Tákngervingur sjálftökustjórnmálanna.

Sá orðrómur hefur verið á kreiki í allt haust að Davíð Oddsson hafi hótað því að koma aftur inn í stjórnmálin verði hann látinn hætta í Seðlabankanum. Um þetta bloggaði ég á dögunum og einnig það að þetta hafi verið ástæðan fyrir því hvernig Geir hefur bakkað hann upp allan tímann og ekki þorað að blaka við honum.

Þetta staðfestir Davíð nú og eins og oft áður síðustu mánuðina berast fréttirnar af erlendum fjömiðlavettvangi.

Davíð segir að ástæða þess að hann verði fyrir aðkasti nú sé sú að sem Seðlabankastjóri sé hann tákngervingur þess sem hefur verið að gerast. Þetta er aðeins hálfur sannleikur.

Davíð hefur ekki aðeins verið tákngervingur að þessu leyti og í ofanálag fylgt fram kolrangri stefnu og gert hvert axarskaftið á fætur öðru, heldur er enginn maður eins mikill tákngervingur þess kerfis sem hrundi og Davíð.

Þetta kerfi byggði hann markvisst upp í helmingaskiptafélagi við Halldór Ásgrímsson. Saman reistu þeir langstærstu spilaborg sem íslensk sjálftökustjórnmál hafa reist og hefur þó oft verið gengið langt í þeim efnum.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Og hann kann ekki að skammast sín.   Nú stendur uppá Geir að henda honum út úr Seðlabankanum- tíminn er núna...

Sævar Helgason, 4.12.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Er þetta ekki dæmigert fyrir Davíð - viðtal í Fyens Stiftstiende!? Burt með karlinn úr Seðlabankanum og það strax! Ef hann gerir alvöru úr hótun sinni þá er það bara "Den tid den sorg".

Sigurður Hrellir, 4.12.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Nú bara getur Geir ekki haldið áfram að ganga með bundið fyrir augun. Það er svo mikil niðurlæging fyrir hann og embættið að vera fjarstýrt úr Svörtuloftum með hótunum.

Ef hann á enn möguleika á að bjarga andlitinu verður hann að gera það með því að víkja Davíð úr embætti. Helst fyrir hádegi. Það er ekki lengur hægt að láta hagsmuni flokksins ráða för, það er nú þegar orðið allt of dýrt. 

Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 10:06

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Óttast Geir það í alvöru að Davíð fái mikinn stuðning??

Er ekki Þorgerður Katrín augljós næsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins?

Smellti annars inn einni vangaveltu um Davíðs fréttina og nýja aðventulagi Baggalúts svona í bónus. http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/734002/

Baldvin Jónsson, 4.12.2008 kl. 10:09

5 identicon

Við skulum taka þessu sem loforði og láta síða rödd fólksins taka á því hvort hann eigi afturkvæmt í pólitíkina eða ekki. 

Kristján (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Þarna talar gamall, bitur maður, sem ekki vill horfast í augu við að ævistarfið var að byggja spilaborgir, sem eru nú allar hrundar.

Mikið hlýtur að vera erfitt fyrir fjölskyldu og vini, að verða vitni að þessari niðurlægingu mannsins.

Börkur Hrólfsson, 4.12.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Stefnir þetta ekki allt í tvö sjálfstæðisflokksbrot? Annað með 7% atkvæða og fjóra þingmenn, hitt með 4,99% atkvæða og engann mann kjörin.

Sigurður Ingi Jónsson, 4.12.2008 kl. 10:35

8 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Þetta er bara gott. Láta hann fara úr Seðlabankanum og gera síðan tilraun til endurkomu. Það verður bara hollt fyrir hann og kærkomið tækifæri fyrir alla sem að ósekju liggja undir grun um að styðja Davíð að reka af sér það slyðruorð. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að endurkoma hans í stjórnmál sé möguleiki.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 4.12.2008 kl. 11:01

9 Smámynd: Ransu

Óskaplega barnalegt af manninum að láta svona út úr sér..."ef ég fæ ekki að vera að  memm að þá..."

Eins og hann er á margan hátt snjall náungi að þá er hann óskaplega naíf. 

Ransu, 4.12.2008 kl. 12:35

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Davíð hefur ollið Íslensku þjóðinni meira tjón en nokkur annar maður. Og hann er gersamlega veruleikafirrtur ef ekki bara bilaður á geði. Það er betra að losa sig við hann í dag heldur en á morgun úr Seðlabankanum.

Úrsúla Jünemann, 4.12.2008 kl. 12:47

11 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Utanþingsstjórn takk - núna!

Sigríður Jósefsdóttir, 4.12.2008 kl. 13:19

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með þér, Sigga.

Theódór Norðkvist, 4.12.2008 kl. 13:33

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úrsúla. Hvaða dónaskapur er þetta eiginlega að tala um það hér að fólk sé jafnvel "bilað á geði"?!

Ert þú verri manneskja ef þú ert "biluð á geði"?! Þúsundir Íslendinga eru "bilaðir á geði", eins og þú kallar það, og þú hefur akkúrat engan rétt á því að reyna að upphefja sjálfa þig á kostnað annarra með því að væna þá um geðveiki.

Fjöldinn allur af geðveiku fólki hefur mjög mikla hæfileika á sumum sviðum, enda þótt það sé fatlað á öðrum, og þannig er það jú um flesta í þjóðfélaginu. Er ekki nóg um fordóma gagnvart geðveikum í þjóðfélaginu nú þegar?! Og sjálfsvíg vegna þessara fordóma?!

Geðveikt fólk er hvorki betra né verra en þú vegna þess eins að vera geðveikt og þú ættir að skammast þín fyrir þessi ummæli.

Þorsteinn Briem, 4.12.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband