Velkomin í hópinn á döprum degi.

Það er ekkert grín sem aldavinir mínir hjónin Simmi og Ella standa frammi fyrir nú. Þau hafa fyrir óvenjlega stórri fjölskyldu að sjá og fyrir bragðið var viðbúið að vinnuveitendur þeirra teldu sig hafa sterkari tök á þeim en flestum öðrum starfsmönnum.

Ég þekki það hvað það er að sjá fyrir stórfjölskyldu.

Nú er þetta ástand allt í kringum mig. Dóttir mín og maður hennar með sína 7 manna fjölskyldu urðu atvinnulaus í haust og með því að slá verðlaunaþáttinn Kompás af hefur annar tengdasonur minn líka orðið atvinnulaus. Ég þekki líka þá hlið mála sem Sigmundur talar um. Sjálfur gafst ég upp á óbærilegri sjálfsritskoðun 2006 eftir linnulausan þrýsting utan frá á mig og fréttastofu mína.
Hann hefti mig sífellt meir og mér fannst sárt að það bitnaði á vinnustað mínum.

Formaður Framsóknarflokksins tók mig á beinið að viðstöddum kvikmyndatökumanni og ítrekaði þá ásökun, sem opinberlega hafði verið sett fram 1999, að ég mig ætti að reka fyrir hlutdrægni og misnotkun á aðstöðu minni.

Hann lét þetta ekki nægja heldur hellti sé yfir fréttastofu RUV í leiðinni.

Engu skipti þótt ég segði honum að ítarleg rannsókn hefði sýknað mig af þessum ásökunum.

Dropinn, sem fyllti mælinn var síðan kvörtun fulltrúa Framsóknarflokksins í útvarpsráði yfir því að ég skyldi hafa flutt "neikvæða" frétt um Kárahnjúkavirkjun sömu helgina og ég flutti meðvitað jákvæða frétt um hana !

Eins og ég sagði kom þrýstingurinn á mig og fréttastofu RUV utan frá en ég þykist vita að þau Simmi og Ella hafi verið beitt þrýstingi innan frá.

Ég vann í sex og hálft ár á Stöð tvö og hef ætíð til hennar sterkar taugar. Oft þurfti að glíma við áföll en þetta er að mínu viti daprasti dagurinn í sögu stöðvarinnar. Nú er það ekki aðeins fjárhagur hennar sem heftir hana heldur hefur trúverðugleiki hennar verið á niðurleið.

Fjórðungur félaga í Blaðamannafélagi Íslands er nú atvinnulaus á sama tíma og aldrei hefur verið meiri þörf á öflugri og frjálsri blaðamennsku. Það er harmsefni sem og staða fjölmiðlunar almennt.

Við Simma og Ellu segi ég þetta: Þegar ég hitti ykkur næst ætla ég að faðma ykkur og segja við ykkur: Velkomin í hóp frjálsra Íslendinga. Ég veit hvernig ykkur líður. Þegar ég hætti í fréttamennsku fór um mig óvæntur og djúpur feginstraumur.
Í fyrsta sinn í 36 ár gat ég sagt nokkurn veginn allt sem mér bjó í brjósti. Ég var frjáls !


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Og nú spyr maður : Hversu lengi fær bloggið að vera frjálst ?  Það eru einhverjir sem eiga  búnaðinn sem notaður er...

Sævar Helgason, 22.1.2009 kl. 14:19

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sértu hræddur um að verða sviptur blogginu þínu hérna Sævar þá geturðu alltaf haft blogg annarsstaðar á sama tíma, þó ekki sé nema bara til að vista færslurnar á tveimur stöðum.

Baldvin Jónsson, 22.1.2009 kl. 14:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég legg til að frjálsir og óháðir féttamenn taki höndum saman og opni sinn eigin miðil. Þeir gætu byrjað á netinu og unnið sig upp í sjánvarp eða blað. Ég er viss um að þjóðin er tilbúin að borga fyrir óháða fjölmiðlun. Það er ég allavega og tel hana svo mikilvæga að ég myndi neita mér um brauð til að standa við bakið á henni.

Ég held að hrun gamla flokksræðisins og spillingarelítunnar hljóti að boða hrun hlutdrægrar fjölmiðlunnar. Það er í raun lykilatriði fyrir lýðræðið. Málfrelsið.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 15:21

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bloggið er sko ekkert frjálst Sævar. Ég var strikaður út af forsíðu fyrir að gagnrýna ritskoðun og höft við blog.is og Árna Matthíasson. Ég held áfram þótt enginn lesi bloggið mitt lengur, því ég er algerlega falinn. Ég veit að slíkur fasismi verður ekki langlífur og menn koma í manns stað.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 15:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

MOGGINN ER GJALDÞROTA, enda kominn út í Móa.

Engin þörf var á að byggja þessa flottræfilshöll þar og Mogginn hafði ALDREI efni á henni. Þangað kemur enginn nema fuglinn fljúgandi, eins og sést á öllum hvítu skítaklessunum utan á höllinni, en Björn Vignir Sigurpálsson á Mogganum sagði að miðbær Reykjavíkur myndi elta Moggann og flytja sig í Hádegismóana.

Napóleon bar beinin á svipuðum stað.

Þorsteinn Briem, 22.1.2009 kl. 15:30

6 identicon

Borga hvað.. ég er búinn að reka óháða trúmálafrettastöð í 2-3 ár ókeypis ;)

Árni Matt er andlit ritskoðunar á íslandi.. og mbl, munið hverjir og hvaða fyrirtæki ritskoðuðu og leyfum þeim ekki að þrífast á nýju frjálsu íslandi

DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svo dó Mogginn úr sulti seinni part vetrar,
það var sjálfsagt réttmætt og skynsamlegt af honum,
fyrst heimurinn smáð' hann. - Og hafandi glatað
þeim húsbónda, sem að forsjónin gaf honum.

Sú þraut var að sjálfsögðu þung fyrir Moggann,
en þetta var sjálfskaparvíti hjá honum,
er hann ákvað einn laugardag síðla sumars
að svíkja sinn herra og strjúka frá honum.

Þorsteinn Briem, 22.1.2009 kl. 16:16

8 Smámynd: Heidi Strand

Við getum farið í útrás.
Þegar ein dyr lokast opnast önnur.


Heidi Strand, 22.1.2009 kl. 16:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skuldir Árvakurs hf., útgáfufélags Moggans, 4,4 milljarðar króna:

Skýrsla Árvakurs um skuldir fyrirtækisins og fjölmiðlamarkaðinn.

Þorsteinn Briem, 22.1.2009 kl. 16:54

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lánasamsetning Árvakurs hf.:

Glitnir: Lán vegna prentsmiðju 2,76 milljarðar króna, veðlán.

Glitnir: Önnur veðlán 444 milljónir króna.

Glitnir: Fjárfestinga- og rekstrarlán 332 milljónir króna, óveðtryggt með ábyrgð eignarhaldsfélaga hluthafa.

Landsbankinn: Fjárfestinga- og rekstrarlán 897 milljónir króna, óveðtryggt með ábyrgð eignarhaldsfélaga hluthafa.

Samtals 4,433 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 22.1.2009 kl. 17:07

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Frjáls undan oki auðjöfra", segir Sigmundur. Það má skilja orð hans svo að tjáningarfrelsi hans hafi verið settar skorður í starfi sem fréttamaður á stöðinni. Það er full ástæða til að spyrja hann nánar út í þetta atriði.

Var hann búinn að vera óheiðarlegur gagnvart almenningi lengi, sem fréttamaður?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 17:30

12 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

þið eruð blindir ef þið hafið ekki séð hvað allur fréttaflutningur er litaður af jákvæðri esb umræðu +samfylkingar áróðri+hatri á vissum embættismönnum= Jón Ásgeir eigandi

Baldur Már Róbertsson, 22.1.2009 kl. 18:24

13 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hann er sár sannleikurinn Ómar. Það ertu búinn að fá að reyna og margir aðrir. En þjóðin vill heyra sannleika málsins eins og hann er. Ef síðan Geir Haarde finnst þjóðin vera farin að þrengja að honum segi ég nú bara: "Sárt býtur soltin lús"

Baldur Gautur Baldursson, 22.1.2009 kl. 18:45

14 Smámynd: Adolf Dreitill Dropason

Heyr heyr

Það þarf að sýna alvöru fréttamennsku og spyrja krefjandi spurninga.  Oft finnst manni fréttir vera einhliða frásögn og ritskoðuð fréttamennska.

Adolf Dreitill Dropason, 22.1.2009 kl. 23:22

15 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það sést vel á stuttu myndskeiði hér að formaður Framsóknarflokksins vildi sem minnsta umfjöllun.  Það sama gilti um formann Sjálfstæðisflokksins.  Þeim varð að ósk sinni enda fattaðist stærð málsins varla meðan það var að keyrast í gegn á árinu 2002 og fram á 2003.  Það var til dæmis enginn Kastljósþáttur um Kárahnjúkavirkjun árið 2002 fyrr en 9. desember eftir að Impregilo var búið að koma með sitt "góða" boð.

Pétur Þorleifsson , 23.1.2009 kl. 06:40

16 Smámynd: Guðni Ólason

Útaf með Árna Matt. Oj bara!

Guðni Ólason, 25.1.2009 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband