Stóra myndin: Íhald og Framsókn í frí !

Sem félagi í fyrsta og eina íslenska stjórnmálaflokknum, sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri, set ég þau mál ofarlega sem skipta munu miklu máli fyrir milljónir Íslendinga, sem eiga eftir að byggja þetta land.

Þá liggur beint við að skoða, hverjar eru aðalástæður þeirra verka, sem hafa verið unnin og stefnt er að að vinna og ganga á rétt afkomenda okkar og stangast á við kröfur um sjálfbæra þróun og endurnýjanlega orku.

Eftir kosningarnar 2007 kom í ljós að í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn reyndist Samfylkingunni um megn að standa við kosningaloforð sín um hlé á stóriðjuframkvæmdum þar til búið væri að rannsaka íslensk náttúruverðmæti og forgangsraða þeim. Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem hafði greitt atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun, fékk ekki rönd við reist.

Í því samstarfi sem núverandi ríkisstjórnarflokkar eiga við Framsóknarflokkinn fær VG-ráðherrann Kolbrún Halldórsdóttir heldur ekki reist við því rönd að stóriðjuhraðlestin verði látin bruna áfram. Skilyrði Framsóknarflokksins fyrir því að verja stjórnina falli er að haldið verði stanslaust áfram að herja á íslensk náttúruverðmæti án tillits til afleiðinganna.

Hvað má nú lesa út úr þessu? Jú, einfaldlega það að meðan annar hvor hinna innmúruðu stóriðjuflokka hefur úrslitaáhrif á stjórnarmyndun verður ekki snúið við á þessari óheillabraut.

Eina vonin til þess að hægt verði að spyrna við fótum er að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fari í endurhæfingu og frí.

Þetta eru þeir tveir flokkar sem með tólf ára slímsetu sinni í ríkisstjórn spillingar, sjálftöku- og oftökustjórnmála bera mesta ábyrgð á efnahagshruninu og skammtímagræðginni, sem því olli og hernaðinum gegn landinu.

Nú er höfuðnauðsyn að þeir fari á varamannabekkinn í minnst fjögur ár, báðir tveir. Ef .það kostar vinstri stjórn verður svo að vera og ég styð það þótt ég telji mig ekki vinstri mann, heldur frjálslyndan miðjumann.

Stundum verður stóra myndin að hafa forgang og það að horfa til framtíðar. Það á við nú.


mbl.is Skýr vinstrisveifla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsókn hefur tekið lil hjá sér , Sigmundur Davíð er

ferskur og heiðarlegur drengur.

Ég gæti hugsað mér Framsókn í stjórn.

sveinbjörn (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála þessu að hluta til. En Framsókn er á svipuðu stigi og fíkillinn sem segist vilja breyta lífsháttum sínum en getur ekki hugsað sér að fara í þá 48 daga meðferð sem nauðsynleg er og samsvarar þeim 48 mánuðum, kjörtímabilinu, sem pólitískir flokkar þurfa að fara í.

Framsókn vill herða á stóriðjuhraðlestinni frekar en hitt og beitir Kolbrúnu Halldórsdóttur hörðu í þeim málum.

Ómar Ragnarsson, 28.2.2009 kl. 13:31

3 identicon

Sæll ómar er nú ekki vanur að commenta en get ekki setið á mér eftir að hafa lesið þessa stuðningsyfirlýsingu þína á samfylkingunni í tengslum við stóriðju. Ef við lítum á söguna þá var þetta þannig að í framhaldi að V-grænir mældust með hærra fylgi en Samfylkingin. Kom formaður Samf. og segist vilja fresta öllum stóriðjuframkvæmdum á þessu blessaða landi okkar, þar til að áætlun um náttúruvernd varðandi landið allt sé lokið, birti fagra ísland plaggið sem var nú keimlíkt hugsjónum vg og hvað gerðist jú þeir stálu atkvæðum frá v grænum og komust aftur upp fyrir þá. HUMM hvað kallast þetta jú hentugleikapólitík.  Svo fá þeir iðnarráðuneytið umhverfisráðuneytið og viðskiptaráðuneytið en segjast samt ekki geta gert neitt í því að hrynda fagra íslandi í framkvæmd skrýtið. En hvað gátu þeir gert jú mætt í myndartöku fyrir moggan vegna fyrstu skóflustungu í helguvík brosandi út af eyrum. Svo næstu bls þá eru þeir að kenna sjálfstæðisflokknum um að hafa neitað að taka fagra ísland inn, þoli ekki svona two faced lið. En kannski er ástæðan fyrir því að samf sé klofinn í tvær fylkingar, verða þeir þá ekki að gefa út tvenns konar kosningarloforð fyrir hvora fylkinguna, pæling. Hvar er hugsjón hvar er heiðarleikinn hvar er ábyrgðin hún er ekki því samfylkingin stjórnast af skoðanarkönnunum og er því hentugleikaflokkur sem er akkúrat eitthvað sem þjóðin þarf ekki. En bíddu björgvinn tók ábyrgð sagði af sér degi fyrir samstarfsslit, þvílíkt djók. Og samfylking heldur áfram er búin að eyða tæpum 4 vikum í að reka davíð var það þarfasta verkið er það best fyrir framhaldið hjálpar það landinu eða er það til að halda sér inn í vinsældarkeppninni fá hátt skor í næstu skoðanarkönnun.

Ég kaus ekki seinast því ég var búsettur erlendis en ég hefði kosið þig þar sem í fyrsta sinn í langan tíma var kominn heiðarlegur maður að berjast að hugsjón og fyrir þjóðina. Ekki að spa í að græða pening komast í valdameiri stöðu, frægð osfrv.   

Bjarni Fritzson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 13:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til eru bæði hreinar meyjar og afturbatapíkur.

Þorsteinn Briem, 28.2.2009 kl. 14:16

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ómar þú verður þá að láta stjórnarflokkanna fara að koma með hjálp til fyrirtækja og heimilanna í landinu annars tekur Framsókn völdin þeir munu flytja frumvörp um sínar efnahagstillögur og hvað gerist ef Bjarni Ben stekkur á þær og þannig fari þær í gegn um þingið á er stjórnin frumkvæðislaus hún hefur sagt að efnahagstillögurnar séu ónothæfar án rökræðu það er ekki viturlegt í minnihlutastjórn.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.2.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Jóhann Ólafsson

Ómar. Ég fæ aulahroll þegar ég les bullið í þér. "Aumingja samfylkingin nær aldrei sínu fram því að það eru alltaf hinir vondu flokkarnir sem ráða för". Ertu búinn að gleyma öllum pistlunum þínum um samfylkinguna og hennar vondu verk ? Síðan ákveður þú og þín klíka hvernig þeir sem kusu Íslandshreyfinguna í síðustu kosningum eiga að kjósa í vor. Svona vinnubrögð tíðkuðust í Albaníu Ómar ! 

Jóhann Ólafsson, 28.2.2009 kl. 15:11

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú varð ég fyrir vonbrigðum með þig, Ómar, og lýsi því nánar HÉR!

Jón Valur Jensson, 28.2.2009 kl. 17:01

8 identicon

Stattu þig Ómar! Sé að  stuttbuxnastrákarnir eru komnir á svæðið. Ósköp láta þeir ílla...kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 17:51

9 identicon

                                      Þetta er síðasta álverið 

Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ virðist vera að komast út úr þeirri afneitun sem hann hefur verið í allt of lengi hvað varðar væntanlega stálpípuverksmiðju sem átti að rísa í Helguvík. Þessu loforði héldu Sjálfstæðismenn á lofti fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar og hafði afgerandi áhrif á fylgi flokksins. En nú duga engar viljayfirlýsingar, þörf er á að fara að spýta í lófana eða draga að sér hendurnar eftir því hvernig á málið er horft þar sem stöðugt gengur á eigið fé bæjarsjóðs. Atvinnuuppbyggingin hér á svæðinu hefur því miður ekki reynst sem skyldi svo hægt væri að tryggja atvinnuöryggi fyrir hundruð manna til framtíðar. Það gengur ekki og dugar ekki til lengdar að byggja endalaust íbúðarhúsnæði, án þess að leysa um leið vandann að atvinna þurfi að fylgja hverju húsi. Betra er að hafa einn fugl í hendi en 5 út í skógi er sagt einhvers staðar því nú ber nýrra við. Það er komin viljayfirlýsing um að setja álver niður í Helguvík. Hæstvirtur iðnaðaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Eyfirðinga og Húsvíkinga, vill tryggja að álver verði á öðrum hvorum staðnum. Staðir þessir eiga það sameiginlegt að vera mjög sérstakir: Eyjafjörðurinn er einn af fallegustu og skjólbestu landbúnaðarsvæðum landsins með höfuðstað norðurlands, Akureyri, á einu glæsilegasta bæjarstæði sem fyrir finnst hér á landi; Húsavík er einn af aðal ferðamannastöðum á þessu stóra svæði sem Norðausturkjördæmið er og hefur að geyma stórkostlega náttúrufegurð eins langt og augað eygir. Erlendir ferðamenn fyllast lotningu þegar þeir líta fjöllin, lækina, vötnin, árnar, fossana, jöklana og alla okkar íslensku flóru sem er ómetanleg fyrir ferðamanna- og frístundaiðnaðinn. Eitt er víst að álver á ekki heima á þessum svæðum fyrir norðan enda sjá það flestir sem vilja horfa á þetta hlutlaust. Valgerður Sverrisdóttir ráðherra hefur átt það til að verja sig í þessari álversumræðu um væntanlega staðsetningu þess að fjárfestar muni eiga um það síðasta orðið. Það er ekki rökrétt hjá henni að hugsa þetta svona því við erum að tala um síðasta álverið sem reist verður hér á landi eins og hún hefur stundum komið inn á í umræðunni. Því ætti lögmálið að hafa snúist við, iðnjöfrarnir nú í keppni um að ná til sín síðasta bitanum þegar stjórnvöld í samráði við viðkomandi bæjarfélag hafa ákveðið staðsetningu þess. Helguvík er án efa besta staðsetningin fyrir álver því hún hefur ekki að veði það samspil hagsmuna og náttúru eins og lýst var hér að ofan. Helguvík er með dýpstu höfnum landsins með stórskipahöfn. Þar þarf ekki að óttast hinn forna fjanda Norðlendinga, hafísinn, né stillur í veðri, vikum saman. Sjónmengun er lítil vegna sjálfrar byggingarinnar því hún fellur vel að umhverfinu t.d. þegar horft er eftir sjóndeildarhringnum í áttina að Keflavíkurflugvelli. Háspennulínur mætti hafa í jörðu meðfram þjóðvegum eins og t.d. meðfram Reykjanesbrautinni og vel út fyrir byggð. Álver í Helguvík yrði álíka langt frá byggð og álverið í Hafnarfirði en þar virðist ríkja mikil sátt. Þetta er síðasta álverið sem reist verður á Íslandi eins og sjá má þegar litið er á Kyoto-bókunina. Samkvæmt útdrætti úr Kyoto-bókuninni og útfærslu hennar gagnvart Íslandi eru útstreymisheimildir Íslands tvíþættar: Í fyrsta lagi skal almennt útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi ekki aukast meira en sem nemur 10% frá árinu 1990, það er innan við 3.100 þúsund tonn koltvíoxíðígilda árlega að meðaltali 2008 til 2012. Í öðru lagi skal koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 ekki vera meiri en 1.600 þúsund tonn árlega að meðaltali árin 2008-2012. Ísland fullgilti Kyoto-bókunina 23. maí 2002. Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur koma til með að leika stórt hlutverk þegar og ef ákveðið verður að reisa álver í Helguvík til að afla orkunnar úr iðrum jarðar á Reykjanesskaganum og mun sú framkvæmd efla enn frekar og styrkja þann þekkingariðnað sem býr í mannauði þessara fyrirtækja og vakið hefur heimsathygli eins og við sáum nú síðast í Kínaheimsókn forseta Íslands.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ situr nú í stjórn Íslandshreyfingarinnar . Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 31.maí 2005

P.S.

Hér má sjá mína sýn í þessum málaflokki fyrir fjórum árum síðan. Ég er en viss að álverið í Helguvík verður það síðasta sem reist verður á Íslandi.

Flokkurinn sem Ómar Ragnarsson er formaður hjá  á stóran þátt í því að þau verða ekki fleirri álverin hér á landi.

Ómar og margir aðrir vilja en að álverið í Helguvík verði ekki að veruleika. Það er oft vandlifað a.m.k í pólitíkinni.   

B.N. (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 20:50

10 identicon

Fréttablaðið, 30. mar. 2007 04:15 Landsframleiðsla hvergi minni Landsframleiðsla er hvergi minni en á Suðurnesjum. Þar hangir efnahagurinn á nýbyggingum til að búa til veð fyrir veltunni til að dekka raunverulegt ástand sem er miklu verra undir niðri en menn þora að tala um. Það eru 1820 íbúðir í byggingu bara í Reykjanesbæ og leiguliðar í útgerð eru hvergi fleiri á landinu en á Suðurnesjum sem gefa ekkert í aðra hönd jákvætt fyrir þetta svæði. Eina leiðin sem ég sé í dag til að ég geti snúið frá sannfæringu minni að við Suðurnesjamenn verðum að fá álver í Helguvík vegna yfirvofandi neyðar er sóknardagakerfi strax fyrir smábáta og minni dagróðrabáta. Tryggt verði í löggjöf á hinu háa Alþingi Íslendinga að sóknardagakerfi verði svæðisskipt eftir landshlutum þar sem hverjum útgerðaraðila yrðu settar skorður allt að 12 sjómílur út með dagatakmörkunum og veiðarfærastýringu. Stærri skip, frystitogarar, nótaveiði-og flottrollflotinn gæti verið áfram í framseljanlegu lokuðu kerfi, sín á milli sem sáttaleið í þessu langvinna þrætumáli í þjóðfélaginu. Þetta er eina leiðin að mínu mati til að hægt sé að ná raunverulegri sátt við LÍÚ, sem vill halda í kvótakerfið með öllum tiltækum ráðum; að það verði gerður sáttmáli um tvö ólík kerfi til framtíðar, annað fyrir utan – allt frá 6 sjómílum, og hitt fyrir innan – allt að 12 sjómílum. Eitt er víst að málefni Suðurnesja þola enga bið. Það eru komnar svo margar viljayfirlýsingar svona rétt fyrir sveitar- og alþingiskosningar síðasta áratuginn, núna síðast um háskólaþorp á Keflavíkurflugvelli að fólk gerir bara grín að þessu sín á milli í dag!
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ situr nú í stjórn Íslandshreyfingarinnar
P.S.
Á Suðurnesjum er atvinnuleysið í dag það mesta síðan mælingar hófust á Íslandi 1.012 karlar og 774 konur eða alls 1.786 manns og fer væntanlega yfir 2000 manns nú um´mánaðamótin. Því má segja að ég hafi haft rétt fyrir mér þegar ég var að lesa í stöðunna þegar ég skrifaði þessa grein því miður þ.a.s.að neyðarástand myndi skapast á Suðurnesjum.    

B.N. (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 21:01

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Áfram Ísland?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.2.2009 kl. 22:20

12 identicon

Heill og sæll; Ómar, sem þið önnur, hér á síðu hans !

Ómar ! Afskaplega dapurlegt; hlutskipti þitt, að binda trúss þitt, sem þinnar hreyfingar, við þriða frjálshyggjuflokkinn, Samfylkinguna, sem og eina helztu undirlægju Evrópusambandsins - gamla nýlenduvelda bandalagsins, suður á Brussel völlum, sem og bandarísku heimsvaldasinnanna, vestan hafs.

En; ég mun ætíð, minnast hins jákvæða, í þínu fari, og sem eftir þig liggur, eins og Stiklu þátta þinna, hverjir eru, og verða munu, bautasteinn góður, þíns lífstarfs, engu að síður.

Með þjóernissinna kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 22:53

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Sé að stuttbuxnadeildin er mætt í kommentið hjá þer Ómar.

hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 23:37

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Stórkostlegt fyrsta kommentið: Framsókn hefur tekið lil hjá sér...

hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 23:40

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jón Valur Jensson og aðrir. Hafið þið ekki lesið bloggpistla mína og séð að líklega hefur enginn maður skrifað eins mikið um fánýti álveranna, sem ýmist á að stækka eða reisa frá gurnni og lagst jafn hart gegn orkuvinnslu fyrir þau og ég. Og ég mun gera það áfram.

Samningurinn við Norðurál hefði verið undirritaður hvort sem Íslandshreyfingin hefði óskað eftir að gerast aðildarfélag Samfylkingarinnar eða ekki.

Ég get með engu móti samþykkt það að ég beri ábyrgð á þessum samningi, mun ekki taka ábyrgð á honum og ekki láta af andstöðu minni við hann. Þess utan er ég ekki einu sinni kominn inn í Samfylkinguna eins og sagt er í fréttum.

Höfum þetta á hreinu: Stjórn hreyfingarinnar hefur sent frá sér viljayfirlýsingu um að hún fái að vera aðildarfélag að Samfylkingunni. Aðalfundur hennar eftir 2-3 vikur mun síðan fjalla um þessa viljayfirlýsingu.

Menn láta alltaf eins og að í stjórnmálum og lífinu sjálfu sé alltaf um tvo kosti að ræða: Annar er góður og gallalaus en hinn er vondur og fráleitur.

Þetta er ekki svona. Íslandshreyfingin á nú um tvo kosti að velja á aðalfundi sínum: Að halda áfram að vera stjórnmálaflokkur og bjóða fram í næstu kosningum. Eftir að samband var haft við um 80% félagsmanna var ljóst að fyrir því var hvergi nærri nægur hljomgrunnur. Ástæðan var einföld: 5% atkvæðaþröskuldurinn í flokkalandslagi 3ja -5 smáflokka á miðjunni gerði þetta enn erfiðara en fyrir tveimur árum og áhættuna enn meiri en þá á að framboðið myndi verða til ógagns.

Þegar viðbrögð félagsmanna sýndu að framboð eitt og sér hafði ekki nægan hljómgrunn var ljóst að Íslandshreyfingin myndi ekki uppfylla það skilyrði sem sett er í lögum að stjórnmálasamtök teljast ekki stjórnmálaflokkar nema bjóða fram til þings.

Þá blasti við sá kostur var að ganga í bandalag við eitthvert það framboð sem væri öruggt með að ná mönnum á þing þannig að atkvæðin nýttust.

Ég er búinn að eyða miklum tíma og vinnu undanfarnar vikur til að skoða möguleikana á því að Íslandshreyfingin geti komið sér þannig fyrir að afl hennar nýtist örugglega og hún hafi áhrif.

Ég bjó líka að því að hafa skoðað hluta af þessum möguleikum fyrir kosningar 2007 og eytt miklum tíma í það þá.

Niðurstaðan varð sú, sem nú er kunn, og Samfylkingin var raunar síðasti kosturinn sem ég skoðaði, og það ekki fyrr en í fyrrakvöld.

Ef aðalfundur samþykkir tillögu stjórnarinnar hittast að nýju undir verndarvæng einna samtaka öflugt fólk, sem stóð á sínum tíma ströngustu vaktina í kosningunum 2007, vegna þess að þetta fólk er þegar komið inn í Samfylkinguna.

Louis Crossley, kanadísk baráttukona, sem kom hingað til lands 2005, var stolt yfir því að hafa stöðvað ígildi Kárahnjúkavirkjunar á Tasmaníu.

Hennar aðferð og ráðlegging til okkar, sem erum samherjar hennar hér á landi var einföld: Stundið mótmæli, skrifið í blöð, notið allar aðferðir til að vekja athygli á sjónarmiðum ykkar, en það er ekki nóg.

Stofnið stjórnmálasamtök og farið líka inn í stjórnmálaflokkana og berjist innan frá, látið jafnvel til ykkar taka í forsetakosningum.

Ég tek ekki orð til baka af harðri gagnrýni minni á undanhald Samfylkingarinnar frá 2002 í virkjanamálum, einkum varðandi Kárahnjúkavirkjun.

Og ég tek ekki aftur Morgunblaðsgreinina um það hvernig VG verður að lúffa fyrir Framsóknarmönnum um sinn.

En stóra myndin verður að vera skýr: Það virðist engin von til þess að virkjanastefnunni verði breytt þegar Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur gera hana að úrslitaatriði.

Með því að stuðla að því að koma þeim frá, eins og var aðaltilgangur Íslandshreyfingarinnar 2007, er þó einhver von um að ná árangir í þessum málum.

Eftir kosningarnar 2007 höfðu þessir tveir flokkar meirihluta á Alþingi. Engin leið var að komast hjá því að mynda stjórn án þátttöku þeirra.

Þremur dögum eftir kosningar sagði Steingrímur J. Sigfússon að ekki yrði hægt að afturkalla þá samninga sem gerðir hefðu verið varðandi álver, greinilega með það í huga að geta komst í stjórn með öðrum hvorum stóriðjuflokknum.

Frjálslyndir voru og eru stóriðjuflokkur. Mér finnst skrýtið þegar menn vilja leiða athyglina frá því höfuðatriði að án þess að íhald og Framsókn fái frí virðist lítil von um breytingu á virkjanastefnunni.

Ómar Ragnarsson, 1.3.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband