Vissi Steingrímur J. um Jóhönnu ?

Stjórnmálaflokkar nota oft þá aðferð í viðræðum sínum að haga þeim þannig að þær fari ekki fram beint á milli formanna flokkanna, heldur í gegnum milliliði svo að þeir geti sagt án þess að skrökva að hafa ekki hist, samanber ummæli Steingríms J. í dag um að hann hefði ekki talaði við Ingibjörgu Sólrúnu síðan hún fór til Svíþjóðar.

Skyldi Steingrímur hafa frétt af útspili Ingbjargar Sólrúnar hvað snertir Jóhönnu Sigurðardóttir eftir leynilegum leiðum?

Eða þurfti Ingibjörg þess ekki við að neinn vissi af þessu vegna þess hve þetta var snjall leikur ?

En nú kemur endanlega í ljós að það var ekki tilviljun að varaformaður Samfylkingarinnar tók ekki þátt í fjögurra manna viðræðum stjórnarflokkanna í gær. Ingibjörg segir beinum orðum að Jóhanna sé forsætisráðherraefni flokksins að sér frátaldri, - ekki varaformaðurinn.


mbl.is Jóhanna næsti forsætisráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði það ekki þótt vera einhvers konar útspil alveg sama hvern hún hefði valið?

Nú er Jóhanna Sigurðardóttir yfirþyrmandi traustverðugasti ráðherrann og klárlega duglegasti. Mér finnst aðeins of mikil pólitík lesin í þetta hjá Ingibjörgu, því jafnvel þó þetta hafi verið einhvers konar útspil þá stendur það eftir að Jóhanna Sigurðardóttir er sennilega besta valið.

Ég hefði líka haldið að sú staðreynd að Ingibjörg hafi *ekki* einfaldlega valið varaformanninn vera til marks um að þetta sé *ekki* pólitískt útspil heldur viðurkenning á frábærum störfum Jóhönnu og traustsins sem hún njóti.

Ég hafði aldrei neitt sérstakt álit á Jóhönnu Sigurðardóttur fyrr en hún komst í ríkisstjórn, reyndar fannst mér hún alveg hrikalega leiðinleg og dauð, en hún er algerlega búin að sanna sig fyrir mér. Mér líst mjög vel á að fá hana í forsætisráðuneytið. Hún er dugleg, hreinskilin, reynd og traustverðug.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:19

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Utanþingsstjórn er svarið sem fjöldinn vill.

Hér er mín tillaga:

http://thj41.blog.is/blog/thj41/entry/784671/

Þór Jóhannesson, 26.1.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála um utanþingsstjórnina eða að minnsta kosti blandaða ríkisstjórn.

Það ber öllum saman um dugnað Jóhönnu Sigurðardóttur sem er einstakur sem og áhugi hennar og brennandi hugsjónir.

Hún er búin að sitja í nógu mörgum ríkisstjórnum til þess að hafa kynnst verkstjórn forsætisráherra og nógu lengi er hún búin að sitja á þingi til að hafa reynslu þaðan.

Þegar landsliðið í knattspyrnu var stokkað upp eftir 14:2 ósigurinn og nýr þjálfari fenginn, var Hemmi Gunn samt áfram í liðinu.

Sama á við Jóhönnu.

Ómar Ragnarsson, 26.1.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband