Textinn og lagið "Saga Jóhönnu."

Ég var spurður á sjötta tímnum í dag hvort ég gæti ekki sett lagið "Saga Jóhönnu" á netið, en viðkomandi hafði heyrt lagið spilað í útvarpinu. Þetta minnti mig á að hingað til hef ég ekki búið yfir þeirri kunnáttu að geta sett myndir eða tónlist inn á bloggið mitt svo að ég ákvað að bæta nú loksins úr þessu og þótt fyrr hefði verið.

Fór í það að gera þetta hvort tveggja í bloggpistli fyrr í kvöld.

Með hjálp Láru dóttur minnar gekk ljósmyndarmálið vel en innsetning lagsins hefur vafist fyrir okkur í allt kvöld vegna forritavandamála. Var þá ekki ónýtt að fá hjálp frá tengdasonum mínum, Hauki Olavssyni og Inga R. Ingasyni.

Og rétt í þessu skilst mér að málið sé leyst og hægt sé að opna lagið hér fyrir neðan textann og einnig fyrir neðan fyrri bloggpistilinn. Og ljósmyndina má sjá og stækka út úr bloggpistlinum fyrr í kvöld.

Útsetningu, undirleik, upptöku og hljóðblöndun annaðist Vilhjálmur Guðjónsson.

SAGA JÓHÖNNU.

(Með sínu lagi og eftirlíkingu af rödd Jóhönnu)

"MIinn tími mun koma" ég sagði eitt sinn
er sigur mér tókst ekki að vinna í slag við formanninn.
Þau sögðu mig búna að vera og eiga enga von
en "minn tími mun koma" ég söng lon don,
"já, minn tími mun koma, Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki virtist gatan greið.
Í nýjum flokki fann hún leið.
Fýrar háðskir fóru á skeið, -
um flokkinn ortu á þessa leið:

Eins og verkur í baki
í ástarleik með rúmbraki
eða blettur í laki
er hann, þessi Þjóðvaki.

Og árin liðu og liðu og liðu, uns góðar fréttir loks mín biðu.

Nú samherjarnir syngja er þeir taka mér höndum tveim:
"Ég er hýr og ég er góð, Jóhanna er komin heim."
Ég uppreisn fékk um síðir. Sælan er yndisleg
því sá sem mig vann um árið komst aldrei eins langt og ég.

Því ætla ég að segja að sumir ættu að þegja.
Það saknar þeirra enginn, ó, Gölli Valdason.
Og sá hlær best sem síðast hlær, nú syng ég lon og don:
Minn tími er kominn, Jón Baldvin Hannibalsson !

Minn tími er kominn!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kúlt!

Þorsteinn Briem, 30.1.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Sævar Helgason

Takk fyrir þetta- ekki veitir af einhverri hugljómun eftir hrun Ný Framsóknar

Sævar Helgason, 30.1.2009 kl. 23:18

3 Smámynd: Offari

Takk fyrir.  Fyrst hennar tími kom geri ég mér líka vonir um að minn tími muni koma.

Offari, 30.1.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott lag, búinn að hlusta á það hjá Dr. Gunna :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.1.2009 kl. 09:29

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Flott lag

Þórður Ingi Bjarnason, 31.1.2009 kl. 10:23

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

heyrði þetta í útvarpinu, snilld.

S. Lúther Gestsson, 31.1.2009 kl. 10:49

7 identicon

Alltaf góður! Takk fyrir þetta.

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:24

8 identicon

Ömulegt glatað

Stjáni (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:40

9 identicon

Alveg frábært!  Takk fyrir.

audurm (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:50

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Alltaf góður.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.2.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband