Hvers vegna?

Hvers vegna hallar svona stórlega á milli kynjanna hjá grónum flokki eins og Frjálslynda flokknum sem á að hafa haft nægan tíma til að undirbúa framboð sitt?

Þegar Íslandshreyfingin bauð fram með örstuttum fyrirvara 2007 tókst að manna framboðslistana á þann hátt að algert jafnræði var á milli karla og kvenna ofan frá og niður úr.

Í sex kjördæmum voru konur í efsta sæti í þremur kjördæmanna. Fyrir það kjördæmi sem Frjálslyndi flokkurinn á mest fylgi er nú engin kona á þingi en Íslandshreyfingin bauð eitt allra framboða fram konu í efsta sætið.

Auðvitað er það mál hvers flokks um sig hverja hann býður fram en spurningin er um vilja eða getu.


mbl.is Rýrt hlutfall kvenna hjá Frjálslyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir eru nú ærið kvenlegir í Frjálslynda flokknum.

Nægir þar að nefna þingmenn flokksins.

Báða.

Þorsteinn Briem, 5.4.2009 kl. 15:14

2 identicon

STanda þeir ekki undir nafni?? Frjálslyndir í öllum sköpuðum hlutum.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Afhverju rann Íslandshreyfingin ekki frekar saman við Borgarahreyfinguna?

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 5.4.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband