Gamalkunnugt fyrirbæri.

Það er ekki nýtt fyrir mér að vinir aðvari "óþæga" við afleiðingum þess ef þeir tali of opinskátt um hlutina. Sjálfur upplifði ég það fyrir 5-6 árum að vinir mínir heyrðu af því að brugguð væru launráð gegn mér sem myndu koma mér illa nema ég héldi mig á mottunni. Í þjóðfélagi þöggunar og ótta svínvirkar þessi aðferð sem ég lýsi betur í bloggi hér á undan.

Ingibjörg Sólrún er maður að meiri að staðfesta orð Sigurbjargar og ef ég á um tvo kosti að velja vil ég frekar taka þær útskýringar hennar gildar að hún hafi frekar meint þetta sem heilræði en hótun.


mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil ISG... þetta eru ógnir og ekkert annað...

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Dunni

Það væri gaman að vita hvað vinkonunum fór á milli?  Ekki kæmi mér á óvart að Ingibjörg hafi haft í einhverjum hótunum.  Hinsvegar gæti Sigurbjörg hafa gefið skít í "vinskapinn" og ætlað að slá sér upp með því að segjast vera á móti ráðherranum.  Annað eins hefur nú gerst.

Í Sigurbjargar sporum hefði ég þagað um hótunina og tekið hana upp við ráðherrann þegar hún kæmi heim. Ef það hefði ekki leitt til annað hvort afsökunarbeiðni eða að um misskilning væri að ræða þá hefði verið í fínu lagi að láta þjóðina heyra sannleikann.

Dunni, 13.1.2009 kl. 18:48

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vísa til fyrra bloggs um þetta fyrirbæri þar sem vinir manns verða að verkfærum þeirra afla sem beita kúgun og hótunum.

Ómar Ragnarsson, 13.1.2009 kl. 18:48

4 identicon

Ef ISG er vön að senda vinum sínum þvílík skilaboð áður en þeir flytja ræðu þá var þetta vísast vinarbragð. En ef hún er ekki vön því að senda vinum sínum þvílík skilaboð áður en þeir flytja ræðu þá er ég hrædd um að skilja verði þessi skilaboð ISG sem eitthvað annað en vinarþel. Svo finnst mér mjög skynsamt af Sigurbjörgu að láta ISG sjálfa stíga fram.

Helga (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 19:02

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er kallað "friendly fire"..

Óskar Þorkelsson, 13.1.2009 kl. 19:03

6 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki þessi fyrirvari sem Sigurbjörg setti fram ,með að hún hafi fengið aðvörun frá ráðherra, um að tala varlega - til marks um stjórn og valdakerfið almennt ? 

Voru það ekki einmitt sterkustu skilaboðin - ekki endilega ræða hennar sem eingöngu lýsti ferli vekefna við tiltekna skipulagsbreytingu og þá varnagla sem hún vildi koma þar að.  

Þetta fólk sem þiggur laun sín frá hinu opinbera er viðkvæmt fyrir því að valdaapparatið missi ekki velþóknun á því.

Ef það setur fram óþægilegar skoðanir sem ríkjandi valdhöfum falla ekki- getur það þýtt - atvinnumissi og atvinnumöguleika við hæfi.

Svona umræða var mjög sterk við undirbúning Kárahnjúkavirkjunar- sérfræðingar voru hreinlega þvingaðir til að gera skýrslur sínar "jákvæðar" eða draga mjög úr varnöglum. Ómar þekki það vel.

Þessi vinnubrögð valdhafa mögnuðust mjög í valdatíð Davíðs Oddsonar- einkum á seinnihluta ferilsins.   Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra veit vel af þessum hættum í valdakerfinu- enda lýsti hún þeim í frægri Borgarnesræðu. 

Hún einfaldlega varaði vinkonu sína við hættunni.  Og það held ég að hafi verið meginboðskapur Sigurbjargar að lýsa þessu þjóðfélagsástandi- í inngangi sínum.

Sævar Helgason, 13.1.2009 kl. 19:09

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ingibjörg Sólrún er ríkjandi valdhafi og hún á undir engum kringumstæðum að senda fólki slíkar "aðvaranir", hvorki vinum sínum né öðrum.

Þorsteinn Briem, 13.1.2009 kl. 19:18

8 identicon

Einmitt ef þetta átti að vera einhver vinargerningur og málið var svona "urgent" þá auðvitað hefði hún bara átt að hringja sjálf persónulega í þessa "vinkonu" sína.

Það sem fær málið hins vegar til þess að lykta af þessu alræmda "þöggunarvaldi" sem Ómar þekkir svo vel og hefur lýst fyrir okkur, það er það að frú ISG hringir alls ekki sjálf í hana, heldur kemur þessum boðum til Sigurbjargar í gegnum opinberan aðstoðarmann sinn eða aðra embættismenn valdastöðu sinnar.

Það lítur ekki vel út og fyrir Sigurbjörgu er þetta nánast móðgun við hana. Eins og henni sé alls ekki treystandi til að tala sínu máli á opinberum Borgarafundi án þess að láta embættismenn koma með einhver tilmæli frá sjálfum ráðherranum.

Ingibjörg hefur ítrekað marg sýnt mótmælendum hér þvílíkan hroka og yfirlæti, enda telur hún þá ekki einu sinni vera af sinni þjóð, ég trúi því öllu uppá hana í þessum efnum.

Svona vinnubrögð hefðu sómt sér vel á valtatíma Austur- Þýskra Kommúnista og alræmdu STASI klíkunar þeirra, sem einmitt stundaði svona þöggun um allt samfélagið, oft í krafti vina og fjölskyldutengsla.

Þegar mótmælendur í Leipzig árið 1989 hrópuðu "Við erum fólkið, við erum þjóðin" þá svaraði Eric Honecker síðasti leiðtogi Austur- Þýsku spillingarstjórnarinnar mótmælendum fullum hálsi með sínum hroka. "Þið eruð ekki þjóðin"

Berlínarmúrinn féll reyndar skömmu seinna og þjóðin kom gerspilltri valdaklíku Erics Honeckers frá völdum.

En nákvæmlega þessi sömu orð "Þið eruð ekki þjóðin" viðhafði samræðustjórnmálamaðurinn Ingibjörg Sólrún við fjölmiðla og frammi fyrir þjóðini og troðfullum sal mótmæelnda í Háskólabíói nú um daginn.

Og hvernig var hún í Kryddsíldinni og hvernig var hún í Kastljósinu nú um daginn.

ÚFF INGIBJÖRG, EKKI MEIR, EKKI MEIR ! 

Ég vil samt óska Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur góðs bata og góðrar heimkomu, en ég tel hana ekki eiga meira upp á pallborðið hjá Íslensku þjóðini í stjórnmálunum, þar hefur hún sungið sitt síðasta vers !

Nú þurfum við heiðarlega stjórnmálamenn sem kunna að sýna okkur almenningi auðmýkt !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:59

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það skal ekki fara á milli mála að þegar að valdamenn senda sendiboða til fólks sem er að fara að tala á baráttufundum um að það beri að halda sig frá að segja frá of miklu af því sem það veit að þá eru það hótanir og ef Ingibjörg ekki sér hvert hún er komin núna að þá er henni ekki viðbjargandi.

Héðinn Björnsson, 13.1.2009 kl. 22:50

10 identicon

Ómar og fleiri ! Ekki meir, ekki meir.

Ekki halda að þessi stormur í vatnsglasi segi eitthvað til um ráðamenn. Ótrúlegur kjánaskapur Sigurbjargar að bera þetta svona á borð og ýja að einhverju, sem hún hefur nú reyndar dregið til baka, sjá Vísir í kvöld.

Svona eins og hún vildi eiga sviðsljósið. Segir þetta ekki til um hvert þessi umræða er að fara með okkur? Samsæri, já ma 'ur.

Gísli (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:30

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útaf þessu essemmessi,
allt í klessu nú og messi,
þeir hressu í sínu eru essi,
undir pressu Sibba þessi.

Þorsteinn Briem, 14.1.2009 kl. 03:47

12 identicon

Ingibjörg bjargaði Sigurbjörgu ekki frá skaða þrátt fyrir heilræðið.

 Sjá: http://baggalutur.is/index.php?id=4427

ari (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 03:47

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Tek undir áhyggjur þínar Kreppukall, sennilega er þessari þjóð ekki viðbjargandi sem hvorki vill sjá, heyra né tala um það sem skiptir máli, karpið um það fánýtasta í hverju máli sorglega oft niðurstaðan og elítan fer sínu fram í nokkuri ró og næði, glottandi að þessum vitleysingum sem standa og öskra á hvern annan í staðin fyrir að ganga í það að stöðva svikin og baktjaldamakkið. Rænd kynslóð fram af kynslóð þrefum við og fjösum um keisarans skegg og fátt truflar arðræningjana við iðju sína, enda með marga seppa í sinni þjónustu, alldrei hörgull á gjammi til að beina athyglinni frá aðalatriðunum. Grundvallarsiðferðinu. Því ærlega og réttsýna. Samlíkingin þekkta við sauðfé er líklega ekki svo fjarri lagi eftir allt saman um almenning jarðarkringlunnar...hvert sem litið er. Auðsmalanlegt og auðvelt að hræða með einföldum trixum líka ef vill. Auðtrúa.

Georg P Sveinbjörnsson, 14.1.2009 kl. 03:47

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gísli, viðbrögð og hegðun fjölda vísindamanna og kunnáttumanna sem þorði ekki fyrir sitt litla líf að láta á sér kræla árum saman af ótta við "starfsumhverfi" og "viðskiptaumhverfi", var sem sé eðlileg að þínu mati.

Ef einhver af þessum mönnum hefði gengist við vitneskju sinni opinberlega hefði það náttúrulega flokkast sem athyglissýki.

Soltsjenitsín var sem sé atyglissjúkur sem og þeir örfáu menn sem þorðu koma fram í Austur-Þýskalandi og fengu bágt fyrir.

Ómar Ragnarsson, 14.1.2009 kl. 13:30

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í samræmi við það að helst eigi að rita nöfn útlendinga á þann hátt sem þeir gera sjálfir er rétt að bæta úr því fljótræði sem birtist í ritun minni á nafni Solzhenitsyns.

Ómar Ragnarsson, 14.1.2009 kl. 13:35

16 identicon

Ómar, þú verður að skýra hvað þú átt við með þessum orðum

"viðbrögð og hegðun fjölda vísindamanna og kunnáttumanna sem þorði ekki fyrir sitt litla líf að láta á sér kræla árum saman af ótta við "starfsumhverfi" og "viðskiptaumhverfi" ". 

Eiginlega segir þetta mér ekki neitt.  Þú verður því að vera skýrari og segja okkur hver hótaði þér eða öðrum. Nafngreina þá alla saman. Annars er þetta bara eins og einn mætur maður sagði "ég veit alveg af hverju Bretar beittu okkur hryðjuverkalögum en ég ætla ekki að segja það". Segir slíkt okkur eitthvað ? Slíkt sáir bara fræjum tortryggninnar.

En ég myndi aldrei samþykkja þjóðfélag óttans þar sem menn geta ekki tjáð sig. Þú mátt því ekki gera mér upp slíkar skoðanir. Sigurbjörg virðist nú hafa dregið mjög úr ummælum sínum. Og stend alveg við mitt. Þetta er sagt til að krydda gagnrýnina á ráðamenn og yfir-dramatísera hlutina.

Gísli (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband