Munaði mikið um 0,3%.

Reglur um fjárstuðning ríkisins til stjórnmálastarfsemi kveða á um það, að framboð verði að fá 2,5% atkvæða til þess að fá stuðning áfram eftir kosningar. Frjálslyndi flokkurinn fékk 2,2% og dettur því alveg út að þessu leyti.

Ég tel þetta mark of hátt og er þeirrar skoðunar að hvert það framboð sem fær sem svarar atkvæðimagni til eins þingsætis eigi bæði að fá það þingsæti og styrk í hlutfalli við fylgið, rétt eins og öll hin framboðin fengu þingsæti fyrir hver 1,57% heildaratkvæða eða hver 3000 atkvæði.

Frjálslyndi flokkurinn fékk um 4000 atkvæði á landsvísu.

Ef þessi hefði verið raunin hefðu formenn stjórnmálaflokkanna ekki þurft að vera með saknaðarhjal í sjónvarpinu í gærkvöldi og segja að mikil eftirsjá væri af Guðjóni.

Það þarf að breyta fjárstuðningslögunum í báða enda, ef svo má segja, veita framboðum sem tekst að bjóða fram stuðning strax fyrir kosningar og vera með skynsamlegar reglur gagnvart framboðum sem lögðu í kostnað fyrir kosningar á þeim forsendum að fá fylgi til næsta kjörtímabils.

Styrkjamálið á dögunum sýndi glögglega að nauðsyn er að fjárstuðningur til framboða og flokka komi ekki frá fyritækjum sem geta með því myndað óheppileg tengsl við framboðin.


mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins kölluð saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu í aðalatriðum. Veit samt ekki með þetta: 

"Styrkjamálið á dögunum sýndi glögglega að nauðsyn er að fjárstuðningur til framboða og flokka komi ekki frá fyrirtækjum sem geta með því myndað óheppileg tengsl við framboðin."

Varla ber að skilja þessi orð Ómars þannig að íslenskir stjórnmálaflokkar séu illa haldnir af almannafé? Vonandi ekki. Íslenskir stjórnmálamenn eru orðnir frekir tíl fjárins. Skammta flokkum sínum hátt í tvo milljarða af almannafé á kjörtímabili. Svo koma sníkjurnar til viðbótar því.

Fégræðgi flokkanna verður meðal annars að skoða í ljósi þeirrar villimennsku sem hér tíðkast við auglýsingar í Sjónvarpi. Ekki aðeins eru flokkunum heimilt að auglýsa í sjónvarpi (einsdæmi í Evrópu), heldur geta þeir eytt eins miklu fé í skrumið og þeim sýnist. 

Ástþór Magnússon hafði lög að mæla í sambandi við Sjónvarpið í umræðuþættinum í gærkvöld. Þar á bæ er ekki gætt jafnræðissjónarmiða heldur flokkssjónarmiða. Borgarahreyfingin fékk að kenna þessu sleifarlagi ríkissjónvarpsins og andlýðræðislegum vinnubrögðum flokkanna þurftarfreku, og gerði sem betur fer athugasemdir.

Um það má fræðast hér:

http://www.borgarahreyfingin.is/2009/04/09/bref-til-utvarpsstjora-og-menntamalaradherra/

Rómverji (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Ómar, ég er þér sammála í stórum dráttum.  En hver stjórnmálaflokkur sem fær fé úr almannasjóðum verður að fara vel með það fé.  En þannig er ekki háttað hjá öllum flokkum.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 27.4.2009 kl. 21:15

3 identicon

eru stjórnmálaflokkar ekki Félagasamtök? og fá ca. 1% af þjóðartekjum okkar til að reka sig. Hafa þeir ekki líka lifað á háum styrkjum ?

hvað með önnur félagasamtök?

við eigum að stoppa þessar greiðslur, og nota þessa peninga í börnin, aldraða á landinu okkar, þessi félagasamtök geta lifað eins og önnur samtök.

kv. Agnes

Agnes Lára Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:28

4 identicon

Þeir hefðu nú ekki fengið mann þó 5% reglan hefði ekki verið með held ég. Engar reglur héldu þeirra mönnum frá þingi, bara fylgisleysi.

Til þess að menn fái þingmann fyrir 2,2% þarf landið að vera eitt kjördæmi, hvernig ætlaðirðu annars að koma því að?

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:45

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, með því að hafa engan tilgreinda þröskuld. Þá kemur hvert það framboð að manni sem hefur 3000 atkvæði á landinu öllu.

Ómar Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 00:26

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ef frjálslyndi höfðu ekki backpeddlað í innflytjendamálefnum höfðu þeir náð vel yfir 5%

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.4.2009 kl. 00:52

7 identicon

Ómar, ætti þá ekki eitt sæti á alþingi að standa autt samkvæmt þessu? Það skiluðu yfir 6000 mans auðu....

Vilhelm Harðarson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband