Liðsauki fyrir grænu fylkinguna á þingi.

Í októberbyrjun var nafnið Lilja Mósesdóttir algerlega óþekkt á Íslandi. Svo hélt hún góða ræðu á borgarafundi í Iðnó og stimplaði sig sterkt inn, vel menntuð á því sviði sem við þurfum á að halda kunnáttufólki, hagfræði með hagstjórnarvanda þróunarríkja og ríkja í erfiðleikum sem sérsvið.

Með hruninu hrundi líka kenningin um það að almennileg hagfræði og hagfræðingar þrifust aðeins hjá hægri mönnum.

Efstu menn hjá VG í Reykjavík býður upp á meira mannval en áður. Til skjalanna er komið öflugt fólk sem býður upp á raunhæfan valkost.

Í komandi kosningum þarf græna fylkingin á þingi að eflast. Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi síðastliðið sumar að vera með Vinstri grænum og samherjum þeirra á Norðurlöndum á ráðstefnu um virkjanamál í Norræna húsinu, sýna þar uppkast að kvikmynd um þetta efni og halda smátölu.

Ég hef talið mig miðjumann en ekki yst vinstra megin en í umhverfismálum á ég marga góða samherja í öllum flokkum.

Þótt ég sé í ákveðnum stjórnmálaflokki tel ég ekki eftir mér að koma á samkomur hjá hvaða flokki og samtökum sem vera skal til að leggja mitt af mörkum til umræðunnar.

Í gærmorgun var ánægjulegt að heyra frambjóðendur Samfylkingarinnar til prófkjörum kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu svara tíu beittum spurningum um umhverfismál.

Græna netið er meðal nokkurra samtaka í tengslum við Samfylkinginuna sem ekki krefst þess að félagar séu jafnframt flokksbundnir í Samfylkingunni og hún er greinilega að eflast.

Íslandshreyfingin var stofnuð 2007 til að breikka og efla grænu fylkinguna á miðjunni og í átt fram henni til hægri í hægri-vinstri litrófi íslenskra stjórnmála. VG stóð grænu vaktina eins vel og hún gat en þörfin á liðseflngu var mest á miðjunni í átt til hægri til að hnekkja ofurveldi stóriðjuflokkanna sem þá voru í stjórn.

Nú verður að leggja kapp á að þeir nái ekki meirihluta í komandi kosningum.

Óréttlát kosningalög komu í veg fyrir aukningu græns þingstyrks á 2007 og í ljósi reynslunnar, erfiðari stöðu og meiri áhættu á því að gera ógagn nú með framboði sem ekki skilar þingstyrk, er höfuðnauðsyn að efla grænu fylkinguna á miðjunni og draga að henni fylgi þaðan og frá hægri með því að efla græna fólkið í Samfylkingunni.

Fundurinn í gærmorgun lofaði góðu og mér leist mjög vel á marga frambjóðendur, sem ég hafði ekki kynnst áður.
Ég hafði á föstudagskvöld farið á kynningarfund Dofra Hermannssonar og lagt honum lið með smátölu.

Dofri er einn hugsjónamannanna sem lætur ekki sitja við orðin tóm. Hann nam sérstaklega umhverfishagfræði til þess að leggja grundvöll að hugsjónastarfi sínu.


mbl.is Katrín og Svandís efstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já VG verður með mjög sterka lista í Reykjavík og VG og Samfylkingin fær öruggan meirihluta á þingi í kosningunum.

Jakob Falur Kristinsson, 8.3.2009 kl. 15:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin og Vinstri grænir fá um 60% atkvæða í alþingiskosningunum í vor, Sjálfstæðisflokkurinn um 30% og Framsókn um 10%.

Mynduð verður rauðgræn stjórn, sem hefja mun aðildarviðræður við Evrópusambandið í sumar og þjóðaratkvæðagreiðsla verður um samninginn samhliða sveitarstjórnakosningunum á næsta ári, vorið 2010.

8.3.2008 (í dag):
"Stuðningur við aðildarviðræður að Evrópusambandinu hefur sjaldan verið meiri ef marka má nýja könnun Samtaka iðnaðarins, en samkvæmt henni vilja þrír af hverjum fjórum Íslendingum taka upp aðildarviðræður. Stuðningurinn hefur því ekki mælst meiri í sex ár."

Þorsteinn Briem, 8.3.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hef alltaf rétt fyrir mér, Búkolla mín, og nú er kominn mjaltatími.

Þorsteinn Briem, 8.3.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband