður plástur á sár þjóðarinnar.  Tillaga um launalækkun (5-15%) allra þeirra sem taka laun samkvæmt úrskurði Kjararáðs er komin fram og eftirlaunaósómi Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar að mestu dreginn til baka. Ríkisstjórnin sýnir ótvíræðan vilja til að ganga í takt með þjóðinni, að minnsta kosti í þessum tveimur málum.  Því ber að fagna. Handbragð Samfylkingarinnar skín í gegn.

Hvað svo um önnur há(ofur)laun í kerfinu. Þrístirni bankastjóranna í nýju ríkisbönkunum er á fáránlega háum launum, vel yfir tveimur milljónum á mánuði, að meðtöldum hlunnindum. Þrístirnið í Seðlabankanum er gríðarlega ofmetið til launa og kostar ríkið um 35 milljónum króna of mikið árlega, sem er svo fáránlegt að jafnvel Dario Fo hefði aldrei haft hugmyndaflug til að koma slíkri firru að í sínum försum.

Hvað ætlar stjórnvaldið að lækka þessi laun mikið? Það vill þjóðin vita - er ég viss um.

Björn Birgisson, 21.11.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur staðið gegn því að þessum eftirlaunum verði breytt og því þurfti hér málamiðlun.

Almenningur vill meiri breytingar á eftirlaununum og til að þær nái fram að ganga þarf fólk að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn í næstu Alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 21.11.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband