Áfallastjórnunin að byrja. Hjálpin ókomin.

Ingibjörg Sólrún einblínir á þann þátt áfallastjórnunar sem snýr að föllnum bönkum. Orðaval hennar er lýsandi,- í hennar huga er verið að stjórna áföllunum en ekki að veita áfallahjálp. Um hver mánaðamót í vetur munu þúsundir verða atvinnulausar og hundruð fyrirtækja komast í þrot.

Ef við notum orðið áfallastjórnun er hún rétt að byrja, en lítið fer fyrir raunhæfri áfallahjálp, sem gæti falist í mörgum aðgerðum sem ekki eru uppi á borðinu hjá áfallastjórnendunum.

Á Íslandi var kreppa á fjórða áratugnum og þá sáu stjórnvöld að ekki dugði að lengja í hengingarólunum og láta höfuðstóla skulda vaða upp og eignabreytingar fyrirtækja skekkjast svo að þau færu í þrot af því einu saman.

Ráðamenn reyndu að hjálpa nauðstöddum með svonefndnum kreppulánasjóði. Gunnar Tómasson hagfræðingur hefur lagt til svipaðar aðgerðir nú.

Í kreppunni var genginu haldið föstu alveg fram til 1939. Það var vond aðgerð í sjálfu sér og skóp kerfi hafta og tollmúra, en nú gæti jafnvel verra verið á næstu grösum ef krónan verður látin fljóta, - afsakið, - sökkva, þannig að fyrirtækin fara á hausinn bara út af því.

Nú þarf áfallahjálp, ekki áfallastjórnun.


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ISG illa gefin? Skilur hún ekki að vandamálið er stjórnvöld sem brugðust? Ég blæs á þá röksemd hennar að það sé ekki gott að skipta um stjórn í slysavarnarfélagi í miðri björgun.

Ef stjórnvöld vilja koma að lausn þá þarf að fjarlægja vandamálið og stjórnvöld eru vandamálið. Það treystir þeim enginn. Hvorki hér né erlendis.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 14:06

2 identicon

Annað af tvennu getur að mínu viti skýrt af hverju ISG heldur í ríkisstjórnina: a) standi ISG upp úr stólnum þá kemur eitthvað í ljós sem hún kærir sig ekki um eða b) hún telur sig vera svo hæfa að hún trúir því að þjóðin geti ekki án hennar verið. Hvoru tveggja er jafnslæmt í mínum huga.

Afskaplega er það illa gert að halda fund þegar kastljós allra fjölmiðla ætti að vera á mótmælum Íslendinga í Reykjavík og á Akureyri.

Haldi ISG að e-u sé búið að bjarga þá skilur hún ekki hvað er fram undan hjá alþýðu manna.

Helga (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 15:07

3 identicon

Er ekki full ástæða til að gefa áfallastjórum, eins og öðrum í ábyrgðarstöðum og reyndar þjóðinni allri, kost á áfallahjálp sem fyrst? Það geta ekki allir mætt á Austurvelli!

Mér finnst ráðherrar og aðrir ráðamenn ættu að sæta forgangi. Þeir eiga jú að hafa vitið fyrir okkur hinum.

Agla (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það má svo sem alveg fallast á að áfallastjórnuninni sé lokið í þeim skilningi að búið er að koma öllum bönkunum í gang og tryggja fjármögnun.  Þá á ég við að viðbragðsáætlun var sett í gang og henni hefur verið fylgt til enda.  Málið er að þetta var bara ein viðbragðsáætlun af mörgum og þó þessari einu áætlun hafi verið fylgt til enda, þá er allt endurreisnarstarfið eftir.  Við skulum vona að Ingibjörg geri sér grein fyrir þessu og að einn hluti af endurreisnarstarfinu mun felast í því að efna þarf til kosninga innan 6 mánaða.

Marinó G. Njálsson, 22.11.2008 kl. 17:09

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég ítreka það sem ég segi í bloggpistlinum um tillögur Gunnars Tómassonar, sem hefur áratuga starfsreynslu að baki hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Ég get eki séð að þessar tillögur séu "skítkast" heldur tillaga um lausn.

Ómar Ragnarsson, 22.11.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband