Oddaaðstaða Framsóknar.

Framsókn hafði, þrátt fyrir mikið tap, ákveðna oddaaðstöðu á þingi eftir kosningarnar 2007. Á þetta benti ég í umræðum um úrslit kosninganna kvöldið eftir kosningarnar og taldi að í þessu fælust viss sóknarfæri fyrir flokkinn.

Formaður hans, sem komst ekki á þing fremur en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sem og forysta hans voru hins vegar svo vonsvikin að þau tók þann kost að líta ekki á þennan möguleika heldur láta reyna á áframhaldandi stjórn með semingi.

Raunar kom í ljós þegar forsaga Samfylkingarinnar var skoðuð, að stjórnarmynstrið sem upp kom, lá beinast við fyrir hana.

Nú hefur nýr formaður Framsóknar grafið upp þá exi sem staða flokksins hefur boðið upp á. Flokkurinn setur svo þröng skilyrði um kosningadaginn til þess að Valgerður og kó þurfi ekki að greiða atkvæði um Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrím með óbragð í munninum nema í nokkrar vikur.

Með tilboðinu um stjórnlagaþing og kosningar spilar Framsókn út sterku spili í augum margra sem hafa barist fyrir auknu lýðræði. Flokkurinn spilar þetta spil einn en ekki með Frjálslynda flokknum þótt slík samstaða fjögurra flokka hefði verið sterkari.

Og dagurinn er hárrétt valinn með tilliti til fundar Samfylingarinnar í kvöld. Nú mæna allra augu þangað sem aldrei fyrr.


mbl.is Vill verja minnihlutastjórn falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Framsókn virðist alltaf vera í oddastöðu, enda málefnalaus og reiðubúinn að sænga með hverjum sem er til að vera við völd.

Ransu, 21.1.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Upp dró fornmaður exi,
úr því Framsóknarpexi,
undir pilsinu á því hexi,
enginn þar lengur í rexi.

Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband