Báðir stjórnarflokkarnir brugðust.

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin bera bæði ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í stjórn landsins síðan þessi flokkar mynduðu ríkisstjórn í júní 2007 þótt ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sé sýnu meiri.

Sjálfstæðisflokkurinn leiddi þessa ríkisstjórn sem stærsti flokkur þjóðarinnar og hélt fast í það valdakerfi og þá stefnu sem flokkurinn hefur fylgt í 17 ára slímsetu sinni á valdastólum og fólst í sjálftöku- og oftökustjórnmálum og blindri trú á villt frelsi í fjármálum. 

Sú stjórn, sem nú virðist í burðarliðnum, hefði átt að vera mynduð eftir kosningarnar 2007 í kjölfar þess að þáverandi stjórnarflokkar í heild töpuðu fylgi og að í raun var þá orðið löngu tímabært að gefa Sjálfstæðisflokknum frí eftir allt of langa stjórnarsetu. 

Ég benti á oddaaðstöðu Framsóknarflokksins í Sjónvarpsumræðum kvöldið eftir kosningar en þáverandi forysta Framsóknarflokksins var ráðvillt og ekki hafði orðið sú brýna endurnýjun sem nú hefur komist á þar á bæ.

Samfylkingin brást með því að selja Fagra Ísland fyrir baunadisk og standa að því með Sjálfstæðisflokknum að viðhalda þeirri sjálfgræðistefnu spillingarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk að ástunda áfram óáreittur í skjóli Samfylkingarinnar. 

Samfylkingin flaut að feigðarósi í stjórnarsamstarfinu í ljúfu faðmlagi við þá sem hún hafði áður kallað höfuðandstæðinga sína og viðskiptaráðherra hennar axlaði fyrstur ábyrgð.

Nú kemur í ljós að í raun var hann einn um það. Hinir ráðherrarnir munu hins væntanlega sitja áfram eins og ekkert hafi í skorist. 

Ég bloggaði nýlega um þrá Samfylkingarinnar til að vera "stjórntæk" og hefur birst í því að vera reiðubúin til að snúast eins og vindhanar í grundavallamálum eins og Kárahnjúkamálinu.

Það er rétt hjá Geir að Samfylkingin hefur hangið á því lími sem Ingibjörg Sólrún hefur verið, en rétt eins og 1979 notaði sundurleit grasrót flokksins tækifærið þegar formaðurinn var fjarri til að gera uppreisn. Samfylkikngin var þá ekki stjórntækari en það að formaðurinn mátti ekki bregða sér af bæ án þess að allt færi í háaloft.  

Og líklega er það rétt hjá báðum formönnunum þegar þeir lýsa óeiningu innan fyrrverandi samstarfsflokks. Davíð stóð eins og biti í hálsi Sjálfstæðismanna og það og fleira tafði fyrir því að þeir gætu tekið á ýmsum málum og leyst deiluefni flokkanna. 


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Megi nýjir tímar boða önnur gildi og forða okkur frá því að fleiri bitar náttúru verði seldir fyrir baunadós.

Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 11:04

2 identicon

Enn Ómar!

Urðu ekki einhverjir að svara kalli fólksins í landinu. Varð það ekki að gerast á fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Eins og Spaugstofan setti þetta svo ágætlega upp þá voru menn heyrnarlausir, sjónlausir og mállausir. Það varð að taka af skarið og stinga á blöðruna. Og hver seigir að þetta hafi verið í ókökk Ingibjargar Sólrúnar í raun.

Ef að þú ert herforingi á vígvellinum og ætlar að koma þínu fólki í gegnum orrustu þá verða þú að huga að ýmsum leiðum að markinu.

Fólk verður að vera klógt til að lifa af og hlusta á hvað umhverfið og fólkið í landinu segir þér.

Það varð hér byllting og Sjálfstæðisfloknum var byllt af valdastóli.

þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég segi hér á undan að Sjálfstæðisflokkurinn beri höfuðábyrgð á því hvernig komið er. En hjálparhellur hans, Samfyllkingin og þó einkum Framsóknarflokkurinn áttu líka sinn þátt í þessu.

Ómar Ragnarsson, 27.1.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband