"Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum..."

DSC00017DSCF0516
DSCF3008Steingrímur Ari Arason sagði sig frá hlutverki sínu í "einkavinavæðingunni" með orðunum: "Ég hef aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Stundum hlýtur útlendingum að detta svipað í hug þegar þeir sjá hvernig íslenskir ökumenn leggja oft og iðulega í stæði. 

Efsta myndin hérr hægra megin er táknræn fyrir "gróðærið". Stór palljeppi er settur þannig niður að hann taki örugglega tvö stæði.

Hugsanlega hefur einn ökumaður verið við stýrið í öllum fjórum bílnum sem við sjáum.

En kosturinn við að vera í umferðinni á einum af allra minnstu bílum landsins getur verið sá að komast inn í annað stæðið, sem sá stóri tekur.

Næsta mynd tekin við Kringluna. Jeppa hefur verið lagt þannig að tryggt sé að hann taki tvö stæði. Hann skagar raunar inn í 3ja stæðið. 

Ökumaður hans áttar sig ekki á því að hægt sé samt að leggja minnsta fjórhjóladrifsbíl landsins þannig að hann lendi innan marka stæðisins.

Í mynd neðar, nr. 4 talið að ofan, sést að vinstra framhorn litla bílsins er innan við línuna eins og hægra afturhornið.

Ef ég er viðstaddur þegar bílstjórar stóru bílanna koma upphefst venjulega mikill reiðilestur yfir mér fyrir að hafa lagt þannig að ekki var hægt að komast inn bílstjórnamegin í stóra bílinn. Gildir einu þótt ég bendi ökumanninum á að hann hafi sjálfur lagt ólöglega á þann hátt að þessi staða skapaðist en að ég leggi innan marka.

 

DSCF0515Þriðja efsta myndin var tekin við Kringluna í fyrradag. Þar var bíll búinn að standa þannig í stæði, þegar ég kom þar að, að hann tók tvö stæði í staðinn fyrir eitt. Hvíta línan sem afmarkar stæðin sést undir miðjum bílnum.

Ökumannsdyrnar eru opnar vegna þess að ökumaðurinn er að setjast upp í bílinn.

DSCF3007

Rétt áður var öðrum bíl ekið þarna inn og beygt til hægri á móti umferðinni, svo að bíll, sem sést fjær komst ekki leiðar sinnar. 

Það sést á mynd númer 5 talið ofan frá. 

Stóð þessi bíll djrúga stund þangað til búið var að hleypa manni út úr honum.

Vel hefði verið hægt að aka bílnum rétta leið til vinstri til að hleypa manninum út án þess að það ylli neinni umferðartruflun.   

Síðan er ein mynd hér neðst þar sem ég játa á mig sjálfan það brot á umferðarlögum að leggja bíl á hvíta bílastæðislínu af skömmum mínum eftir að stórum bíl hafði verið lagt þannig í stæðið að það átti að vera tryggt að enginn kæmist þar annar að né í hitt stæðið sem bíllinn tekur líka.

DSC00374

Þessi mynd er tekin að sumarlagi við Loftleiðahótelið þar sem fóru fram nokkrar samkomur og var bílastæðið yfirfullt.

Sumir þeir sem átti þangað leið voru gamlir og fótafúnir og urðu að leggja bílum sínum talsvert fjær.

Ef bílstjóri stóra bílsins hefði verið tillitssamur við samferðamenn hefði hann getað lagt bílnum alveg yst í stæðið þar sem litli bíllinn minn er og gefið stæðið til hægri eftir. 

Viðbrögð bílstjóra við því að ég leggi þétt upp að stærri bílnum eru yfirleitt mikil reiði yfir því að ég skuli leggja svona nálægt þeim.

Ef ég bendi þeim á það að þeir hafi sjálfir lagt kolólöglega í byrjun og eigi því sök á vandræðunum kemur það svar á móti að þeir hafi verið á undan og eigi því réttinn. 


mbl.is Vildu ekki selja Samson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vörubíllinn á efstu myndinni erl ólöglegur í öllum stæðum sem eru ekki sér merkt fyrir vörubíla!

og fyrst ég er byrjaður væri mögulegt þar sem ég tel það mjög táknrænt að Evrópu andstæðingar héldu samkomur sínar á Uppsölum

Tryggvi (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 02:49

2 identicon

En var þetta ekki það eina sem Steingrímur Ari sagði? Og fyrir að þegja
fékk hann flotta forstjórastöðu hjá þá nýstofnaðri Sjúkratryggingastofnun þar sem hann var tekin fram fyrir hæfari umsækjendur. Spillingin augljós.

Rósa (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 07:37

3 identicon

Ómar, þú ert frábær, ég styð þig alltaf í öllu sem þú ert að gera. Mættu fleiri vera eins og þú.

Geir Hólmarsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Einar Indriðason

Samt verra að sjá svona tröllatrukka (eða sportbílana) lagt í fötluð stæði.  Og... ökumanninn fullfrískan rífa kjaft og hóta líkamsmeiðingum ef þetta er nefnt við hann.  Í slíkum tilfellum á að hringja í 112 og fá lögguna í málið.  (Umferðarstofa sagði þetta sjálf um daginn.)

Svona dúddar... fullfrískir... það mætti að meinalausu brjóta lappirnar á þeim, til að þeir sjái þetta kannski frá hinni hliðinni.

Einar Indriðason, 22.3.2009 kl. 10:54

5 identicon

Styð Ómar líka.  Hef heyrt um fólk sem lætur límmiða með sterku lími á framrúður þeirra bíla sem leggja á gangstéttum og öðruvísi valda vegfarendum ómældum óþægindum, börnum, gamalmennum, fólki með barnavagna etc.  Og ættu að vera háar sektir fyrir að leggja ölóglega í bílastæðum ætluðum fötluðum og upp á gangstéttir.  Það virkar í venjulegum löndum.     

EE elle (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 11:15

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Víða erlendis er ekki heimilt að aka stórum bílum í miðborgir án þess að um flutning vöru er að ræða. Ströng skilyrði eru þá um slíkt, t.d. hvenær dags flutningar eru leyfðir.

Á Íslandi er allt leyft, jafnvel að koma á þessum risastóru skúffubílum (pick up) og leggja þeim jafnvel til lengri tíma.

Ástæðan er að Íslendingar eru agalausir. Allt of margir telja sér allt frjálst og leyfilegt. Ef einhver kemur með vinsamlegar ábendingar þá verður allt vitlaust.

Þá má ekki gleyma því að þessir skúffubílar slíta vegum og öðrum mannvirkjum margfalt hraðar en venjuleg og hófleg stærð fólksbíla.

Einmyndin er óhófleg notkun nagladekkja. Þó svo að tiltölulega sjaldgæft að nagladekk komi að gagni á höfuðborgarsvæðinu er leyfilegt að eyðileggja göturnar með notkun þeirra. Þeir sem vilja nagla eiga einfaldlega að borga fyrir þá notkun. Mér skilst að viðgerðakostnaður gatnanna í Reykjavík sé það hár að slagi hátt í rekstrarkostnað Strætó í um hálft ár. Íhaldið eralltaf að reyna að grafa undan almenningsvögnunum og ber fyrir sig að þeir séu dýrir í rekstri. Þarna er auðvitað þörf á að taka til hendinni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2009 kl. 12:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lítil typpi lengjast mest,
á Land Rover það er best,
vin sinn þar að væða,
volgur á milli stæða.

Þorsteinn Briem, 22.3.2009 kl. 13:06

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk fyrir þetta, Ómar. Þegar ég tók ökupróf fyrir 40 árum í Þýskalandi þá hefði ég fallið ef ég hefði lagt bílinn eins og þú sýnir á myndunum. Í þessu ljósmyndasafni þínu vanta myndir þar sem fólkið leggur á gangstéttir. Ég sem geng og hjóla er sérlega gröm yfir þessu.

Úrsúla Jünemann, 22.3.2009 kl. 15:51

9 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Sæll félagi. Flott hjá þér ! Fleiri myndir ! Við hverju er  að  búast , þegar forseti Íslands  leggur í stæði fyrri fatlaða ?  Það  skiptir ekki máli hvort hann leggur  þar í 40  sekúndur  eða  40 mínútur.

Eiður Svanberg Guðnason, 22.3.2009 kl. 18:06

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er líklega algengasta afsökunin sem maður heyrir: "Ég ætlað aðeins að skreppa örstutta stund inn".

Ég hef lent í deilum við fólk sem hefur lagt í stæði fatlaða og þegar það segir framangreint þá gleymir það tvennu:

1. Þetta "örstutta skrepp" verður oft býsna langt. Í eitt skipti þurfti sá sem þetta sagði að fara í biðröð í banka og var lengi að komast að.

2. Hinn fatlaði, sem kemur á bíl sínum að hinu upptekna stæði getur með engu móti vitað hve lengi sá ætlar að vera inni, sem lagði ólöglega í stæðið.

Raunar hef ég undrast það mest hverju fólk tekur upp á að segja þegar það afsakar það sem við höfum verið að fjalla um hér að ofan og í athugasemdnum.

Ómar Ragnarsson, 22.3.2009 kl. 20:59

11 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

   Ekki bara  að maður hafi lent í deilum við þá sem leggja í stæði fatlaðra heldur  var mér einu sinni hótað  barsmíðum á  bílastæðinu við  Austurver. Í annað  skipti  tók ég mynd af bíl ungrar konu sem hafði lagt í stæði  fyrir  fatlaða við verslanamiðstöðina í Hveragerði. Hún hótaði að hringja í lögregluna og  kæra  mig  fyrir  áreitni, hún sagði  nú reyndar áreiti. Ég bað hana blessaða  að gera það. Ekki heyrði ég frá lögreglunni, en ég setti mynd af henni  og  bílnum á  bloggið.

Eiður Svanberg Guðnason, 22.3.2009 kl. 21:35

12 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Fatlaðir eiga ekki að keyra bíla heldur hjólastóla, litlir bílar eiga ekki rétt á neinu, stóru jepparnir eiga að fá tvö stæði og dýrustu bílana á að vera hægt að skoða frá öllum hliðum úr þriggja metra fjarlægð burtséð frá merkingum! Það á að vera sem mestur völlur á þeim sem hafa efni á því!

Rúnar Þór Þórarinsson, 22.3.2009 kl. 22:31

13 identicon

Og gangandi vegfarendur eiga ekki að ganga á gangstéttum, sem eru fyrir bíla og jeppa.

EE elle (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:59

14 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Sumir gera sig breiða í umferðinni.  Sumir velja annan vettvang....

Annað ekki :-)

Þórhallur Pálsson, 22.3.2009 kl. 23:45

15 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Takk fyrir frábæra myndaröð, þessar uppá komur reyna á (langlundar) geðið.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 24.3.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband