Múrar og máttur.

Sovétmenn réðu lögum og lofum í Austur-Evrópu í 44 ár. Þremur árum áður en stórveldin ákváðu að afhenda Ísraelsmönnum land til umráða í Palestínu höfðu leiðtogar vesturveldanna samþykkt að Austur-Evrópa yrði "áhrifasvæði" Stalíns.

1947 hafði þegar verið reist það sem Churchill kallaði í Fulton-ræðu sinni "Járntjald" í um þvera Evrópu og 1961 var reistur múr í Berlín til að loka þjóðir Austur-Evrópu inni í kúgunarkerfi kommúnismans sem byggðist á yfirburða hervaldi Sovétríkjanna á meginlandinu.

Sovétmenn réðust með her inn í Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968 og börðu andspyrnu niður í blóði, þvinguðu pólska herinn til að stöðva andspyrnu Samstöðu með hervaldi og beittu hernum miskunnarlaust til að berja niður mótmæli í Austur-Berlín 17. júní 1953.

Innrás Ísraelsmanna á Gaza er af sama meiði og innrásir Sovétmanna á sinni tíð. Alla mótspyrnu skal berja niður miskunnarlaust.

Gamla orðtakið "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" sem manni þótti svo sem nógu grimmdarlegt þegar maður lærði um það í gaggó er nú útfært í nýjum hlutföllum: "þúsund augu fyrir auga og þúsund tennur fyrir tönn."

Eins og í Berlín hefur verið reistur múr í Palestínu til að loka hina undirokuðu af og hugarfarið er hið sama og með aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í Suður-Afríku á sínum tíma.

Sovétríkin fóru sínu fram í krafti þess að vera kjarnorkuveldi og sama gera Ísraelsmenn. Þeirra er ríkið og mátturinn en svo sannarlega ekki dýrðin.


mbl.is Landher Ísraels inn á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er verið að fremja stæsta glæp í nærtækri menningarsögu okkar. Enginn hreyfir við fingri, engin þorir að hafa skoðun, vegna þess að ítök Gyðinga hjá stæsta herveldi heims bjóða heim kúgun og ógn þeim sem ekki sættast á hryðjuverkið. Þetta er sturlaður heimur. Allur heimurinn líður ógn og skelfing og hefur gert um langa hríð fyrir þetta brotabrot af mannkyni, vegna þess að þeir telja sig hafa forréttindi umfram aðra frá ímynduðum guði. Þetta er sturluð veröld.

Nú hverfur Gasa undir þá.  Hér má sjá þróunina.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Ólafur Als

Ómar,

þrátt fyrir forvitnilega samlíkingu, er sem þér yfirsjáist að "lönd" Palestínuaraba eiga "landamæri" að bræðraþjóðum í Egyptalandi, Jórdan og Sýrlandi. Þó svo að Ísraelsher vakti hluta þessara landamæra eru þau að mestu opin, alla vega fyrir flutningi alls nema stærri vopnum.

Sé horft til sögu samskipta Palestínuaraba við bræðraþjóðir sínar kemur í ljós að víða njóta þeir ekki mikillar samúðar. Það á m.a. rætur sínar að rekja til þess hve vel sumum Palestínuaröbum hefur vegnað vel í "skjóli" hersetunnar. Margir þeirra sóttu æðri menntun í ísraelskum háskólum og í skjóli laga gátu margir byggt upp viðskipti og lífsviðurværi - ólíkt því sem var árin á undan. Palestínuarabar voru t.d. sagðir jafn metnaðarfullir og duglegir og Gyðingar.

Þegar Ísraelsmenn náðu yfirráðum yfir vesturbakkanum í júlí 1967 voru sett á herlög (síðar borgaraleg lög) en í þau 19 ár sem Jórdanar réðu þar ríkjum var réttur íbúa þar enginn í lagalegum skilningi og hermenn og ráðamenn Jórdana fóru þar fram að eigin geðþótta. Sú vist var ekki góð, að sögn Palestínumanna sjálfra.

Þó svo að Palestínumenn hafi færst nær því að stofna eigið ríki virðist sem það markmið sé sífellt erfiðara að nálgast. Óeining í röðum þeirra sjálfra hefur sumpart orðið til þess að efla harðlínuöfl í Ísrael að undanförnu og við sjáum nú afleiðingar þess að herveldið Ísrael svarar eldflaugaárásum af öllu afli, sem eins og þú minnist á birtist í ójöfnu hlutfalli auga fyrir auga lögmálsins. Það er að vísu ekki nýtt í sögunni, þannig hafa hernaðarveldi "afgreitt" nágranna, sem ekki hafa látið að stjórn eða á einhvern hátt ógnað þeim.

Ólafur Als, 3.1.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú eru Gyðingar eða Ísraelar eins og þeir vilja fremur nefna sig, að framkvæma mjög hliðstætt ofbeldi eins og einræðisherrar á 20. öld. Þessi ákvörðun um stríð er gjörsamlega úr takti við nokkra skynsemi. Enginn græðir á stríðinema þeir sem framleiða og selja vopn.

Þjóðverjar hafa í meira en 60 ár goldið háar stríðsskaðabætur þeim stjórnvöldum sem þarna eiga hlut að máli. Mjög líklegt er að umtalsverðum hluta þessa mikla fjár sé varið til kaupa á vopnum. Þjóðverjar eru í dag ekki alveg saklausir af vopnaframleiðslu og hafa umtalsverða hagsmuni. Það er því mjög umdeilanlegt og gjörsamlega siðlaust þó löglegt kunni að vera,að stórfé sé ausið af skattfé þýskra borgara til þess að nota ívopnakaup sem beitt er gegn 3ja aðila.

Nú þurfa Sameinuðu þjóðirnar heldur betur að grípa til sinna ráða:

1. Skipa deiluaðilum þegar í stað að leggja niður vopn.

2. Setja á algjört vopnasölubann til Ísrael og Palestínu. Þessu verði fylgt eftir með alþóðlegu eftirliti og í samvinnu við yfirvöld viðkomandi sem og nágrannalanda.

3. Kalla saman alþjóðlega ráðstefnu um framtíð landanna og þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafsins.

Annað er ekki skynsamlegt. Nú reynir á hve framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er stjórnsamur og hversu úrræðagóður hann sé.

Með bestu kveðjur og þeirri von að andi Adolf Hitlers nái ekki að verða landlæg þarna í þessum heimshluta, sú erfðasynd grimmdar og ofbeldis gegn borgurum sem gjarnan mætti reyna að forðast.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband