Allt gengur of hægt.

Göran Persson sem var forsætisráðherra Svía í kreppunni þar snemma á tíunda áratugnum brýndi íslenska ráðamenn síðastliðið haust til að taka slaginn alvarlega og strax og grípa hið snarasta til ítrustu ráðstafana gegn kreppunni.

Nú kemur æ betur í ljós hve það háir okkur að hafa til dæmis ekki tekið strax til hendi í ríkisfjármálunum af fullum þunga. Það er liðið það langt á árið að æ erfiðara verður að ná því markmiði sem nauðsynlegt er í samdrætti ríkisútgjalda á þessu ári, því að 3ja til 6 mánaða tregða er til dæmis innifalin í því að fækka ríkisstarfsmönnum eða breyta kjörum þeirra.

Það eru ekki allir á sömu buxunum og Ögmundur Jónasson að afsala sér sjálfviljugir því sem þeir eiga lagalegan rétt á.

Gjáin er enn opin á milli krafna aðila vinnumarkaðarins og aðgerða Seðlabankans og því allt í uppnámi í kjaramálum.

Róðurinn þyngist og þær óhjákvæmilega óvinsælu og hörðu aðgerðir sem nauðsynlegar eru verða bara enn sársaukafyllri fyrir bragðið.


mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góðir hlutir gerast hægt

Pétur Þórarinnson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

"Fínir" hlutir fljúga í gegn.

Eins og verndun fjármagnseigenda með beinu peningainleggi í peningamarkaðssjóðina og sjóð9, ásamt smá bónus sem trygging á ÖLLU innlánsfé yfir 3milj.

Ég hef grun um að það séu vondir hlutir sem eru hægt og bítandi að fæðast hér á Íslandi.

Axel Pétur Axelsson, 4.6.2009 kl. 10:10

3 identicon

Göran Persson var forsaetisrádherra Svíthjódar 1996-2006.

Steingrimur Jonsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband