Í fyrsta sinn: Utanþings kona ráðherra.

Ef Björg Thorarensen verður dóms- og kirkjumálaráðherra verður það í fyrsta sinn sem kona utan þings verður ráðherra. Þetta er skref í rétta átt en miðað við allt það sem breyta þarf í íslensku samfélagi, stjórmálum og löggjöf, er þetta þó aðeins hænufet.

En þúsund mílna hefst á einu skrefi segir kínverskt máltæki.


mbl.is Ríkisstjórnin kynnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er örugglega skemmtilegt koddahjalið á því heimili.  Maðurinn hennar er hæstaréttardómari!!

Er það í lagi?  Er það í rétta átt?

Grétar (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:52

2 identicon

Ef hún er eins góð persóna og foreldrar hennar, sem ég fékk þann heiður að kynnast af góðu einu á síðasta áratug, þá er þetta góður einstaklingur í hlutverkið. Hef átt lítilsháttar samskipti við hana, þegar hún vann í utanríkisráðuneytinu í upphafi þessarar aldar, og hef ég ekkert nema gott um þau samskipti að segja. Vonandi mun hún ekki láta hjá líða að kafa djúpt ofan í kjöl þeirra mörgu mála sem vissulega þarf að taka á, hér á næstu vikum og mánuðum. Ég held amk. í vonina um réttsýni og réttlæti fái að ríkja í dómsmálaráðuneyti samfélags okkar á næstu vikum.

Skorrdal (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björg Thorarensen , kennari minn í lagadeild Háskóla Íslands, er eðaldama, en ég er nú ekki viss um að Ólafur Ragnar Grímsson verði hrifinn af því að hún verði dómsmálaráðherra, þar sem hún hefur sagt að halda mætti því fram að forseti Íslands heyri undir forsætisráðuneytið.

Ólafur Ragnar mælti hins vegar með að í þessari starfsstjórn yrðu 1-2 ráðherrar, sem ekki ættu sæti á Alþingi. Það kemur því vel á vondan að vera að skipta sér af þessu atriði, enda er nú Björg Thorarensen tæpast hrifin af því.

Gylfi Magnússon er fyrrverandi starfsfélagi minn af Mogganum og þar að auki KR-ingur af sál og líkama en einkum þó sál.

Þessi ríkisstjórn mun því ekki aðeins bjarga Íslandi, heldur öllum heiminum, þannig að ég óska honum til hamingju með hana.

Sérstaklega þó Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en ekki lögfræði.

Þorsteinn Briem, 30.1.2009 kl. 13:04

4 identicon

Ég verð að biðjast velvirðingar; ég átti við Dómsmálaráðuneytið - ekki Utanríkisráðuneytið, í minni fyrri athugasemd. Vona að mér sé fyrirgefið það misminni, enda 8 ár síðan, eða svo...

Skorrdal (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband