Hvernig var heildarmyndin ?

"Athygli vekur að Íslandshreyfingin fékk milljón krónur meira í styrki en Frjálslyndi flokkurinn." Þetta var margendurtekið í fréttum í dag. Hvergi var í fréttum fjölmiðlanna í dag minnst einu orði á það að styrkir fyrirtækja til flokkanna voru aðeins hluti af því fjármagni sem þeir höfðu til ráðstöfunar fyrir síðustu kosningar.

Þeir flokkar sem þá höfðu fulltrúa á þingi fengu tugi milljóna og jafnvel yfir hundrað milljónir í framlag frá ríkinu á sama tíma og Íslandshreyfingin fékk ekki krónu þaðan.

Síðan tel ég að þau fyrirtæki sem styrktu öll framboðin jafnt eigi ekki að lenda í orrahríð ásakana um óeðlilega tengsl.

Margir aðilar höfðu þessa reglu og hún grundvallaðist á því að nauðsynlegt væri að kosningabaráttan í heild væri styrkt og þá framboðin öll jafnt til þess að styrkja nauðsynlegt flæði upplýsinga og skoðana sem er undirstaða lýðræðisins.

Eins og aðstæður voru 2007 var útilokað að reka kosningastarf án þess að hafa fjármagn. Íslandshreyfingin hafði aðeins úr broti af því fjármagni að spila sem hin framboðin höfðu.

Ef eitthvað var um fjárráð hennar að segja í fréttum hefði það verið þetta: "Athygli vekur að Íslandshreyfingin eyddi langminnstu fé í kosningabaráttuna."


mbl.is Baugur styrkti Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Morgunblaðinu í dag (laugardag) birtist heildarmynd þessa máls ágætlega.

Ómar Ragnarsson, 22.3.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband