Hvað skyldu allar stjórnarskrárnefndirnar hafa kostað?

Erfitt er að hafa tölu á öllum þeim stjórnarskrárnefndum, sem starfað hafa síðustu 65 ári til þess að endurskoða stjórnarskrá, sem að stofni til er frá 1849 á dögum dansks einvaldskonungs. Varla hafa nefndarmenn verið í sjálfboðavinnu við að þæfa stjórnarskrármálið þótt sumar nefndirnar hafi reyndar gert svo lítið að launin geta varla hafa verið há.

Árangursleysi þessarar nefndarstarfsemi síðustu 65 ári stingur í augun og ævinlega afsakaðar á alls konar vegu svo sem því að breytingar væru ekki tímabærar.

Ef þær eru ekki tímabærar nú eftir klúður ráðherraræðisins, hvænær þá?

Nú vilja sumir greinilega koma í veg fyrir að nokkuð muni þoka í umbótaátt og hafa allt á hornum sér, bæði gagnvart minnstu breytingum kosningalaga og stjórnlagaþingi.


mbl.is Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það ætti að vera hægt að halda Stjórnlagaþingið í húsakynnum sem ríkið á nú þegar.

Þingfararkaupið
var 520 þúsund krónur á mánuði frá 1. janúar síðastliðnum, gert er ráð fyrir 41 fulltrúa á þinginu, sem gæti setið í eitt og hálft ár, þannig að heildarlaunakostnaður 41 þingfulltrúa gæti orðið um 384 milljónir króna.

Einhverjir sérfræðingar um stjórnskipun verða væntanlega kosnir á Stjórnlagaþingið, auk þess sem þingið getur kallað sérfræðinga á sinn fund, líkt og nefndir Alþingis, þannig að sérfræðikostnaður þingsins ætti að verða í lágmarki.

"Stjórnlagaþing getur ákveðið að afmarka verksvið sitt. Sérstaklega skulu teknir til athugunar eftirtaldir þættir:

    a.      Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
    b.      Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
    c.      Hlutverk og staða forseta lýðveldisins.
    d.      Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
    e.      Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
    f.      Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
    g.      Þátttaka almennings í lýðræði."

Frumvarp um Stjórnlagaþing.

Þorsteinn Briem, 6.3.2009 kl. 18:35

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvernig fór Geir að því að þrefalda þessa tölu? Getur það verið að hann sé að ýkja til að veiða atkvæði? Ekki það að hann hafi sýnt mikla reiknigetu undanfarna mánuði, hagfræðingurinn.

Villi Asgeirsson, 6.3.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Villi. Það væri hægt að vinna upp þennan kostnað á fimm árum með því að fækka alþingismönnum úr 63 í fimmtíu.

Engin ástæða fyrir örþjóð að vera með fleiri en fimmtíu þingmenn.

Stjórnlagaþingið gæti ákveðið það og greitt þannig kostnaðinn við sjálft sig á fimm árum.

Þorsteinn Briem, 6.3.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála því. Mér finnst 49 alveg sérstaklega falleg þingmannatala.

Villi Asgeirsson, 6.3.2009 kl. 21:53

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar Davíð þurfti að hliðra til í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, fól hann þeim sem hann vildi þoka til hliðar verkefni við að endurskoða stjórnarskrána. Hann var ekki einn um þetta því nokkrir forverar hans höfðu þennan sið.

Það er því ekki von að endurskoðun stjórnarskrárinnar sé sérstaklega vinsæl meðal þeirra sem að hyllast Sjálfstæðisflokkinn. Síðast í dag hnutu ónot frá þeim á þingi að flest væri þarflegra á þingi en að sinna þessum endurskoðunarstörfum.

Kannski má segja að vond stjórnarskrá sé verri en engin. Haft er eftir Vísa Gísla sem var lögspekingur á 17. öld að betri væru góðir embættismenn enn góð lög. Þegar Davíð var upp á sitt besta sátum við uppi meðbæði vond lög og kannski enn verri embættismenn.

Mér líst vel að þið í Íslandshreyfingunni þokið ykkur nær Samfylkingunni. Annars væri að mörgu leyti gott að Samfylkingin og VG myndi vinna jafnvel enn betur saman til að mynda öfluga breiðfylkingu gegn Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.

Varðandi þessar tölur sem Steini Briem er að tala um, þá eru þær smámunir í samanburði við þær hrikalegu háu upphæðir sem EINN maður labbaði með út úr Kaupþingi vikurnar áður en allt fór fjandans til. Robert T. hinn breski fór með 280 milljarða sem er nær milljón á hvern Íslending, ráðstöfunarfé til nauðþurfta flestra okkar í heilt ár! Hef hvatt yfirvöld að taka upp samstarf við Breta og þá að sérfræðingar í hvítflibbaglæpum hjá Scotland Yard verði settir í að upplýsa þessi mál. Einn saksóknari með galtómar hillur er ekki líklegur til að ná neinum ásættanlegum árangri miðaðvið hvað Scotland Yard gæti afkastað á tiltölulega stuttum tíma.

En við verðum að fá góða stjórnarskrárnefnd til að fara í saumana á þessum mikilvægu málum.

Í tímaritinu Helgafelli frá 1944 er mjög góð ritgerð eftir Þorvald Þórarinsson hæstaréttarlögmann um þessi mál. Þar er minnst á nokkur atriði sem enn bíða athugunar.

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2009 kl. 21:59

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er líka nóg af vel menntuðu fólki á atvinnuleysisbótum sem gæti vel orðið starfsmenn Stjórnlagaþingsins.

Og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gæti orðið atvinnulaus nú í apríl, ásamt fleiri þingmönnum, sem fá kannski ekki vinnu við dýralækningar.

Þorsteinn Briem, 6.3.2009 kl. 23:16

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á tímum gömlu stjórnarskrárnefndanna hafa alls ekki verið þau ofurlaun í boði, sem Geir Haarde og Birgir Ármannsson virðast reikna með til 41 manns stjórnlagaþingsmanns, sem nú er talað um, enda voru nefndarmenn að vinna þetta í aukavinnu. Laun fyrir nefndastörf á fyrri árum voru ekkert á við þau gírugheit sem ríkt hafa um ýmsa bitlinga á vegum ríkisins í seinni tíð. Og eins og ég hef fjallað um á mínum vefjum, er engin ástæða til ofurlauna fyrir þetta þjóðþrifa-þjónustuverk – launin til stjlþ.-mannanna þurfa ekki að ná heilum 300 milljónum kr., ólíkt þeim rúma milljarði, sem Geir heldur fram, eða 12–15 hundruð milljónum, sem Birgir heldur fram.

Jón Valur Jensson, 7.3.2009 kl. 09:51

8 Smámynd: Offari

Það er rétt hjá Steina Briem að stjórnlagaþingið getur líka verið atvinnuskapandi. Ég tel stjórnlagaþingið nauðsynlegt skref í þeim úrbætum sem hér þarf að gera. Það þarf að skapa traust milli allmennigs og þings. Ef það næst ekki tefjast úrbæturnar.

Offari, 7.3.2009 kl. 10:37

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar Alþingishúsið var reist í kálgarði yfirkennarans var það fyrsta húsið á landinu með innisalernum.

Það hefði nú farið illa fyrir Birgi Ármannssyni ef skríllinn hefði gripið hann á útikamri í Alþingisgarðinum í miðri búsáhaldabyltingunni, þegar Birgir var upptekinn við að mæra frumvarp sjálfstæðismanna um sölu á áfengi í matvöruverslunum, helsta þjóðþrifamál flokksins þessa dagana.

Þorsteinn Briem, 7.3.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband