Airbus og Piper Cub.

Fyrir mörgum árum var góð úttekt á áhrifum ísingar á flugvélar í tímaritinu Flying og meðal annars rætt við þann flugmann bandarískan sem mest vissi um það atriði.

Megin niðurstaða hans var athyglisverð. Ef flugvél er flogið inn í mestu ísingarskilyrði, sem möguleg eru, skiptir ekki máli hvort flogið á Boeing 747 eða Piper Cub, sem er einhver einfaldasta smáflugvél sem hugsast getur. Báðar mega sín einskis. 

300px-PiperJ-3Cub02-1

Flugmaður þessi hafði öðlast frægð fyrir færni sína og kunnáttu í glímu við ísingarskilyrði. Hann endaði líf sitt þegar hann ætlaði að nota þessa þekkingu sína til að fljúga áríðandi flug við erfið ísingarskilyrði en varð að lúta í lægra haldi fyrir ógninni sem enginn þekkti betur en hann.

Airbusvélarnar voru þær fyrstu sem voru búnar svonefndu Fly-by-wire stjórnunarkerfi og hafa talist afar fullkomnar flugvélar. En ekkert mannanna verk né starfsemi eru fullkomin né fá staðist hvaða aðstæður sem vera skal.


mbl.is Brakið án efa úr týndu vélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iceing condition á þessum flight level?

Varla.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er það jafnvel hugsanlegt að þessi ofur tölvuvæðing Airbus vélunum eigi sök á máli ?

Finnur Bárðarson, 3.6.2009 kl. 17:25

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég er hvorki flugmaður né flugmenntaður, en það virðist alls ekki óhugsandi að vélin hafi flogið inn í þrumuský. Uppstreymi þar getur verið óskaplegt, mörg G, þannig að vængur eða vængir vélarinnar hafi bókstaflega rifnað af. Þessar vélar virðast ekki sérlega sterkbyggðar, en fyrir nokkrum árum brotnaði stélið af Airbus vél yfir New York, svo hún hrapaði.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.6.2009 kl. 03:25

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allar flugvélar verða að standast ákveðnar kröfur varðandi styrkleika. Venjulegar flugvélar þurfa að standast 3,8 g eða þrefalda þyngd sína að staðaldri, en það þýðir að þær eiga ekki að brotna við tvöfalt það álag.

Stundum hefur ekki komið í ljós fyrr en seint og síðar meir að allir hlutar vélar standast ekki kröfurnar.

Þannig brotnuðu V-laga stél Beechraft Bonanza óeðlilega oft af á flugi og voru þau styrkt.

Mér finnst sennilegast að skemmdir hafi orðið á Airbus-þotunni í ógurlegri ókyrrð sem ollu því að flugstjórarnir misstu í lokin stjórn á henni.

Tölvukerfið í Airbus kemur í veg fyrir að flugstjórar geti ofrisið vélinni eða ofgert henni, til dæmis með því að missa hana á hvolf.

Fyrir liggur að búið var að aftengja kerfið og flugstjórarnir byrjaðir að handstýra vélinni i hrikalegri ókyrrð, reynandi að lækka flugið vegna þess að jafnþrýstikerfið var dottið út.

Ég hef sjálfur fengið að handstýra Boeing 747 þotu í einkaflugi og það er svo sannarlega talsvert verkefni, jafnvel við góðar aðstæður.

Ef þotan hefur lent í dýfu hefur hún komist upp á hraða sem hefur ofgert henni. Þetta er þekkt fyrirbæri og kallað "dauða-gormdýfa."

Engin flugvél stenst slíkt.

Ómar Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband