Leikmenn víkja oftast af velli tímabundið.

Allir þekkja það fyrirbæri, að þegar leikmanni gengur illa í leik víki hann af velli. Stundum er hann tekinn út af og sumir leikmenn eiga erfitt með að fara út af og taka sér nauðsynlegt hlé.

Hitt kemur líka sem betur fer fyrir að leikmaður finnur sig ekki og biður um að fá að fara út af og sitja á varamannabekk það sem eftir er leiks. Hann veit sem er að þetta þarf ekki að þýða útilokun frá keppni fyrir lífstíð.

Eftir að hann hefur fengið tækifæri til að fara í gegnum það hvað var að og efla sig á hann möguleika á að koma aftur inn á völlinn í síðari leikjum.

Þetta hefur Árni Mathiesen skynjað og er það vel. Það fyrirbæri að einhver leikmaður sé þess eðlis að hann eigi heimtingu á að leika alla leiki endalaust er því miður of algengt í íslenskum stjórnmálum.

Það gerist stundum að leikmaður haltrar inni á vellinum eða finnur sig ekki nokkra stund áður en hann sér sitt óvænna.Það er ósköp eðlilegt að menn voni að ástand þeirra batni hið snarasta, en fari svo strax útaf þegar ljóst er að þetta er ekki þeirra dagurinn inni á vellinum.

Þótt Árni hefði mátt gera þetta fyrr er hann að mínum dómi maður að meiri eftir þessa ákvörðun og sjálfsagt að óska honum alls hins besta í framtíðinni.


mbl.is Árni Mathiesen ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Maður veltir fyrir sér hvort samband sé milli fjármálaumsvifa og þeirrar ákvörðunar hjá tiltölulega ungum þingmönnum að "leggja skóna á hilluna".  Meðan allt lék í lyndi hafa eflaust einhverjir þingmenn og embættismenn freistast til þess að taka þátt í góðærinu, með það fyrir augum að stunda ýmiss konar ábatasöm viðskipti.

Þegar allt fór á hliðina var farið að leita að sökudólgum og benda á þá. Allir þeir sem högnuðust ríkulega á því að vera í business, til dæmis á árunum 2006 - 2008, virðast seldir undir tortryggni. Hún dregur af þeim atkvæði og minnkar líkur þeirra á velgengni í póltík.  Þetta á eflaust ekki við um alla, en gæti haft áhrif á einhverja.

Flosi Kristjánsson, 26.2.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Matt var eitt sinn grand,
Ísland í heimi stórasta land,
en allt er hér runnið út í sand,
og Árni greinir nú merarhland.

Þorsteinn Briem, 26.2.2009 kl. 13:44

3 identicon

Almennur borgarafundur um persónukjör verður í Iðnó kl. 20 í kvöld.

Ríkisstjórnin verður að koma slíkum lögum í kring fyrir kosningar. Þótt segja megi að Árni hafi þekkt sinn vitjunartíma höfum við hroðaleg dæmi um hið gagnstæða.

Persónukjör er áhrifarík leið til þess að binda enda á flokksræði og gefa almennum kjósendum færi á að gera upp reikningana við stjórnmálamenn.

Mætum í kvöld og rukkum fulltrúa flokkanna um afstöðu þeirra.

Framsögumenn eru Þorkell Helgason og Ómar Ragnarsson.

Rómverji (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:04

4 identicon

Ég vildi óska þess að fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu þekkja sinn vitjunartíma eins og Árni, Geir og Björn gera. Ég kvíði framtíð Íslands að hafa menn eins og Birgi Ármanns. og Sigurð Kára á þingi.

Stefán (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:25

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ó já, Stefán! Þessir gjammarar eru ekki til góðs. Flott kvæði, Steini Briem.

Úrsúla Jünemann, 26.2.2009 kl. 14:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk fyrir það, Úrsúla mín.

En vísan hér fyrir neðan um Skotlandsbanka er betri.

Held ég ...

Þorsteinn Briem, 26.2.2009 kl. 14:41

7 Smámynd: Hlédís

Rétt steini briem! sú neðri er betri, enda styttri             

Hlédís, 26.2.2009 kl. 21:27

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert náttúrlega styttri en Úrsúla, Hlédís mín, en ekki endilega betri.

Þorsteinn Briem, 26.2.2009 kl. 23:02

9 Smámynd: Hlédís

Þú veist það nú best, Steini minn

Hlédís, 26.2.2009 kl. 23:16

10 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Já, það mættu svo sannarlega fleiri fatta hvenær þeirra tími er kominn til þess að hætta afskiptum af stjórnmálum :)

Katrín Linda Óskarsdóttir, 26.2.2009 kl. 23:18

11 Smámynd: Hlédís

Heil! - aftur - Katrín!  Ertu að hugsa um að hætta strax? Varstu annars byrjuð?

Hlédís, 26.2.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband