"Nauðsynlegt að vinda ofan af stöðunni" í jan´08.

Í janúar 2008 segir í minnisblaði Seðlabankans að "nauðsynlegt sé að vinda ofan af stöðunni." Af hverju var það ekki gert? Af hverju segir Seðlabankastjórinn í skýrslu fjórum mánuðum síðafr, í maí '08, að bankarnir standi vel og hafi staðið álagspróf með prýði?

Af hverju var talið í janúar að vinda þyrfti ofan af Glitni og Kaupþingi en Icesafe reikningarnir látnir blása upp í himinhæðir, - heila 63 milljarða síðastu vikurnar um haustið?

Af hverju fóru þessar aðvaranir aldrei lengra en til 2ja ráðherra sem muna raunar óljóst eftir þeim?

Mig minnir að þegar brennuvargarnir báru eldsneytið inn í hús Biedermanns í leikritinu góða hefði Biedermann aldrei talið "nauðsynlegt að vinda ofan af stöðunni" heldur voru öll ummæli hans á þann veg í afneitun hans að þetta væri allt í góðu lagi.

Höfundur þess leikrits hefði líklega þótt það of ótrúlegt að láta Biedermann tala um það sjálfan að brennuvargarnir væru að stefna honum í mikla hættu sem þyrfti að vinda ofan af en tala síðan í næstu setningu um það hvað þetta væru nú frábærir menn, húrra! Húrra! Húrra! Húrra!

En svona hafa nú Biedermenn okkar tíma birst okkur eins og kleyfhugar að hæstu gráðu, svo klofnir, að rithöfundar myndu varla þora að setja svo ótrúlegt á blað.


mbl.is Stefndu fjármálalífinu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Bendi á afar áhugavert viðtal við Þór Saari í Zetunni í dag á mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/thor_saari_i_zetunni

Baldvin Jónsson, 24.3.2009 kl. 01:09

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Getur verið að Davíð hafi lifað aftur á bak þ.e.a.s. fyrst maí ´08 og síðar janúar ´08 . Ja maður spyr sig ?

Hörður B Hjartarson, 24.3.2009 kl. 02:23

3 Smámynd: Alli

Var minnisblað Seðlabankans etv. skrifað í Jan. 2009?

Alli, 24.3.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband