Óttinn við óttann.

Það mun hafa verið Roosevelt Bandaríkjaforseti sem sagði að að það eina sem væri að óttast væri óttinn sjálfur. Reynir Traustason virðist með yfirlýsingu sinni áttað sig á þessu og hefði betur gert það fyrr. Einn þáttur óttans er meðvirkni.

Allt frá því að ég kynntist á árinu 2003 á eftirminnilegan hátt hinum mikla og sívaxandi ótta og meðvirkni sem gegnsýrði samfélagið hef ég reynt að lýsa þessu ástandi svo að fólk gæti gert sér grein fyrir því og skaðsemi þess.

Mér þótti athyglisvert að enda þótt fólk heyrði eða virtist hlusta á það sem ég sagði gerðist ekki neitt. Óttinn og meðvirknin héldu áfram þangað til smá glufur fóru að myndast árið 2004.

En þá tók bara meðvirkni við á öðrum sviðum.

Roosevelt setti fram í ársbyrjun 1941 eftirfarandi markmið ferns konar frelsis fyrir Bandaríkin og allan heiminn:

1. Skoðana- og tjáningarfrelsi. (Freedom of speech)
2. Trúfrelsi. (Freedom of worship)
3. Frelsi frá ótta.l (Freedom from fear)
4. Frelsi frá skorti. (Freedom from want)

Svo er að sjá að í DV-málinu hafi verið um tvö af þessum fjórum að ræða, þ. e. skoðana- og tjáningarfrelsi og frelsi frá ótta. Og frelsi frá skorti kom einnig við sögu hvað varðaði það að allir starfsmenn blaðsins yrðu atvinnulausir.


mbl.is Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega er þetta rétt hjá þér, Ómar minn.

Þó hefði ég viljað sjá breytt um fornafn - í stað DV ætti hreinlega að setja íslenska þjóðin. Því það er hún sem hefur ekki skoðana- og tjáningarfrelsi (veit ekki hvenær hún hafði það síðast eða hvort hún hefur einhvern tímann haft það?), það er langur vegur frá því að hún hafi frelsi frá ótta, því fólk sefur ekki fyrir kvíða um framtíðina og afkomu barnana sinna og frelsi frá skorti mun frá og með áramótum vera liðin tíð - og enn sitja þeir sem hrundu okkur fram af hyldýpisbrúninni. 

Þórdís Bachmann (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband