Óráð að "loka húsinu."

Á Alþingi hefur þingmaður einn talið nauðsynlegt að fresta framkvæmdum við tónlistarhúsið og loka húsinu á meðan.

Þegar litið er til samkeppnisaðstöðu hússins við enn betri hús, sem nýlega hafa risið í Kaupmannahöfn og Osló og eru mun nær markaðnum, má vel taka mál þessa húss allt upp að nýju.

Hins vegar væri það hið mesta óráð að loka húsinu, því það fer mun skár með það að láta það vera opið.

Þetta hef ég eftir byggingafræðingi sem er sérfræðingur um húsaskemmdir og gömul hús.

Hann segir að það hafi farið verst með Þjóðleikhúsið að hafa það lokað í tólf ár án þess að hita það upp.

Þess vegna eru aðeins þrjár leiðir að velja um varðandi tónlistarhúsið.

1. Halda áfram framkvæmdum og klára húsið.

2. Klára hluta hússins, sem gæti starfað sjálfstætt, líkt og gert var með því að klára kjallarann undir kór
Hallgrímskirkju og halda þar guðsþjónustur þar til kirkjan sjálf var öll risin. Þessi hluti hússin væri upphitaður en
að öðru leyti væri húsið áfram opið.

3. Fresta framkvæmdum og halda húsinu opnu, en það er mun ódýrara í bráð og lengd heldur en að loka því og láta
það standa þannig óklárað, lokað og óupphitað. Það myndi spara framkvæmdir núna og einnig lengja endingu
hússins til framtíðar litið.


mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tónlistarhúsið verður að sjálfsögðu allt klárað á næstunni og því verður breytt smávegis, þannig að hægt verður að flytja þar óperur með mörgum feitum konum. Sviðið verður sérstaklega styrkt.

Óratíma tók að klára Þjóðarbókhlöðuna og hún varð því mikið dýrari en hún þurfti að vera.

Nýr Landsspítali verður einnig reistur á næstunni, þar sem nú er Umferðarmiðstöðin en ný verður reist fljótlega skammt frá Hótel Loftleiðum.

Ekki veitir nú af að koma atvinnulausu iðnaðarmönnunum í vinnu, í staðinn fyrir að borga þeim fyrir að mæla göturnar, sem er í verkahring verkfræðinganna.

Þorsteinn Briem, 20.5.2009 kl. 20:37

2 identicon

Fín lausn á þessu á Eyjunni í dag:

http://eyjan.is/blog/2009/05/20/pakka-thvi-inn-og-malid-dautt/

Já, bara fá Cristo til að pakka því inn og málið dautt!

Það myndi auk þess vekja fína eftirtekt og yrði ekki "niðurlægjandi" á nokkurn hátt.

Alveg galið að ætla að klára húsið samkvæmt plönum sem gerð voru í gróðærinu. Ekki langar mig að fara í slíkt hús, vitandi hvaða sukk og vitleysa var á bakvið slíkar áætlanir. Þessvegna er það líka siðferðislega rangt að halda sig við þessar óraunhæfu og marklausu áætlanir, fyrir utan að vera viðskiptalega fáránlegt.

Þingmenn, sem vilja halda áfram á þeirri braut, verða þá að svara þessari spurningu: Hvaðan ætla þeir að taka peninginn? 

Nú liggur fyrir að skera þarf niður um 50 milljarða í næstu fjárlögum. Er þá ekki nærtækast að byrja á því að taka 16 milljarða þarna? Auðvitað getur þetta beðið.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég legg enn og aftur til að Seðlabankinn stuðli að því að komið verði upp safni, í nýja tónlistarhúsinu, um Efnahagssögu Íslands og að Útrásarvíkingar og efnahagshrunið í upphafi 21. aldarinnar fá þar sérstaka deild. Þetta þarft ekki að taka nema lítinn hluta byggingarinnar og getur að mestu verið hluti af alrými og á því ekki að skerða nýtingu hússins sem tónlistarhúss. Þetta hús og efnahagsviðundrið eru svo tengd að það er borðleggjamdi að gera þetta. Við eigum að læra af mistökunum en ekki sópa þeim undir mottuna.

Ásgeir Rúnar Helgason, 20.5.2009 kl. 21:35

4 identicon

Bendi Þorfinni á að tónlistarhúsið verður ekki greitt af ríkinu í einni summu á þessu ári eða næsta. Peningarnir koma þvi ekki til með að sparast á þessu fjárlagaári.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:41

5 identicon

Rúnar, það skiptir engu þó að öll fjárhæðin verði greidd á þessu ári eða því næsta eða jafnvel eitthvað síðar.

Fjármögnunin var "tryggð" í vor með lánsloforðum frá nýju ríkisbönkunum þremur. Þeir leggja 5-6 milljarða hver til verksins. Þeir peningar eru í raun ekki til.

Ríkisbankarnir þrír eru enn ekki komnir endanlega á flot. Það gerist væntanlega innan mánaðar og fá þeir allir innspýtingu í efnahagsreikning sinn frá ríkinu. Þeir peningar eru ekki til hér á landi, heldur þarf að afla þeirra með erlendu lánsfé.

Það breytir því engu í umræðunni hvort þetta er greitt á þessu fjárlagaári eða síðar. Peningarnir eru ekki til. Það mætti því alveg eins fá lán til að gera eitthvað annað, minnka annan niðurskurð, osfrv.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 10:57

6 identicon

Algerlega ósammála þér að það séu eitthvað miklu betri hús í Köben og Osló. Einnig er nú varhugavert að vera með sleggjudómana í samlíkingunni við hús sem eru nú þegar kominn.

 Varðandi óperuna í Köben er hún vægast sagt misheppnuð og er bara minnisvarði ríkisbubba, ljót og hefur lítið aðdráttarafl. Reyndar er víst ætlunina að útbúa göngubrú yfir til óperunnar frá Amaliuborgarsvæðinu til að bæta aðgengið sem er nú ekki beisið í dag. 

 Hinsvegar er óperan í Osló dæmi um virkilega vel heppnaða byggingu sem allir virðast njóta, hvort sem þeir ætla að sjá óperu eða ekki. 

Mín skoðun er sú að það eigi að klára þetta blessaða hús. Húsið er ekki í samkeppni við hin tvö enda eru þau eingöngu tónlistarhús en ekki ráðstefnu höll líka, sem mér skilst að eigi að vera við tónlistarhúsið. Það að húsið sé í raun einn risaskúlptur eftir Ólaf Elíasson gæti trekkt að. Dæmi um aðdráttarafl hans er t.d. fossarnir sem hann útbjó undir brooklyn brúnni sem reiknað var að hefðu fært borginni fleiri milljón dollara. 

 Svo hugsa ég nú að þeir sem segjast aldrei ætla að fara í húsið verði það byggt séu þeir sömu og ætluðu aldrei að fara í Hvalfjarðargöngin  :-)

Jón (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband