Austur-Evrópa: Fólkið brást, ekki stefnan.

1956 flutti Krjústjoff, æðsti valdamaður Sovétríkjanna, fræga leyniræðu á þingi kommúnistaflokksins, og lýsti því hvernig Jósef Stalín hefði brugðist en ekki kommúnisminn, og þess vegna hefði ríkt kúgun í sæluríkinu og tugir milljóna manna farist.

Þetta blasti við þegar stjórnarskrá Sovétríkjanna var lesin, að ekki sé minnst á rit Marx og Lenins um hið fullkomna ríki kommúnismans sem átti að tryggja "alræði öreiganna" þar sem allir væru jafnir, fengju eftir þörfum og legðu af mörkum eftir getu.

1964 var Krjústjoff vikið í burtu og Brésnef tók við. Krústjoff brást, ekki stefnan. Gorbasjof sagði það sama um fyrirrennara sína og með örlitlum lagfæringum á kommúnismanum átti sæluríkið að vera tryggt.

Engu að síður hrundi sæluríki kommúnismans, sem breitt hafði verið út um Austur-Evrópu, með brauki og bramli 1989. Niðurstaða talsmanna kommúnismans var yfirleitt sú að stjórnendurnir hefðu brugðist, ekki stefnan.

Þegar meirihluti íbúa Leipzigborgar kom saman á mótmælafund og hrópuðu: "Wir sind das volk!" "Við erum þjóðin !", svaraði Erick Honnecker: "Þið eruð ekki þjóðin !" Sem sagt: Fólkið var á rangri leið, ekki stefnan.

Reagan sagði: "Þetta snýst ekki um að ríkisstjórnin leysi vandann. Ríkisstjórnin er vandinn." Niðurstaðan varð sú stefna Reagans, Thatchers, Bush og Hannesar Hólmsteins sem menn tala nú um erlendis um að hafi brugist.

En ekki hér á landi. Hér er niðurstaðan: Fólkið brást, - ekki stefnan. Hana þarf ekkert að lagfæra.


mbl.is Fólkið brást, ekki stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Þetta er alveg hárrétt.kv

þorvaldur Hermannsson, 20.3.2009 kl. 23:09

2 Smámynd: B Ewing

Samlíking þessarar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins við málstað byssuglaðra hvítra Ameríkana og hins kolklikkaða Charlton Heston er skuggalega rétt.

NRA: „Guns don't kill people, people kill people"

NRA: „Byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk"

XD: „Stefna drepur ekki hagkerfi heillar þjóðar, fólk drepur hagkerfi heillar þjóðar"

Sjálftökuflokksmenn eru endanlega orðnir klikk. 

B Ewing, 20.3.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Í fréttablaðinu í dag lýsir (sennilega) verðandi formaður þeirra sem brugðust hvernig þeir hafa nú þegar axlað ábyrgð á klúðrinu. Lesist með yfirvegun!

Haraldur Rafn Ingvason, 21.3.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband