Hvaða Steingrímur Steinþórsson er í spilunum ?

Tvennt athyglisvert gerðist eftir Alþingiskosningarnar haustið 1949. Þegar stjórnarmyndunarviðræður höfðu dregist á langinn og Ólafur Thors, forsætisráðherra starfsstjórnar sem var minnihlutastjórn flokksins, vildi rjúfa þing, neitaði forseti því.

Líklegast var það vegna þess að svo stutt var frá síðustu kosningum og ekki var hægt að sjá að neitt myndi breytast með nýjum kosningum. Sveinn Björnsson lét því Ólaf reyna til þrautar að ná lendingu um ríkisstjórn með hótun um utanþingsstjórn ella, og með því var settiur mikill þrýstingu á Ólaf sem var ávallt ósáttur við það að Sveinn Björnsson skyldi mynda utanþingsstjórn 1942.
Nðurstaðan varð myndun sterkrar ríkisstjórnar, og hvorki Ólafur né Hermann Jónasson leiddu þá stjórn, heldur Steingrímur Steinþórsson þingmaður og búnaðarmálastjóri.

Nú er því hægt að spyrja: Hver er sá Steingrímur Steinþórsson sem leynist úti í bæ og gæti hoggið á hnútinn nú ?
Er það Jón Baldvin? Varla.

Þingrofin 1931 og 1974 voru framkvæmd eftir að lengri tími hafði liðið heldur en leið 1949 á milli kosninga.

Þessi þingrof voru í raun brot á þingræðinu vegna þess að hugsanlega var hægt að mynda ríkistjórn sem hefði meirihluta þings á bak við sig, einkum 1974. Í fyrsta sinn á forsetaferli sínum þarf Ólafur Ragnar nú að nota alla sína miklu menntun og reynslu í stjórnmálum til þess að vera tilbúinn til þeirra réttustu aðgerða, sem hægt er af hans hálfu að grípa til.

Ásgeir Ásgeirsson réði miklu um myndun minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins í desember 1958. Forsetinn getur ráðið býsna miklu ef svo ber undir.

P.S. Nú gerast atburðir svo hratt að þessi bloggpistill er að mestu orðinn úreltur á aðeins tíu mínútum. Og nú kemur í ljós að Jóhanna Sigurðardóttir hafi verið þessi Steingrímur Steinþórsson.


mbl.is „Þurfum öfluga starfsstjórn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sonarsonur og alnafni Steingríms ætti að geta tekið við þessu, en hann er reyndur í andófsaðgerðum frá fyrri tíð og hefur nú setið á friðarstól um stund og leitt bókaútgáfuna Skruddu (ásamt fleiri úrvalsfyrirtæki).

Ég held að við höfum þar rétta manninn!

Torfi Kristján Stefánsson, 26.1.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Einar Indriðason

Er Ólafur Ragnar ekki prófessor í Stjórnmálafræði?

Einar Indriðason, 26.1.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband