Tíma eytt í þras um tímaþröng.

Alveg er kostulegt að horfa og hlusta á þingmenn þessa stundina eyða tímanum í að þrasa um það hvort þeir séu komnir í tímaþröng í þingstörfum og hvort þeir beiti málþófi eða ekki.
mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

 Væri skondið - ef þeir hefðu TÍMA til að standa í þessu þrefi ;)

Hlédís, 9.3.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Það sýnir ábyrgð sjálfstæðismanna í þessum þrengingum, eða hitt þó heldur.

Þarf ekki að breyta þessu, fækka þingmönnum í 33, hafa ráðherrana utanþings og vita hvort ekki sparast eitthvað við það?  Það er enginn flokkur með slíkt á stefnuskrá sinni

Jón Thorberg Friðþjófsson, 10.3.2009 kl. 06:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslandshreyfingin hefur verið með ráðherra utanþings á stefnuskrá sinni frá upphafi. Síðar hafa komið fram hugmyndir okkar um fækkun þingmanna.

Ómar Ragnarsson, 10.3.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Greinilegt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áttað sig á að vera komnir í stjórnarandstöðu - loksins - eftir nær 18 ára samfellda þrásetu í ríkisstjórn. Nú eru þeir á móti bókstaflega öllu - nema auðvitað sjálfum sér.

Auðvitað þarf einhvern tíma að hefja umræður um stjórnarskrárbreytingar. Þær eru mikilvægar rétt eins og margt annað.

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2009 kl. 09:49

5 Smámynd: Sigurjón

Það eyða ALLIR tíma til einskis á hinu blessaða háa Alþingi; ekki bara Sjálfstæðismenn.

Sigurjón, 10.3.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband