Roosevelt-Churchill-Obama, glapræði?

Stjórnarsinnar segja að það sé glapræði að kjósa næsta vor, átta mánuðum eftir hrun bankanna. Jæja?

Var það glapræði hjá Bretum að setja Chamberlain af og koma Churchill til valda átta mánuðum hefur að seinni heimsstyrjöldin hófst? Churchill hafði varað við stefnu Breta gagnvart Hitler og barist gegn henni í fimm ár og hafði rétt fyrir sér

Var það glapræði hjá Bandaríkjamönnum að skipta um flokk í ríkisstjórn og kjósa Roosevelt árið eftir að kreppan mikla hófst?

Er það glapræði hjá þeim að skipta um flokk í ríkisstjórn og kjósa Obama nánast á meðan versta kreppa í átta áratugi er að dynja yfir?

Ætli glapræðið felist ekki í því að láta sem ekkert sé og hafa þá áfram við völd, sem höfðu rangt fyrir sér í stað þess að fela þeim völd sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann?

 


mbl.is Kosningar væru glapræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu er allt í lagi að kjósa hér til Alþingis í vor. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum myndu Samfylkingin og Vinstri Grænir stórauka fylgi sitt í slíkum kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn stórtapa og þar af leiðandi vill hann ekki kosningar í vor.

Bæði Samfylkingin og Framsókn munu í vor vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Og trúlega einnig Sjálfstæðisflokkurinn, enda þótt það sé enn óvíst. Vinstri Grænir verða hins vegar á móti því.

En líklegast þykir mér að núverandi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið, bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn vilji í lok kjörtímabilsins að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, stjórnarskránni verði breytt og hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.

Þorsteinn Briem, 21.11.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Stríða

Takk fyrir síðast. Gaman að rökræða við þig, þú ert alvöru maður. Mættum aftur á miðvikudaginn og aldrei að gefast upp!

Er að linka í fortíðar rugl hjá stjórnmálamönnum. Eru þeir á lyfjum eða siðblindir?

Stríða, 21.11.2008 kl. 22:20

3 identicon

Jæja, Hallur minn, þú ert bara kominn langt fram í tímann, þ.e. farinn að sjá ný viðhorf og hugmyndir. Það er einmitt það sem hvetur manneskjuna áfram. Að sjá eitthvað frjótt og nýtt við sjóndeildarhringinn, svipað og seselia.com sér fyrirkomulag ríkisstjórna í framtíðinni undir liðnum Hugmyndafræði. Er eitthvað að því að kjósa á næsta ári? Hver segir að það sé eitthvað undarlegt? Þarf að afsaka það á einhvern hátt? Velkominn í hópinn Hallur. Þú hefur vaxið í áliti hjá mér. Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Nína S (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 22:23

4 identicon

Fyrirgefðu Ómar minn, ég var að gera tvennt í einu og hélt að Hallur hefði tekið kúvendingu, en þá ert það bara þú, minn kæri, sem heldur þínu striki, so what, er eitthvað að því að kjósa á næsta ári? Alvleg sammála þér.

Nína S (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Arnþór Helgason

Sér grefur gröf hver sá er verður valdinu að bráð. Sumir hafa setið í sautján ár og aðrir hafa þráð völd jafnlengi. Að þessu sinni er ég viss um að aðrir vendir sópa best.

Arnþór Helgason, 22.11.2008 kl. 00:08

6 identicon

Ef Alþingi væri fullt af mönnum eins og þér Ómar Ragnarsson þá værum við í góðum málum.

Menn sem fórna öllu sem þeir eiga fyrir sínar hugsjónir eru að mínu mati einu raunverulegu leiðtogarnir. Það fordæmi hefur þú sýnt okkur Íslendingum

Ekki þeir sem fórna öllu til að halda völdum og græða.

Takk fyrir allt.

Þröstur Heiðar (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 00:45

7 identicon

Gallinn við samanburð Ómars er að hér er ekkert almennilegt fólk - gildir einu hver flokkurinn er.

2.5% eftir sprell og ferðalög í áratugi er ekki eitthvað til að hrópa húrra yfir.

Framsóknarflokkur að hverfa - og allt í rúst.

Samfylking í sárum og gríðarlegur slagur um stól formanns í vændum - flokksmenn og konur tala í kross og eina áþreifanlega er að drasla hrúgaldinu í ESB.

Vinstri grænir - ungliðar vilja Steingrím burt - en Steingrímur líklega sá eini sem segir eitthvað að viti - loksins eftir 25 ár í nöldri.

Frjálslyndir - hvað er nú það? 

Kosningar hvað .... !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 01:50

8 Smámynd: Karl Ólafsson

Ómar,

leyfist mér að biðja þig að rifja upp hversu vel stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar fellur að 6 atriða listanum sem hér er að finna: http://karlol.blog.is/blog/karlol/entry/717466/

Karl Ólafsson, 22.11.2008 kl. 01:59

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skrif Viðskrifarans anga af flokksræðishugsuninni sem hefur gegnsýrt pólitikina. Auðvitað er völ á toppmönnum utan þings og utan flokkaí og má því vel hugsa sér stjórn, blandaða af ráðherrum utan þings og innan eða bara hreina utanþingsstjórn.

Ómar Ragnarsson, 22.11.2008 kl. 04:30

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Ég tek undir með Davíð Oddssyni um það, að rækileg rannsókn óháðra, erlendra aðila hlýtur að fara fram á hlut Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins, bankanna, Jóns Ásgeirs og annarra aðila að atburðarás síðustu missera og ára. Eftir að niðurstöður slíkrar rannsóknar liggja fyrir, er eðlilegt, að þjóðin kveði upp sinn dóm í kosningum. Það eru einungis þeir, sem óttast slíkar niðurstöður, sem vilja rjúka í kosningar áður. Enn er margt ósagt".  (Undirstrikun er mín, GThG)

  Hannes Hólmsteinn Gissurarson Morgunblaðið 21. nóvember 2008.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband