Margt sinnið sem skinnið.

Sagan af ótúlegri reynslu Jóns Auðunar Bogasonar af ótugtarlegum Dönum minnir á orðtakið að "svo er margt sinnið sem skinnið." Sem betur fer held ég að þetta sé undantekning og get nefnt dæmi um hið gagnstæða.

Sonur minn fór til náms við háskólann í Horsens og komst þá að því að vegna þess að foreldrar hans höfðu í frumbernsku verið þegnar Danakonungs fyrir sextíu árum fengi hann talsverð fríðindi vegna skólavistarinnar.

Þetta voru og eru leifar af þeim tíma þegar íslensk yfirstétt sem réði öllu því á Íslandi sem máli skipti og naut sömu forréttinda fyrir syni sína við danska háskóla og danski aðallinn. Eini munurinn var sá að dönsku aðalsmennirnir voru skyldir að senda syni sína í herþjónustu og stríð ef þess þurfti með en íslenska yfirstéttin var undanþegin slíku.


mbl.is Neitað um viðskipti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd Ómar að íslenskt ríksifang og það að vera Íslendingur í útlöndum hefur breyst allverulega síðan 6. október 2008 og hefði ég aldrei trúað, búandi erlendis, að ég ætti einhvern tímann eftir að velta því fyrir mér að ljúga til um þjóðerni mitt.  Það er rétt, við nutum mikillar velvildar og útlendingar vildu nánast allt fyrir Íslendinga gera, að því gefnu að þeir vissu hvar Ísland var, en svo er ekki lengur og það er miður, mjög miður. 

  1. Deyr fé,
    deyja frændur,
    deyr sjálfur ið sama.
    En orðstír
    deyr aldregi
    hveim er sér góðan getur.
orðstír okkar hefur því miður látist og ég græt það.

Sveinbjorg (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 13:08

2 identicon

Sæll Ómar!

Ég hef oft gaman af því að fylgjast með blogginu þínu. Mig langar hins vegar að koma smá leiðréttingu á framfæri vegna þessarar fréttar, því hún er einfaldlega röng.

Fjarskiptafyrirtæki hér í Danmörku sem selja GSM síma og nettengingar með bindiskyldu hafa lent í vaxandi mæli í vandræðum með útlendinga, sem ganga að tilboði sem felur í sér að maður fær ódýran GSM síma eða netáskrift án uppsetningarkostnaðar, gegn því að skuldbinda sig til ákveðinna lágmarksviðskipta í 6 eða 12 mánuði. Fólk hefur nefnilega stundað það dálítið að stinga svo af frá skuldbindingunni áður en binditíminn er uppfylltur. Ég bý í Danmörku, og þekki fólk sem hefur lent í svipuðu.

Þess vegna hafa fyrirtækin gripið til þess ráðs að krefjast danskra skilríkja með mynd (sem sjúkrasamlagsskírteinið hefur ekki), en sumir veita þó undantekningar fyrir Norðmenn og Svía, þar sem mörg fyrirtækjanna starfa í öllum löndunum þremur.

Svona var þetta löngu áður en kreppan byrjaði.

Þetta er einfaldlega óvandaður, einhliða fréttaflutningur.

Svo langar mig bara að þakka þér fyrir öll þín góðu störf, hvort sem það er á vettvangi RÚV, í heimildamyndagerð, náttúruvernd eða (síðast en alls ekki síst á mínu heimili) stórskemmtilegrar tónlistar fyrir börn á öllum aldri. Er ekki kominn tími á nýja barnaplötu? Kannski með lagi um að maður eigi að vera góður við gras og blóm?

Vigfús Eiríksson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 13:54

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef lengi sagt að Danir væru drengir góðir og gerði meira að segja um það sjónvarpsþáttinn "Takk", sem fjallaði um handritin og þá gæfu í ógæfunni, að það voru Danir en ekki stórveldin sem réðu yfir Islandi á þeim öldum sem það var því miður óhjákvæmilegt að við værum ekki sjálfstæðir.

Rétt skal vera rétt og ég þakka fyrir þessar upplýsingar, Vigfús. Hitt varð ég persónulega var við, strax daginn eftir að fleyg orð úr Kastljósviðtali voru spiluð aftur og aftur í bandarískum sjónvarpsstöðvum, að álit og traust okkar Íslendinga hafði beðið hræðilegan hnekki.

Vonandi tekst okkur að endurvinna þann velvilja og heiður, sem við höfðum áunnið okkur áður en þessi ósköp dundu yfir.

Ómar Ragnarsson, 26.11.2008 kl. 14:55

4 identicon

Sammála Vigfúsi. Ég man fyrir nokkrum árum þegar hægt var að fá farsíma í Danmörku á eina danska krónu með því að binda sig  hjá viðkomandi símafyrirtæki með viðskiftin í 6 eða 12 mánuði man ekki hvort var.

Það voru margir símarnir sem voru dekkaðir af Íslendingum sem höfðu lögheimili í D.K. fyrir Íslendinga sem voru þar í heimsókn á þessum tíma því svona samninga máttu ekki aðrir fá nema  þeir sem voru sannalega bústettir í landinu.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:39

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Auðunn Bogason var ekki mismunað vegna þess að hann er Íslendingur. Fyrirtækið 3 hefur sett reglur um sölu sem stangast á við 1. grein í Markedsføringsloven í Danmörku og þar að auki ESB reglur. Jón getur kært ef hann telur illa á sér brotið. Best er fyrir hann að kæra málið hjá Forbrugerombudsmanden.

Þar sem ég veit að Bandaríkjamenn og aðrir borgarar frá löndum utan ESB, sem búsettir í Danmörku hafa keypt þjónustu hjá 3 án vandræða, er hugsanlega líka hægt fyrir Jón að kæra málið til nýja "Nævnet for Etnisk Ligestilling" sem sett verður á laggirnar 1.1. 2009 hjá Ankestyrelsen. Ég býst við að þessi regla angri aðra innflytjendur og jafnvel borgara í Danmörku meira en Íslendinga.

Fyrirtækið 3 neitar nú að þeir byðji fólk að sýna fram á að það séu danskir borgarar eða borgarar í ESB. Því miður stendst það ekki, því meira að segja á heimasíðu þeirra kemur það skýrt fram að þess er krafist.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.11.2008 kl. 12:27

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jóni Auðunni Bogasyni átti þetta nú að vera í byrjun.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.11.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband