Hátíðisdagur í 48 ár.

14.febrúar 1961 var örlagadagur í lífi mínu og síðar hjá 27 afkomendum okkar Helgu Jóhannsdóttur. Þennan dag fyrir 48 árum hittumst við í fyrsta sinn og dönsuðum saman í danssskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar og það var ást við fyrstu sýn.

Við héldum síðan ævinlega upp á þennan dag og urðum þannig óafvitandi fyrst Íslendinga til að halda upp á Valentínusardaginn, því að við höfðum ekki hugmynd um tilvist þessa ameríska ástardags fyrr en Valdís Gunnarsdóttir hafði um það forgöngu á Bylgjunni að gera hann að íslenskum tyllidegi. 

Í dag förum við í ferð um suðurhluta Gran Canaría ásamt eldri systur Helgu, sem Helga bjó þá hjá í Kópavogi. Ferðin verður jafnframt vettvangskönnunarferð vegna bókar sem ég hef í smíðum.

Í tilefni dagsins bendi ég á lagið "Styðjum hvert annað" á tónlistarspilaranum hér vinstra megin fyrir neðan bloggpistilinn, sem hljómsveitin "Birta" flytur á samnefndum diski, sem fæst hjá Skífunni, Smekkleysu, Bónus og Olís, en allt söluandvirðið hefur runnið óskipt frá upphafi til Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík. 

Gleðilegan ástardag ! 


mbl.is Kærleiksganga á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi bara: Innilega til hamingju með daginn,  góðu  vinir !

Eiður (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Til hamingju með daginn kæru Ómar og Helga, skemmtið ykkur vel á Kanarí.   Bestu kveðjur frá Siggu og nafna.

Sigríður Jósefsdóttir, 14.2.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Hamingjuóskir fáið þið....og  afkomendur...Bestu kveðjur...

Halldór Jóhannsson, 14.2.2009 kl. 10:57

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Til hamingju!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.2.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er ekki fullt af íslendkum dögum sem má halda upp á.  Þarf að flytja inn frá Ameríku slíka.  Er ekki nóg að hafa CokaCola jólasveininn þegar við höfum okkar innfæddu?

Eftirfarandi má finna á:

http://hjallaskoli.kopavogur.is/nybuinn/verkefnabanki/sagadaga/einmanudur.htm

"Einmánuður var síðasti mánuður vetrar. Haldið var upp á fyrsta dag einmánaðar, hann var helgaður piltum og áttu stúlkur að fagna honum. Sums staðar á landinu var talað um heitdag, en þá hétu menn að hjálpa fátækum sem komu illa undan vetri enda þá líklega komið í ljós hver átti hey og mat fyrir þann tíma sem eftir lifði vetrar. Sagt er að ef fyrsti dagur einmánaðar var blautur boðaði það gott vor.

Einmánaðarvísur:

Einmánuður illsku hafði nóga.
Af fátækt margur fraus í hel
fjölda þeirra ég ekki tel.
Einmánuður eitthvað kominn er að sunnan.
Vorið með á örmum er hann
ylgeisla á höfði ber hann.

Langi Þorri leiðist mér
lata Góa á eftir fer.
Einmánuður yngstur er,
hann mun verða þyngstur þér."

Á þetta ekki betur við okkur landann, - sem komum ekki vel undan "bankavetri"

Kveðja á Kanarí og hamingjuóskir.

Benedikt V. Warén, 14.2.2009 kl. 11:51

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já til hamingju Ómar og Helga,eg sem helt að bilar og flug væru best,en annað hefur komið i ljós/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.2.2009 kl. 12:09

7 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju með daginn Ómar!

Heidi Strand, 14.2.2009 kl. 12:17

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dansar Fugladansinn,
dömu er þar fansinn,
á kolli ástarkransinn, 
kallinn elskar Lansinn.

Þorsteinn Briem, 14.2.2009 kl. 15:39

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Til hamingju með daginn frænka og Ómar!

 Við erum alveg að kafna hér í Washington yfir þessum ástardegi, sem nú hefur með þessum fréttum af ykkur,  öðlast allt aðra merkingu og ég sé fulla ástæðu til að fagna ástinni á viðeigandi hátt. Takk fyrir að bjarga deginum.

Hér eru ástarhjörtu,  Teddý Bears, súkkulaði og allskyns sætindi í hverju húsi og það kemst ekkert að nema ástin. Á meðan Omaba og hans frú fóru á uppáhaldsstaðinn sinn til Chicago þá eru þið Omarba og frú á Kanarí eyjum. Svona eiga turtil dúfur að vera!

 Til hamingju með daginn elsku vinir og takk fyrir að gera hann að merkilegum degi í mínu lífi, loksins!

Nú mun hann hér eftir heita Ómhelgu dagur hjá okkur.

Helga mín það er greinilegt að það er mikið umburðarlyndi í fjölskyldunni !!! :-)

Baldvin Jónsson, 14.2.2009 kl. 15:53

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var lengi sammála Benedikt um það að óþarfi væri að flytja inn Valentínusardaginn.

Síðan hef ég uppgötvað að fleiri þjóðir en við hafa flutt hann inn. Og ekki getum við Helga gert að því að hafa verið svo fáfróð þegar við kynntumst að vita ekki af því að þessi dagur væri dagur elskenda í Ameríku. 

Ég tek hins vegar undir með Benedikt um það að rækta betur rammíslenska hátíðisdaga.

Að lokum: Ég segi stundum að flugið sé eitthvað það dásamlegasta sem lífið hefur gefið mér. Ég hef jafnvel sagt að það liggi við að ég vildi frekar geta haldið áfram að fljúga en ganga ef valið stæði þar á milli. 

Og síðan hef lagt sérstaka áherslu á að flugið sé það næstbesta sem hafi komið fyrir míg í lífinu. 

Sérstaklega er mér annt um tvo daga sem frídaga, sumardaginn fyrsta og 1. desember. 

Ef mönnum finnst þeim ofaukið mætti mín vegna leggja nður aðra frídaga í staðinn, svo sem uppstigningardag eða annan í hvítasunni. 

Ómar Ragnarsson, 14.2.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband