Vonarneisti um breytingar.

Ég segi: Til hamingju, minn gamli samstarfsmaður á fréttastofu Sjónvarpsins sem svo gaman var að vinna með.

Þú ert fyrsti vonarneistinn sem kviknar hjá mér um það að hægt verði að koma flokknum þínum í meðferð og inn á rétta braut.

En þín bíður gríðarlega erfitt verkefni, næstum ofurmannlegt, svo rotnir voru innviðir flokksins orðnir og svo flæktir voru flokkmenn í kerfi og stefnu flokksins sem ásamt Sjállfstæðisflokki og Samfylkingu ber mesta ábyrgð á eyðileggingunni sem orðið hefur á svo mörgum sviðum undanfarin ár.

í húsafriðunarmálum erum við samherjar. Ég hef ekki séð ennþá stefnu flokksins í umhverfis- stóriðju- og virkjanamálum og veit því ekki hvort flokkurinn er enn hóti skárri á þeim sviðum en fyrr.

Draugar fortíðarinnar verða ekki allir kveðnir niður með kosningu eins manns. Vonandi tekst þér vel til.

P. S. Nú er ljóst að þeir sem mest voru flæktir í fortíð flokksins guldu þess á flokksþinginu og er það vel. Hugsanlega verður Siv Friðleifsdóttir eina persóna okkar samtíðar sem verður á spjöldum sögunnar eftir þúsund ár, vegna þess að hún tók það á sig fyrir formann sinn að taka ein ábyrgð á því hervirkii sem blasa mun við um aldir og árþúsund okkur til skammar. Hún hefur vafalaust haldið að með þessu hefði hún tryggt sess sinn innan flokksins og verða umbunað fyrir en nú hefur annað komið í ljós sem betur fer.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður gaman að sjá  hvað Framsóknarflokkurinn vil í sjávarútvegsmálunum vilja þeir óbreytt  kvótabraskkerfi sem er í dag gjaldþrota eða ætla þeir að viðhalda því með því að afskrifa skuldir útvegsins og láta okkur skattgreiðendum að fá reikninginn svo þeir megi áfram veðsetja veiðiheimildirnar. Ef það færi svo þýddi það í raun áframhaldandi dulbúinn ríkisstyrkur til hina fáu útvöldu!!!  

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vandinn er mikill að velja,
en verra atkvæði að telja,
sauðirnir hver annan selja,
svört er sú Framsóknarelja.

Þorsteinn Briem, 18.1.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það verður að gefa hverjum manni tækifæri til að sanna sig sjálfur, án þess að láta skyldleika hans við aðra trufla það.

Höskuldur komst á þing í samfloti við Valgerði Sverrisdóttur og hefur meðal annars tjáð stóriðjustefnu sína sem ég get ekki séð að sé "tær sem vatn", hvort sem pabbi hans er prestur eða ekki. Höskuldur hefur persónulega verið límdur við stefnu flokksins.

Ég veit ekki til að Sigmundur Davíð hafi persónulega tekið þátt í Kögunarmálunum eða öðrum vandræðalegum málum flokksins fyrr á tíð.

Hættum að vera sífellt að spyrða fólk við aðra og dæma það, eingöngu vegna skyldleika og spyrðum það frekar við aðra vegna eigin þáttöku eða samstarfs við þá.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband