Aftur 1979 ?

Ætlar þetta að fara eins og 1979 þegar stjórn var slitið á fundi krata ? Vísa til bloggpistils míns frá í gær um það efni.
mbl.is „Stjórnarslit fyrir helgi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Maður hefur ekki undan að átta sig á atburðum síðustu klukkustunda. En að öðru, þetta er ótrúlega falleg mynd hjá þér á bloggsíðunni Ómar ...ég meina landslagsmyndin þótt þú sért samt ágætur sjálfur miðað við aldur og fyrri störf.

corvus corax, 21.1.2009 kl. 21:39

2 identicon

Jæja Ómar.. Kemur Íslandshreyfingin til meðað bjóða sig fram?

Heiðar S. Heiðarsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:47

3 identicon

Stundum hittir spaugstofan á réttann punkt og mynni á þáttinn þar sem var snúið aftur á bak um 30 ár.

Pólitíkin er skrítin tík sem hegðar sér á stundum eins og tík á lóðaríi. Það veit enginn hvert hún snýr sér en það verða breytingar í öllum flokkum á næstunni og hver sá flokkur sem ekki yngir upp og breytir um svip mun tapa miklu fylgi. Annars óttast ég það að Ingibjörg sé að fara af sjónarsviðinu og megi allir vættir forða okkur frá Össuri. 

Það hefur um of verið látið reka eftir vindi með eina stjórn við stýrið og aðra í vélarúmi. 

Tómas (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Spái því líka; sagan endurtekur sig 30 árum síðar.

Gísli Tryggvason, 21.1.2009 kl. 21:51

5 Smámynd: Liberal

Já, það verður aftur 1979. Vegna þess að sá flokkur sem bíður á hliðarlínunni og reynir að ræna völdum í gegnum byltingarsinna á þá ósk heitasta að hér verði allt þjóðfélagið eins og það var 1979.

VG vill óðaverðbólgu, ofurskatta, ríkisafskipti á öllum sviðum lífsins, og fyrirgreiðslupólitík. Lögð verður áhersla á sjálfsþurftarbúskap, leyfi þarf fyrir öllu og kommarnir munu heimta að fullkomin afskipti af daglegu lífi þegnanna. Einkaframtak verður bannað með öllu, bankar verða ríkisreknir (með tilheyrandi spillingu rétt eins og í den).

Já, Ómar, það verður aftur 1979. Við verðum komin til 2009 í kringum árið 2039. Hvað verður þú gamall þegar 21. öldin knýr dyra hér á landi? Þ.e.a.s. þegar kjarnorkuvetur kommúnistanna hefur liðið undir lok?

Liberal, 21.1.2009 kl. 21:52

6 Smámynd: eir@si

Ótrúlega falleg mynd á ótrúlegum stað sem aldrei nokkur mun nokkurn tíman sjá aftur ef ég þekki einhverja staði sem ég hef komið á.

eir@si, 21.1.2009 kl. 21:53

7 Smámynd: Sigurbjörg

Trúlega verður það

Sigurbjörg, 21.1.2009 kl. 21:55

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er nú fremur langsótt að kalla þá heimskreppu sem nú ríður yfir "kjarnorkuvetur kommúnismans." Annars hef ég reyndar heyrt því fleygt að flóðbylgjurnar sem riðu yfir Indónesíu og New Orleans hafi reynst vera andsk. kommúnistunum að kenna.

Það er svona liberal kenning.

Árni Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 22:00

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Liberal. Ætli það sé nú ekki frekar þessi ríkisstjórn sem bar mestu ábyrgðina á þessum kommúnisma þínum fyrir 30 árum, rétt eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 1995-2007 bera mestu ábyrgðina á núverandi ástandi hér:

Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 28. ágúst 1974 - 1. september 1978.

Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 22:10

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÞESSI STJÓRN ER FALLIN.

KVEÐJUKOSS Á ÞINGVÖLLUM.

HJÓNABANDIÐ VAR BARNLAUST.

Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 22:34

11 identicon

Þessi ríkisstjórn hefur beinlínis kappkostað að sýna fram á að henni sé ekki treystandi til þess að takast á við þau margvíslegu og gífurlegu vandamál sem við nú stöndum frami fyrir.

Það er einkennilegt með hann Geir Hilmar að hann afneitar stundum staðreyndum fram í rauðan dauðann.  Þess eiginleiki hans hafði gert vart við sig margoft á síðustu öld og olli nokkrum áhyggjum hjá mér og fleiri sjálfstæðismönnum.

Fannar (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:45

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er lausn á þessari stjórnarkreppu. Hún felst í því að gera þingið lýðræðislega starfhæft og snúa við valdahlutföllum í stjórnskipuninni. Þ.e. að aðskilja lögjafar og framkvæmdavald strax. Við það réðu ráðherrar ekki þinginu heldur þingið ráðherrunum. Þeir yrðu ekki þingmenn og þeim myndi því fækka í 52 eða svo.

Þá fyrst gæti þingið orðið að kröfum kjósenda. Þá gæti þingið rekið ráðherra. Þá gæti þingið ákveðið hvort rannsaka ætti tengsl stjórnmálamanna og spillingu. Þá gæti þingið rekið Davíð. Þá yrði fyrst lýðræði hér.

Þetta er akkilesarhællinn. Þingið er óstarfhæft og valdalaust og eru bara afgreiðlufólk á kassa ráðherranna og ríkistjórnarinnar. Verði þessu breytt, þá getur þingið samþykkt kosningardag. Þá fyrst gæti þingið haldið upplýsingastreyminu opnu. Þá gæti þingið ákveðið að hraða rannsókn  hrunsins og fá til sérfræðing. Ef ekki, þá gerist ekkert.

Það er engin lausn að stofna utanþingsstjórn eða þjóðstjórn með þessum göllum á lýðræðisfyrirkomulaginu. Það er bara ávísun á áframhaldandi stjórnarkreppu. Sammþykkt SF um að slíta stjórninni er ekkert annað en dulbúið valdarán þeirra tækifærissinna og evróputrúboða, sem ætla að nýta sér upplausnina til að komast að völdum. Hinar flokkskækjurnar munu stökkva í bælið með þeim.

Hér er handfylli ólátaseggja, sem ætla að knýja fram stjórnarslit án nokkurrar hugmyndar um hvað eigi svo að taka við eða raka um hvernig það leysir vandann.

Gamli gallinn á stjórkerfinu verður afram og við sitjum við sama trog ef því verður ekki breytt fyrst. Það sem vantar er starfhæft og lýðræðislegt þing, ekki hrófatildri þjóðstjórnar, sem enginn fær séð hver verður.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 22:51

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það þarf svo ekki að nefna að þá hefðu ráðherrar ekki prókúru ríkissjóðs til að kaupa sér fylgi fyrir kosningar, umfram og í trássi við fjarlög. Það er óskiljanlegt að það hafi viðgengist jafn lengi og raun ber vitni.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 22:53

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Myndin á bloggsíðu minni er á stað sem nú er á 150 metra dýpi vatns og leirs. Í fyllingu tímans (lónsins) verður þessi staður 150 metrum undir hinu leirfyllta lónstæði.

Íslandshreyfingin er tilbúin í slaginn með öðrum grasrótarhreyfingum utan þings með einum eða öðrum hætti þegar búið verður að stilla saman strengi hreyfinganna.

Meginstefna hreyfingarinnar frá upphafi var að vinna gegn þeirri skammtímagræðgi og ofríkis gagnvart komandi kynslóðum sem hefur komið okkur þangað sem við erum nú og mun fara ennþá lengra með okkur ef ekki verður hér lýðræðis- og hugarfarsbylting.

Það meginstef hefur aldrei átt meira erindi við þjóðina en núna.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband