Bæta þarf þúsunda milljarða tjón.

Hrun trausts og heiðurs íslensku þjóðarinnar um víða veröld er hægt að meta á þúsundir milljarðar króna vegna þess að í alþjóðasamfélagi nútímans getur enginn þrifist án þess að njóta trausts og virðingar.

Setningin "við borgum ekki" sem spiluð var aftur og aftur í ljósvakmiðum um allan heim var dýrasta setning Íslandssögunnar. Í samaburði við það tjón er kostnaður af starfslokasamningum eða málaferlum vegna hreinsunar í Seðlabankanum nánast ekki neitt.

Þótt þessi kostnaður næmi 100 milljónum króna er sú upphæð langt innan við þúsundasta hluta af heildartjóninu.


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hvað heldur þú að þessi öskur og læti á Austurvelli sé búinn að skaða ímynd þjóðarinnar og fæla marga ferðamenn frá að koma hingað.

Ragnar Gunnlaugsson, 2.2.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Grísirnir þrír búa saman og njóta lífsins. Þeir hafa búið til hús sem úlfarnir hafa enn ekki náð að blása niður eða ráðast inn í, hvað sem þeir reyna, og eru grísirnir því áhyggjulausir með öllu.

Dag einn finna þeir körfu við dyrnar hjá sér og í henni er lítill úlfur. Í stað þess að hræðast ákveða þeir að ala úlfinn litla upp en gera sér enga grein fyrir því að koma litla úlfsins er í raun hluti af stórri og skuggalegri áætlun samtaka úlfanna um að koma grísunum þremur loksins fyrir kattarnef."

Þorsteinn Briem, 2.2.2009 kl. 21:31

3 identicon

Ómar.

Nú er ég þér hjartanlega ósammála.

Að  krefjast brottrekstrar Seðlabankastjóranna er algjörlega út í hött.

Seðlabankastjórarnir hafa, ítrekað, staðið í stykkinu og varað stjórnvöld við.

Að reka þá fyrir að benda á sukkið og fáranleikann í útrásinni er sambærilegt við að þegja í hel ummæli barnsins í Nýju fötunum Keisarans, .."en hann er nakinn"..

Seðlabankastjórarnir eru saklausir af handvömm og klaufaskap. nema kannski þeim að hafa ekki sagt af sér með brauki og bramli þegar ríkisstjórnarráðandi "meirihluti" (lesist ISG) neitaði að taka mark á varnaðarorðum þeirra, en valdi þá "þægilegu alltumkostandi jáleið "að trúa??" bankastjórum/eigendum bankanna/útrásarruslaralýð ", viðskiptabankaforkólfum, sem hafa mergsogið þjóðina og vilja láta hana líka greiða fyrir "glæpsamlega glæframennsku sína", í staðinn fyrir að taka mark á vel völdum varnaðarorðum Seðlabankans.

Trúverðugleiki Seðlabankastjóranna á ekki að marka af eintómri, afar, svo ekki sé meira sagt, neikvæðri umfjöllun fjölmiðlamanna, seljandi neikvæðar úrtölufréttir, bæði hérlendis en ekki síst erlendis.

Fagmennsku er mikið meira en nóg af í Seðlabankanum, þar starfa afar hæfir starfsmenn, í tugatali, með tilhlýðilega sérfræðimenntun í hagfræði , peningamálum og því sem til þarf. Starfsmenn bankans koma sínum viðhorfum ágætlega til skila við bankastjórnina og þeirra sjónarmiðum er tekið mark á, þvert á það sem almenningur trúir og heldur.

Ég a.m.k vil trúa því að Framsóknarflokkurinn muni ekki falla í gryfju "órökstudds populisma" í þessu máli, þá  held ég að hann muni missa heilmikið af trúverðugleika sem ábyrgur aðili í stjórnmálum landsins. Það væri vont upphaf hjá "nýrri" flokksforystu hans.

Ómar.

Notaðu nú skynsemina. Hennar er frekar nú þörf en oft áður.

Kveðja.

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:57

4 identicon

Það þarf ekki að vera kostnaðarsamt að losna við Seðlabankastjórana. Bara gefa þeim sömu svör og félagsmenn BSRB fá nú þegar þeirra samningar verða lausir: Sorry, ekki til peningar.

Ella Lee (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:25

5 identicon

Hvað gerist ef Davíð Oddsson fer úr Seðlabankanum? Fellur gengið þegar og ef hann fer úr bankanum? Fer verðbólgan algerlega úr böndunum ef hann yfirgefur seðlabankastólinn? Eitt er víst að þetta er gott mál til að búa til umræðu í fjölmiðlunum til að dreifa athygli kjósenda frá lýðræðisumræðunni

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:43

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú, þegar verið er að endurmeta stjórn peningamála, kemur það sama upp og hjá gagnrýnendum Seðlabankastjórnarinnar.

Peningamálastefna bankastjórnarinnar hélt uppi fölsku hágengi krónunnar sem hvatti fólk til að kaupa varning, allt frá flatskjám upp í ofurbíla og glæsivillur með allt að 40% afslætti.

Rangt gengi leiddi af sér hrikalega skuldsetningu sjávarútvegsins sem þurfti að bera kostnaðinn af hágengi krónunnar og hefur valdið því að sjávarútvegurinn er við dyr gjaldþrots.

Stýrivaxtastefnan virkaði ekki því að stór hluti lána landsmanna var erlendis. Hún leiddi til innrásar braskara í formi svonefndra jöklabréfa sem hanga nú eins og Daemoklesar-sverð yfir þjóðinni og heldur okkur ásamt öðru í gjaldeyrishöftum.

Bankinn liðkaði um bindiskyldu bankanna.

Davíð Oddsson tafði fyrir aðstoð IMF og ummæli hans á síðasta ári sem borin hafa verið saman við það sem gerðíst í raun sýna að hann var í engu sambandi við veruleikann.

Síðan mætti bæta því við að kerfið sem hrundi yfir okkur, kerfi sjálftökustjórnmála, oftökustjórnmála og spillingar var fyrst og fremst verk Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar.

Skepnan reis gegn skapara sínum !

Ómar Ragnarsson, 2.2.2009 kl. 22:49

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vil bæta því við að hágengisstefna Seðlabankans var hvati þess að íslensk heimili urðu þau skuldsettustu í heimi og að skuldir heimilanna fjórfölduðust og skuldir fyrirtækjanna þrefölduðust.

Og Seðlabankinn skellti árum saman skollaeyrum við aðvörunum manna eins og Þorvaldar Gylfasonar um það að efla gjaldeyrisforðann.

Ómar Ragnarsson, 2.2.2009 kl. 22:52

8 identicon

Úrdráttur úr grein eftir undirritaðan ,,Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið'' sem birtist í Morgunblaðinu Sjómannadaginn 6.júni 2004

 ..Eins og sjá má á þjóðmálaumræðunni í dag hafa erlendar skuldir landsmanna vaxið langt umfram getu okkar litla hagkerfis eftir inngönguna í EES og hafa þær aldrei verið meiri. Góðæriskenningin á sínar rætur frá þessari þróun, skuldir undirstaðan þótt þeirra væri aldrei getið í sjálfum málflutningnum þ.e.a.s. þeirra sem studdu EES-samninginn. Sannarlega hafa þær verkað sem driffjöður á lífæð hagkerfisins hér á landi, já, hér er verið að tala um skuldir, sem jafnframt hafa verið stór þáttur stöðugleikans, svokallaða. En hvar er hin raunverulega framleiðni?

Uppsveifluna í efnahagslífinu má rekja að mestu leyti til uppbyggingar á Reykjavíkursvæðinu sem varð til vegna landsbyggðarflóttans sem hefur verið mikill síðustu tvo áratugina. Hornsteinn þessarar þróunar, (landsbyggðarflóttinn annars vegar og fjármagnsstreymið til uppbyggingar hér syðra hins vegar) var lagður með kvótabraskkerfinu sem tryggt var svo í sessi með aðildinni að EES-samningnum, áratug síðar. Þetta gerði hinum fáu útvöldu kleift að fjármagna mestu búsifjan af mannavöldum í sögu þjóðarinnar. Alls kyns spákaupmennska hefur rutt sér til rúms síðustu árin þar sem arður er gerður úr væntingum og greiddur út í milljörðum til réttra aðila. Þetta hefur verið að gerast í íslensku atvinnulífi og nú síðast í sjávarútveginum á Akureyri, sem tekið sé dæmi.

Sameiningarferli íslenskra fyrirtækja undir nafninu ,,Hagræðing" er eingöngu til þess fallið að fyrirtækin geti haldið sjó á meðan þau eru að ná þeim stærðum á markaðinum að þau verði góður fjárfestingarkostur fyrir stóru erlendu fjárfestana sem bíða handan við hornið. Lykillinn til að ná þessum markmiðum endanlega er innganga okkar í ESB svo að erlendir fjárfestar geti eignast hér áhrif og völd í framtíðinni í okkar annars auðuga landi. Með inngöngunni myndu hinir fáu útvöldu áskotnast mikið fé við að selja auðlindir íslensku þjóðarinar ásamt réttindum til lands og sjávar sem þeir hafa verið að sölsa undir sig síðustu misserin gegn vilja þorra landsmanna.

Íslenskum útflutningsfyrirtækjum er fyrirmunað að stunda sjálfbæran og heilbrigðan atvinnurekstur svo sem í sjávarútvegi og iðnaði. Þau heyja allt að því vonlausa baráttu vegna kvótabrasksins og hás gengis íslensku krónunnar en í staðinn hefur rekstrargrundvelli þeirra verið haldið gangandi með stöðugu flæði af erlendu lánsfé inn í hagkerfið. Gjaldþrot hafa verðið með mesta móti á síðasta ári og sér ekki fyrir endann á þeirri óheillaþróun. Samtök iðnaðarins hafa staðfest flótta iðnfyrirtækja frá Íslandi. Þreytumerki hafa líka komið fram hjá fyrirtækjum sem framleiða gjaldeyrissparandi vörur fyrir innanlandsmarkað og eru í samkeppni við innfluttar vörur sem eru ódýrari en ella vegna gjaldeyrisútsölunnar. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Sveinn Hannesson vísaði til þeirra staðreynda í Viðskiptablaði Mbl. 26. febrúar s.l. þegar hann sagði að mörg fyrirtæki væru í rekstri þrátt fyrir að í raun væru þau löngu orðin gjaldþrota. Þar kom einnig fram að Samtök iðnaðarins teldu að full aðild að ESB og upptaka evru væri besta vörnin til að bæta markaðsstöðu íslenskra útflutningsfyrirtækja. ''

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

P.S. Í dag er það sannað að EES samningurinn setti Ísland á kaldan klaka

B.N. (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:12

9 identicon

 Úrdráttur úr grein eftir undirritaðan ,,Íslenska þjóðin í álögum kvótans'' sem birist í Fréttablaðinu 19.maí 2005

 ,,Undirritaður óskar eftir að hagfræðingar stígi nú fram á ritvöllinn og útskýri fyrir þjóðinni hvað sé að gerast og hvað sé framundan.''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

P.S. Í dag eru margir hagfræðingar með skoðanir hvað skal gera opinberlega eftir bankahrunið. Því miður ekki fyrr!!!!

B.N. (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:26

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alls yrðu laun bankastjóra Seðlabanka Íslands 170 milljónir króna það sem þeir eiga eftir af skipunartíma sínum, miðað við laun þeirra nú. (Davíðs Oddssonar 57 milljónir, Eiríks Guðnasonar 47 milljónir og Ingimundar Friðrikssonar 66 milljónir.)

Bankastjórar Seðlabankans eru skipaðir til sjö ára í senn. Davíð Oddsson var skipaður seðlabankastjóri frá 1. október 2005 en Ingimundur Friðriksson frá 1. september 2006 og Eiríkur Guðnason var endurskipaður 1. maí 2005.

Mánaðarlaun seðlabankastjóra Bandaríkjanna, Alan Greenspan, voru 1,7 milljónir króna á núvirði (um 15 þúsund Bandaríkjadalir) árið 2005 en mánaðarlaun Davíðs Oddssonar voru í desember síðastliðnum um 1,5 milljónir króna.

Og árið 2007 voru mánaðarlaun seðlabankastjóra Bandaríkjanna 15.500 dollarar, um 1,8 milljónir króna á núvirði.

"The annual salary of the Chairman of the Federal Reserve $186,000."

Laun seðlabankastjóranna þriggja hér lækkuðu um 15% frá síðustu áramótum, samkvæmt ákvörðun bankaráðs Seðlabankans. Mánaðarlaun bankastjóranna Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar eru um 1,2 milljónir króna eftir lækkunina og formanns bankastjórnarinnar, Davíðs Oddssonar, um 1,3 milljónir króna.



Ræða Davíðs Oddssonar á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs 7. nóvember 2006:



"Mjúk lending eftir einhverja mestu sveiflu sem orðið hefur í efnahagslífinu myndi þýða að vel hafi tekist til og ótvíræð staðfesting fengin á því að aðlögunarhæfni íslensks efnahagslífs er mikil, viðbragðshraðinn hér meiri en í þeim kerfum sem stærri eru og svifaseinni og mesta fjárfesting Íslandssögunnar, sem fylgt var eftir með umstokkun í bankakerfinu og húsnæðismarkaðnum hafi ekki orðið íslenskri efnahagsstjórn ofviða.



Ofmælt væri að segja þá niðurstöðu kraftaverki líka, en ánægjuleg væri hún. Því á þessum sama skamma tíma hefur orðið gríðarleg eignamyndun í landinu. Innviðir efnahagskerfisins, þekking innan þess og í meginþáttum atvinnulífsins hefur styrkst og samkeppnishæfni Íslands og möguleikar þess til sóknar jafnt innan lands sem utan hafa batnað stórkostlega."

Aðalmenn í bankaráði Seðlabanka Íslands, kosnir af Alþingi 13. júní 2007
:


Halldór Blöndal formaður,

Jón Sigurðsson varaformaður,

Erna Gísladóttir,

Ragnar Arnalds,

Hannes Hólmsteinn Gissurarson,

Jónas Hallgrímsson,

Valgerður Bjarnadóttir (frá 4. nóvember 2008).

Þorsteinn Briem, 3.2.2009 kl. 00:13

11 identicon

Þetta er búið, við getum ekki borgað erlendu skuldirnar.

Það hefur verið framið landráð. Nú er allt glatað.

Kyrrsetning eigna og eignaréttur, skiptir engu máli, þetta er búið.

Masi (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 04:02

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, flest þess sem þú segir um vexti og hágengi krónu er hárrétt. Vitað er að við getum ekki og viljum ekki borga skuldir óreiðumanna. Eina leiðin í þeim póker var að fullyrða "við borgum ekki" og standa við það, í stað þess að fara eins og köttur í kring um heitan graut. Davíð sagði þetta hreint út. Aðrir áttu að gera það líka.

Ívar Pálsson, 3.2.2009 kl. 08:16

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er ekki búið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur lýst því vel að fenginni eigin reynslu hve nauðsynlegt er að gera útlendingum ítarlega grein fyrir sanngirnissjónarmiðum í þessu máli.

Það mun taka tíma og það mikla verk verður að vinna. Yfirlýsingin "við borgum ekki" var í engu samræmi við vígstöðuna því að engin leið er að rökstyðja réttlæta það að mismuna skuli mönnum gersamlega eftir þjóðernum varðandi innistæður í sjóðum á forræði Íslendinga.

Það er gríðarlegur munur á því að hrópa: "Við borgum ekki !" og því að segja að við munum borga það sem sanngjarnt er miðað við eðli máls að við borgum.

Með því að hrópa: "Við borgum ekki !" var ætlunin að firra okkur allri ábyrgð.

Ómar Ragnarsson, 3.2.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband