Íslandshreyfingin með tæp 4%.

Það er svolítið sérkennilegt að þurfa að segja frá ofangreindu í bloggpistli en ef ég geri það ekki er aldrei að vita nema að þetta muni ekki vitnast.

Í fréttum útvarps og Morgublaðsins fyrr í dag var ekki sagt frá ofangreindri staðreynd sem ég fékk að vita um eftir áreiðanlegum heimildum, - en á vefsíðunni gallup.is. er ekki hægt að finna niðurstöður Þjóðarpúlsins og þetta er því enn falið fyrir þjóðinni.

Mælist fylgi Íslandshreyfingarinnar þó í annað skiptið í röð svipað og fylgi Frjálslynda flokksins sem hefur miklu betri aðstöðu en Íslandshreyfingin til að koma sínum sjónarmiðum. Og greint var frá fylgi Frjálslynda flokksins í útvarpsfréttum í hádeginu.

Vildi bara láta vita af þessu með svipuðum orðum og frægur rithöfundur viðhafði um andlátsfregn sína: Fréttirnar af andláti Íslandshreyfingarinnar eru stórlega ýktar.

P.S. Heyrði nú rétt í þessu fréttir Stöðvar tvö og Bylgjunnar. Sagt var frá fylgi Frjálslyndra en ekk okkar. Samkvæmt því stefnir í að fjölmiðlarnir þegi fylgi okkar í hel.

P.S. Visir.is hefur verið með sams konar fréttaflutning í dag en mér skilst að nú (kl. 19:00) standi til að lagfæra þetta þar.

P.S. klukkan 19:10. Rétt skal vera rétt. Á súluriti frétta Sjónvarpsins mátti sjá staðfestingu á fyrirsögn þessa pistils.

P. S. Nú kemur í ljós að visir.is hefur ekki breytt frétt sinni heldur stendur við það að Íslandshreyfingin hafi ekki fengið neitt fylgi.


mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Sammála, þetta er ófagleg frétt, engar tölur um þá sem skila auðu eða vilja ekki svara. Ekkert um hversu úrtakið var stórt eða hvert svarhlutfallið var.

Brynjólfur Bragason, 2.1.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Áður en stjórnin springur ætti hún að samþykkja breytingar á 31. gr. stjórnarskrárinnar og lækka (eða afnema) 5% þröskuldinn. Þá væri von til þess að hægt væri að kjósa öðruvísi í þarnæstu kosningum; eitthvað meira í ætt við persónukosningar.

Núna, þegar menn vilja uppræta spillingu og óréttlæti, væri þetta skref í áttina að því að styrkja/virða lýðræðið en ekki svína á því.

Haraldur Hansson, 2.1.2009 kl. 18:26

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þú lest fyrri bloggpistla mína sérðu að það er auðvelt að taka upp persónukjör og kjósa eftir því strax í næstu kosningum, ekki þarnæstu.

Ómar Ragnarsson, 2.1.2009 kl. 18:43

4 identicon

Er þetta ekki samráð hjá fjölmiðlunum í landinu að haga sér svona þegar kemur að Íslandshreyfingunni sem dæmi? Hvað skildi Samkeppnisstofnun segja yfir þessu háttarlagi þeirra sem fara með fjórðavaldið fyrir fjórflokkanna í landinu? Þessi frétt minnir á vinnubrögð oliufélaganna sem sáu og sjá um að fjármagna gömlu flokkanna(xB,xD,xS og xV og í staðin er allt gert fyrir oliufélögin þegar inn er komið á Alþingi Íslendinga. Vona að þeir stjórar sem komu að þessu samráði hjá fjölmiðlunum hafi ekki sent tölvupóst sín á milli þar sem sagt er að fólk hér á landi sé fífl eins og stjóri númer eitt hjá einu oliufélaganna gerði þegar þeir félagar í því sukki voru að ræna almenning og fyrirtæki í Samráðinu Mikla.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 21:26

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef fengið þá skýringu og tek hana gilda á grundvelli langrar reynslu í fjölmiðlun að visir.is hafi tekið fréttina beint upp úr hádegisfréttum útvarpsins.

Jónas Kristjánsson hefur kallað slíkt kranablaðamennsku og vegna mannfæðar og samdráttar á fjölmiðlum á hún því miður líklega eftir að aukast frekar en hitt.

Ég held ég viti hvað ég er að tala um eftir áratuga starf á fjölmiðlum og skil vel þetta fyrirbæri. Villandi fréttaflutningur verður þó ekkert betri við það.

Ómar Ragnarsson, 2.1.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Offari

Til hamingju Ómar. Þú átt eftir að vaxa meir.

Offari, 3.1.2009 kl. 00:29

7 identicon

18.desember 2008 var forsíðufrétt á Fréttablaðinu,,Fækkað um þriðjung í efnahagsbrotadeild'' Þessi frétt þegar betur var að gáð sagði frá því að Ríkislögreglustjóri hafði fækkað í lögfræðideild efnahagsbrotamála um einn mann þannig að það eru 3 eftir á deildinni. Ég hélt strax þegar ég las fyrirsögnina að það væru fjölduppsagnir þarna á ferðinni og varð mjög hissa en þegar ég las alla fréttina þá kom heildarmyndin fram og ég þurfti ekki að finna til með tugum manna því þarna var aðeins um einn mann að ræða sem vissulega er einum of mikið að þurfa að missa vinnunna sína.

Íslandshreyfingin sem ekki er með alþingismenn á þingi mældist með 3% í skoðunarkönnun hjá Gallup 3.des sl. og mánuði síðar mælist hún með um 4%. Í Fréttablaðinu í dag er ekki fyrirsögn um þetta sem dæmi: Íslandshreyfingin hefur aukið fylgið sitt um 33% á milli mánaða.

Ef vel er skoðað má finna litla frétt inn í Fréttablaðinu um þessa skoðunarkönnun Gallups og ef öll fréttin er öll lesin má sjá að Fréttablaðið heldur sig við  það að Íslandshreyfingin hafi fengið 3% í könnunni hjá  í janúar eða það sama og hún mældist með í desember sl.

Hvað kallast þessi vinnubrögð á fréttamannamáli? Ég veit  þó eitt að stór hluti lesanda les aðeins fyrirsagnir og myndar sér skoðanir út frá því það vita fréttastjórar!!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband