Ingibjörg að reyna að koma ár sinni strax fyrir borð.

Ingibjörg Sólrún er ekki aðeins að sýna viðleitni til að lesa þjóðarpúlsinn með yfirlýsingu sinni um æskilegar lþingiskosningar samhliða kosningum um aðildarumsókn að ESB, heldur líka að koma því til leiðar að óánægjan með frammistöðu ráðamanna á liðnu ári skili lykilaðstöðu fyrir Samfylkinguna í kosningum áður á meðan hún mælist með ótrúlega gott fylgi, miðað við ábyrgð hennar á hruninu.

Meðan núverandi staða er á Alþingi hefur Sjálfstæðisflokkurinn það uppi í erminni að geta myndað meirihluta með Framsóknarflokknum alveg eins og í borgarstjórn. Það yrði að vísu erfitt fyrir flokka sem hafa núna aðeins 32% fylgi samanlagt samkvæmt skoðanakönnum, en það er svosem lítið verra en að vera í núverandi stjórn með 36% stuðning þótt samanlagður stuðningur við ríkisstjórnina mælist rúmlega 50%.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki treyst á stjórnarmyndun með VG, jafnvel þótt báðir flokkarnir legðust gegn aðildarumsókn að ESB, vegna þess að með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn myndi VG skjóta sig í báða fætur eftir alla gagnrýnina á hlut Sjálfstæðisflokksins í hruninu.

Mig grunar að þeir Ögmundur og Össur hafi hugsanlega rætt þetta á einkafundi sínum á dögunum. Ögmundur varð fyrstur innan VG til að nefna þann möguleika að kjósa sérstaklega um það hvort sækja eigi um aðild að ESB.

Vek síðan athygli á niðurstöðum Þjóðarpúls Gallups í bloggpistli mínum hér á undan, sem ekki hafa verið að fullu birtar enn í fjölmiðlum.


mbl.is Alþingiskosningar samhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég tel ljóst að framsókn og sjálfstæðisflokkurinn fari ekki undir sömu sæng. Sjálfstæðisflokkurinn er kviknatin og hefur því enga ása uppí erminni. Þessi stjórnmálaflokkur er þar að auki orðin berrassaður og það hefur komið í ljós að "ÞESSI FORNI" keisari er ekki í neinum fötum. Jú nema áðurnefndum boli en hann dugar skammt í þessum politíska kulda sem er framundan. Þá fyrst myndi skella á reiðialda í samfélaginu og þar ætti formleg útför framsóknarflokksins sér fyrst stað ef til slíkrar stjórnarmynunnar kæmi. 

Mér finnst hálf skrítið að ..... að Þinn flokkur ... skuli ekki fá meira frá Íhaldinu en raun ber vitni. Skýrlur alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sýnir að Kárahnúkavirkjun var framkvæmd á bandvitlausum tíma og þar að auki eruð þinn flokkur er örlitið til hægri, eða er það ekki ?  

Brynjar Jóhannsson, 2.1.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég sé að ... endurorðun á grein minni gekk ámóta vel og endurfjármögnun íslenska fjármálakerfisins.Sem sé ... hún fór til "stafsettnignarfjandans" Ég vona samt að ég hafi náð að koma boðskapnum til skila og biðst velverðingar á samhengislausum orðavitleysum.

Brynjar Jóhannsson, 2.1.2009 kl. 18:23

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslandshreyfingin - lifandi land er fyrsti og eini flokkurinn hér á landi sem hefur umhverfismál sem aðalmál en er samt með jafn mörg stefnumál á öðrum sviðum og aðrir flokkar og skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri.

Vegna þess að samkvæmt skoðankönnunum telja um 2/3 hlutar fylgismanna VG sig vera græna leiðir af sjálfu sér að Íslandshreyfingin hefur ekkert nema gott um það að segja að þessi hluti vinstri manna skuli vera samherjar okkar í umhverfismálum.

Af þessu leiðir að Íslandshreyfingin höfðar meira til fólks á miðjunni og til hægri, -i og í síðustu skoðanakönnun fyrir kosningarnar 2007 kom flestir fylgjendur frá Sjálfstæðisflokknum.

Rétt er að gæta þess að um 80% kjósenda eru nálægt miðju litrófsins hægri-vinstri og Sjálfstæðisflokkurinn fékk ævinlega langstærsta hluta fylgis síns úr þessum hópi.

I-listinn fékk 3,3% atkvæða og tók í þessari skoðanakönnun sem svaraði um tæplega 3% af fylgi Sjálfstæðisflokksins frá honum en það samsvarar um 1% af kjósendum landsins.

Ómar Ragnarsson, 2.1.2009 kl. 18:31

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Við (ég og Jói frændi :) stefnum að stjórn undir fána VG með öflum innan Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknar sem hafa verið andvíg Frjálshyggjunni frá upphafi eða lært af mistökunum.

Við sjáum gjarna Íslandshreyfinguna með í slíku samstarfi EF (og það er STÓRT EF) þið jarðið frjálshyggjuna í landbúnaðarmálum sem var ykkur svo mikið hjartans mál í síðustu kosningum.

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.1.2009 kl. 21:06

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvergi sé ég trúverðugri stjórnmálaleiðtoga en þig Ómar.

Árni Gunnarsson, 2.1.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við sögðum það aftur og aftur í kosningabaráttunni að okkur hugnaðist ekki íslensk landsbyggð sem samfelld sumarbústaðabyggð. Ég fæ ekki séð að stuðningur okkar við frjálsa bændur ógnaði á neinn hátt hinum dreifðu byggðum né íslenskum landbúnaði.

Í öllum nágrannalöndum okkar viðgengst stuðningur við landbúnað og kröfur um að hér á landi verði slíkt afnumið eru ekki raunhæfar nema menn vilji leggja landbúnað af.

íslenskur landbúnaður verður a njóta að minnsta kosti jafnræðis við styrktan landbúnað í öðrum löndum.

Styrkir í vestrænum löndum við landbúnað eru að vísu eitthvert mesta óréttlætið í heiminum en við, svo örsmáir sem við erum, getum ekki breytt neinu um það með því að leggja styrkina niður.

Ómar Ragnarsson, 2.1.2009 kl. 23:03

7 Smámynd: Einar Indriðason

Það má *ALDREI* *ALDREI* *ALDREI* gerast að hleypa D og B saman í stjórn, *ALDREI*.  Ekki eftir ástandið undanfarið, og hvernig B og D voru arkitektar að öllu ruglinu sem er í gangi.

Ég veit ekki hvað ætti að vera frekar.   En *ALDREI* D og *ALDREI* B aftur í stjórn!

Einar Indriðason, 3.1.2009 kl. 01:39

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samfylkingin tékkar fyrst á skoðanakönnunum áður en hún tekur opinbera afstöðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband