1979 og 2009.

Það kemur í ljós sem ég ræddi um í bloggpistli eftir fund Samfylkingarfélagsins í Reykjavík að hann væri nákvæmlega sams konar fundur og yrði líklega með sömu afleiðingum og fundur krata í Reykjavík fyrir stjórnarslitin haustið 1979.

Í bæði skiptin var formaður kratanna erlendis og órólega deildin fór þá svo sannarlega á kreik og skóp atburðarás sem ekki var hægt að snúa við.


mbl.is Baksvið: Þingvallastjórnina þraut örendið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkynhneigð kona verður nú forsætisráðherra hér í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi Framsóknar. Ég óska öllum Íslendingum til hamingju með það og Jóhönnu alls hins besta.

Jóhanna Sigurðardóttir,
fædd í Reykjavík 4. október 1942. Maki (15. júní 2002) Jónína Leósdóttir (fædd 16. maí 1954), blaðamaður og leikskáld. Synir Jóhönnu og Þorvalds Steinars Jóhannessonar: Sigurður Egill (1972), Davíð Steinar (1977). Sonur Jónínu: Gunnar Hrafn Jónsson (1981), bloggari hér á Moggablogginu og fréttamaður á Sjónvarpinu.

Bankastjórn Seðlabankans hættir og ný tekur við nú um mánaðamótin.

Síðasta verk yfirstandandi Alþingis verður að breyta Stjórnarskránni (21. greininni) og fyrsta verk nýs þings verður að staðfesta breytinguna.

Viðræður Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefjast strax eftir alþingiskosningarnar, sem verða í apríl eða maí.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður ári síðar, vorið 2010, og Ísland gengur í Evrópusambandið 1. júlí 2010 eða 1. janúar 2011.

Líkur 10:1. Veðbankinn hefur tekið til starfa.

Skríllinn molaði frjálshyggjuvélina og stendur nú á rústum hennar.

Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Sævar Helgason

Steini minn

Já "við skríllinn " höfðum þetta af.  Þú varst ekki bjartsýnn á gang mála þegar  ég gerði ath. við eina af þínum færslu hér.   Þetta var staðhæft 23.janúar 2009 :

"Steini Briem

Þú er bjartsýnn á að stjórn Seðlabankans sem nú er starfi til 9.maí 2009 og stjórn fjámálaeftirlits starfi einnig til þess tíma.  Ásamt öllum núverandi ráðherrum.

Ég held að þetta fólk verði allt saman farið úr sínum stólum um mánaðarmót jan.-feb. 2009 .  Gríðarlegar kröfur samfélagsins og einnig fjármálaheimurinn erlendis er sömu skoðunar... Atvinnulífið og heimilin í landinu þurfa fjármuni á allra næstu dögum.. á meðan núverandi stjórnir eru í þessum stofnunum..lánar okkur enginn pening...þetta lið er öllu trausti rúið..."

Svona er hraðinn mikill...

Sævar Helgason, 26.1.2009 kl. 21:40

3 identicon

Ómar, fólk vill þig í umhverfisráðuneytið og óneitanlega sé ég það helst gerast, gangiru til liðs við VG. Efnahagsmálin verða á oddinum í kosningunum og þess vegna efast ég um að Íslandshreyfingin komist til áhrifa. En auðvitað getur allt gerst.

birgir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er með eindæmum þunglyndur, enda þótt ég sé bjartsýnn að eðlisfari, Sævar minn.

En Geir Haarde er ennþá forsætisráðherra og þar af leiðandi er Davíð Oddsson ennþá seðlabankastjóri.

Óperan er ekki búin fyrr en sú feita hefur sungið sitt síðasta.

Og þá getum við loks farið og dottið í það með stelpunum, Sævar minn.

En þá byrjar Ómar Ragnarsson að drekka.

Hann talar svo mikið um áfengi hérna á blogginu að ísskápurinn þarf helst að vera fullur af bjór á hverjum morgni.

Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 22:03

5 Smámynd: Sævar Helgason

Steini minn

Það eru ennþá 5 daga til mánaðarmóta... þannig að það er nægur tími. En þetta er allt að gerast . Þó held ég að þú klikkir á þessum með drykkjuna hjá honum Ómari...

Sævar Helgason, 26.1.2009 kl. 22:09

6 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Ég er alveg klár á því að hann Ómar er alkóhólisti af verstu sort, hann er bara ekki byrjaður að drekka, og ég vona hann byrji aldrei. Ég vil hann sem Umhverfisráðherra í stjórn vinstri manna. Kannski Íslandshreyfingin hafi átt svo erfitt út af því hversu takmörkuð áherslumálin eru.... Allir eiga að einbeyta sér að því sem þeir gera best...Þannig björgum við okkur. Ég er viss um það.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 26.1.2009 kl. 22:25

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég spjallaði við lögguna niðri á Alþingi í dag og hún heldur að þetta sé búið núna.

Sex löggur
slasaðar, engin þó brotin og engin lengur á sjúkrahúsi.

Ein þó svo hrædd að hún gengur með veggjum.

Mætir ekki í vinnuna næstu dagana.

Bíbí dómastrumpur
hættir annað kveld.

Allt er gott sem endar vel, sagði löggan.

Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 23:16

8 Smámynd: Hlédís

Góð uppástunga! Ómar í umhverfisráðuneytið. eftir kosningar, ef ekki fyrr.

Hlédís, 27.1.2009 kl. 11:23

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála, Ómar í umfó.

Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband