Hæf kona kveður, - klár kona tekur við.

Ég hef áður sagt og segi enn að leitun var á Alþingi að þingmanni sem var orðinn eins vel að sér í sínum málaflokki og Kolbrún Halldórsdóttir. Hún er líka hreinskilin og ákveðin og það kostaði hana líklega þingsætið og embættið.

Mér finnst eftirsjá eftir henni úr því starfi sem hún hafði búið sig svo vel undir. Ég hef verið fylgismaður þess að ráðherrar eigi ekki jafnframt að vera þingmenn, en meðan núverandi fyrirkomulag er í gildi er það alltaf talið veikja ráðherra að vera ekki á þingi, ekki hvað síst ef hann hefur dottið út af þingi.

Misvægi atkvæða milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis varð til þess að Kolbrún, Mörður Árnason og fjórir aðrir á suðvesturhorninu féllu út af þingi sem annars hefði hún haldist inni.

Kolbrún var þó með það á bakinu að hafa farið illa út úr prófkjöri og það hefur líklegast riðið baggamuninn.

Svandís Svavarsdóttir skein sem skært nýstirni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2006 og hraðferð hennar framávið í stjórnmálunum er verðskulduð. Í umhverfismálum held ég hins vegar að hún eigi eftir að kynna sér margt.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig hún vinnur úr því og hvernig hún stendur sig.

En hún sýndi það og sannaði í REI-málinu hve klár pólitíkus hún er, - kom því máli af stað, fylgdi því eftir og lauk því vel. Á ekki langt að sækja þá hæfileika.

Vonandi tekst henni vel til í ráðherrastóli og stjórn ráðuneytis sem er að mörgu leyti þýðingarmesta ráðuneytið ef tekið er tillit til þeirra milljóna Íslendinga sem eiga eftir að byggja þetta land og gjalda fyrir mistök okkar eða njóta framsýni okkar, hvort sem verður ofan á.

Henni fylgja góðar óskir um áframhaldandi velgengni þjóðinni og ókomnum kynslóðum til heilla.


mbl.is Svandís tekur við embætti umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fróðleiks Kolla fús,
fer því í Þjóðleikhús,
laus við Svandís lús,
í laut við erum dús.

Þorsteinn Briem, 11.5.2009 kl. 11:04

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég er sammála þér, Ómar og mun sakna Kolbrúnu í umhverfisráðuneytinu. Hún sinnti því starfi af miklum eldmóð og var búin að afla sér mikla þekkingu á því sviði.

Úrsúla Jünemann, 11.5.2009 kl. 11:41

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Eins og ritað úr mínum huga Ómar.

Magnús Bergsson, 11.5.2009 kl. 12:19

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svandís er hæf kona í pólitík, ekki vafi. Hvernig hún spilar úr þeim hæfileikum í umhverfisráðuneytinu verður að koma í ljós.

Kolbrún var og er of öfgafengin og þröngsýn til að gegna ráðherraembætti með trúverðugum hætti, þar sem allra sjónarmiða þarf að gæta. Það varð henni að falli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband