Norðmenn gátu gert þetta.

Þaulsætnasti stjórnmálaflokkur landsins er óvanur öðru en að ríkisstjórnin afgreiði mál á fundum og síðan eru þingflokkarnir "handjárnaðir", eins og þa er kallað, - til að fylgja málum fram.

Ráðherraræðið eins og það hefur tíðkast hér á landi.

Ég er sammála Þór Saari að lýðræðislegra sé að leysa flokksbönd og leyfa þingmönnum að vera frjálsum um að taka afstöðu til mála. Komið mál til enda þetta mál búið að flækja íslensk flokkastjórnmál og haldið þeim í gíslingu og pattstöðu.

Þegar Norðmenn sóttu um aðild að ESB var Verkamannaflokkurinn, sem var í stjórn, klofinn um málið. Verkalýðshreyfingin norska var á móti aðild, enda voru flestir flokkar þar meira eða minna klofnir í málinu.

Gro Harlem Brundtland sendi stutt 26 orða bréf til Brussel og síðan var sótt um aðild og greitt um hana þjóðaratkvæði.


mbl.is Afstaðan lýsir skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband