Endurtekur sagan frá 1771 sig?

Í Landsnefnd svonefndri sem Kristján 7. skipaði 1771 til að standa fyrir umbótum á Íslandi var einn erlendur maður.

Umbótaöfl í Kaupmannahöfn fengu því til leiðar komið að Norðmaður sem var formaður nefndarinnar. Það átti að tryggja að nefndinni tækist að framfylgja umbótatillögum konungs sem hann setti fram í tíu liðum.

Niðurstaðan varð sú að Norðmaðurinn var ofurliði borinn af innlendum ráðamönnum og nær ekkert var gert í málinu.
Þetta seinkaði framförum á Íslandi um meira en heila öld. Þjóð í hlekkjum hugarfarsins blæddi.

Það yrði eftir öðru ef eini útlendingurinn, sem fenginn hefur verið til að fara ofan í saumana á efnahagshruninu yrði hrakinn frá störfum.

Í fámennis- og klíkuþjóðfélagi okkar hefði eina vonin verið sú að algerlega óháðir erlendir aðilar stjórnuðu rannsóknum og aðgerðum til að hreinsa hér út, hefðu um það úrslitavald og bæru á því ábyrgð.

Ætlar sagan frá 1771 að endurtaka sig?


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnvöld bera ábyrgðina enda búin að sýna og sanna að áhuginn er enginn að réttlætið nái fram að ganga.  Enda allir flokkar meira og minna á spena þessa glæpagengis.

 Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 í dag og á hverjum degi. Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:16

2 identicon

Við þurfum alvöru byltingu til að losa okkur undan mafíum íslands.
Banna stjórnmálaflokka núverandi, banna stjórnmálamenn og þá sem stjórna einhverju yfirhöfuð.
Allir þessir flokkar eru örugglega á kafi í sukki og svínaríi, þess vegna hafa þeir allir dregið lappirnar... ætla svo að demba öllu heila klappinu á almenning

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr G.G!

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 15:35

4 identicon

Eva Joly var kosin inn á evrópuþing nú á Sunnudaginn síðasta fyrir hönd Frakklands. Hún getur nú engan veginn verið í þessum 2 störfum á sama tíma. Mér sýnist þetta vera aðferð hennar til að segja upp án þess að missa andlitið í fjölmiðlum. Ekki finnst mér gott að vita til þess að Eva, tilvonandi evrópuþingmaður, muni taka fyrir umsókn Íslands í evrópusambandið og á sama tíma hafa afrit af öllum okkar fjármálum síðastliðin ár.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:34

5 identicon

Algerlega sammála. Íslenska stjórn- og efnahagskerfið er rotið inn í merg. Menn sem gerast stjórnmálamenn til að breyta ástandinu verða síðan yfirleitt samdauna viðbjóðnum á undraskömmum tíma. Enn er undantekningin Borgarahreyfingin og kannski 3-4 þingmenn Vinstri grænna - Ögmundur, Atli, Guðfríður og Lilja.

Katrín Jakobs brást þegar hún réð Baldur Guðlaugs í menntamálaráðuneytið. Steingrímur bregst ef hann sættir sig við fráhvarf Evu Joly og seinagang og máttleysi sérstaka saksóknarans og FME.

Við sem ætlum ekki að ganga lyginni og samsektinni á hönd VERÐUM AÐ SÝNA ÞAÐ ekki seinna en núna með öllu öðru en þögn og skeytingarleysi.

Skora á þig, Ómar Ragnarsson, að draga Íslandshreyfinguna út úr Samfylkingunni í mótmælaskyni við almenna spillingu stjórnkerfisins - ef þú mögulega getur.

Ísak Harðarson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:37

6 identicon

Þær draga úr manni allann mátt , fréttirnar þessa dagana.

Við hlekkjum okkur við Icesave galeiðuna með bros á vör og þökkum fyrir að hafa fengið pláss á dallinum.

Svo látum við einhverja frekjukerlingu frá Frakklandi sem heimtar himinhátt kaup og skrifstofu í þokkabót ekki vaða yfir okkur....

Steingrímur J og Bjarni Ben búnir að skiptast á líkömum.

 Plís vill einhver vekja mig af þessari martröð.

Hrönn (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:40

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Animal farm.

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 17:46

8 identicon

Þessi skelfilega þjóðarnefna hefur aldrei haft vit né þrótt til að fara með eigin málefni.

Fyrirgefðu Eva að þú skyldir vera göbbuð svona illa í okkar nafni. Forðaðu þér meðan persónulegur skaði þinn er þó ekki meiri.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:48

9 identicon

Hugsanlega hefur Eva Joly rétt fyrir sér .  Hún er þekkt fyrir dugnað og heiðarleika svo það er engin ástæða til að draga það eitthvað í efa.

En við þurfum að láta í okkur heyra og mótmæla seinagangi í ýmsum málum.  Það er hægt að mótmæla fleiru en Icesave.  Hvað með bankaleynd??  Af hverju er hún enn á.

Vinur minn sem hefur unnið lengi í banka segir að bankaleynd sé einfaldlega bara til að fela hluti sem ekki mega líta dagsins ljós.  Ekki endilega út frá viðskiptalegum sjónarmiðum heldur líka frá siðferðilegum sjónarmiðum.

burt með bankaleynd.  Hvar eru vinstri grænir og samfó í því máli í dag??  Kannski er þetta einmitt það sem Eva Joly er svo óánægð með.  Seinaganginn og tvístígandaháttinn í þunglamalegum og þrælslunduðum embættismönnum.

jonas (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:54

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

6 valdið er auðvitað auðvaldið sem kaupir öll hin völdin.

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 19:05

11 identicon

"Joly telur Valtý vanhæfan vegna fjölskyldutengsla, en Valtýr er faðir Sigurðar Valtýssonar, sem er annar af tveimur forstjórum Exista."

Þetta vita Íslendingar og vildu aldrei fá Valtý í þetta starf.  En því miður er bara ekki hlustað á þjóðina.   

jonas (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:15

12 identicon

   " Kristján 7 var nefnilega geðveikur og ráfaði um krár Kaupmannahafnar "B.Lár  : hann var greinilega ekki í lagi kóngurinn, hefur kannski misst vitið við að reyna að koma lagi á landann.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:41

13 Smámynd: Gústaf Níelsson

Eitthvað hefur skolast til um söguþekkingu þína Ómar og ekkert er sameiginlegt með störfum Landsnefndarinnar fyrri (skipuð 20. mars 1770) og atburðarásar í okkar samtíð, en mín vegna máttu leita samlíkinga. Frekar langsótt þó.

Gústaf Níelsson, 10.6.2009 kl. 19:46

14 identicon

Afturámóti er hún fagmanneskja sem kann á kerfiskalla eins og eru hér.  Hún nýtir sér almenning til að þvinga í gegn því sem hún þarf.  Hún hefur talað sérstaklega um þýðingu þess að hafa almenningsálitið með sér til að hafa áhrif á stjórnvöld, og með því að leka málum eins og þessu er hún einfaldlega að leika sinn leik.  Hún benti sérstaklega á að þetta var aðferð Baugsmanna í Baugsmálinu sem ákæruvaldið gætti ekki að sér með að svara að hörku.  Svo fór sem fór, og hún ætlar örugglega ekki falla á því bragði.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:52

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vegna þess að Kristján 7. var meira og minna út úr heiminum gátu umbótasinnaðir menn, sem þjónuðu því besta sem þeir þekktu þá, menntuðu og góðgjörn einveldi, beitt sér í nafni konungsins fyrir því að reyna að bjarga Íslendingum úr ánauð yfirstéttarinnar.

Af Íslandssögu Jónasar frá Hriflu mætti ráða að Skúli fógeti hafi risið einn og óstuddur gegn danskri kúgun. Auðvitað gat hann það ekki heldur átti hann hauka í horni í Kaupmannahöfn, umbótasinnaða Dani sem börðust þar gegn afturhaldsöflunum, sem áttu sér bandamenn í íslenska aðlinum.

Þessir umbótasinnar sáu að það var eitthvað mikið að á Íslandi því að Íslendingum fækkaði á meðan Norðmönnum fjölgaði.

Íslenski aðallinn samanstóð af stórbændum, sem áttu 90% jarðanna og prestum og embættismönnum.

Þessir menn nutu sömu fríðinda fyrir syni sína og danski aðallinn hvað varðaði skólavist í Kaupmannahafnarháskóla.

Íslenski aðallinn þurfti hins vegar ekki að senda syni sína til herþjónustu og á vígvellina eins og sá danski.

Komið var í veg fyrir að þéttbýli myndaðist við sjávarsíðuna á Íslandi eins og í Noregi því að það stríddi gegn hagsmunum stórbændanna.

Það sem er sameiginlegt með viðfangsefnum Landsnefndarinnar fyrri og hugsanlegum rannsakendum hrunsins nú er það að það verður að vera tryggt að þeir sem eiga að koma málum í rétt horf hafi engin hagsmuna- kunningja eða fjölskyldutengsl.

Yfirgnæfandi meirihluti Landsnefndarinnar hafði hagsmuna að gæta og þótt þjóðfélagið hafi stækkað er hið sama uppi á tengingnum núna í örríkinu Íslandi.

Ómar Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 20:05

16 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

Gott innlegg.  Sú valdaklíka sem hér hefur öllu ráðið frá dögum Hannesar Hafsteins mun ekki gefast upp auðveldlega.  Hún mun berjast til síðasta manns og nota alla sína aðstöðu og klíkuskap til að koma sínu fram.  Því miður gef ég Evu ekki nema 1:3 líkur til að klekkja á þessu liði.  Auðvita mun hún finna einhverja smá krimma svona til að halda almenningi góðum en inn í raðir stjórnmálamanna fær hún ekki að fara.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.6.2009 kl. 20:15

17 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Einhversstaðar hef ég áður minnst á það áður en þetta er farið að minna óbeint á Pitcairn réttarhöldin (http://en.wikipedia.org/wiki/Pitcairn_sexual_assault_trial_of_2004). Bretar og Nýsjálendingar þurftu að annast rannsókn og réttarhöld vegna tengsla íbúa Pitcairn.

Við erum næstum því í sömu aðstöðu og getum þetta einfaldlega ekki ein okkar liðs.

Benedikt Bjarnason, 10.6.2009 kl. 20:49

18 identicon

Eva Joly vil trúi ég að rannsakað verði í bönkunum í botn kvótabraskið og
ef það er rétt hjá mér þá þarf hún að skoða líka milliliðina sem sáu um að
færa til kvótann á milli bátanna og peninganna á milli útgerðarinar. Það
þarf líka að rannsaka Fiskistofu til að bera þetta svo allt saman. Það voru
erlendir aðilar sem lánuðu bönkunum með veði í veiðiheimildum að ég tel og
það þarf að rannsaka og bera svo allt dæmið saman við reksraáætlanir sem
sýndu að útgerðin gæti borgað þetta sem ég er fullviss um að eru ekki til
enda að lána út á þorsktonnið allt að 4.2 milljónir undir lokin á
svikamyllunni segir sem segja þarf að´hér um glæp að ræða og það er mjög
stór glæpur því miður. Þess vegna þarf sem dæmi sérstakan sakskóknara í hvern banka tel ég eins og Eva Joly gerir nú kröfu um. Það er með ólíkindum að umræðan um kvótabraskið sé ekki meira í öllu þessu bankahruni því  þar er á ferðinni eitt stykki ICE-save dæmi a.m.k

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ


B.N. (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:53

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslenski aðallinn samanstóð af stórbændum, sem áttu 90% jarðanna og prestum og embættismönnum.

Ég er búinn að vera fletta manntölunum frá 1703 og 1801 og hef aldrei skilið þetta.

Jarðir voru konungs, og Kirkju og Íslenskra bændastéttar. 4-6 að meðaltali í heimili. Kannski 12 stórbýli og ábúendur Sýslumenn eða biskupar. Synir bænda fóru í verið  og afföll voru þó nokkur.  Meðan einokunarverslunin var. Þá borguð kaupmenn bænda durgum verð sem miðaðist við að halda ríkjandi stétt skiptingu. Ef meira var veitt fékkst minna fyrir stykki. Íslenskir forfeður mínir leiguliðar, bændur og prestar og sjómenn fór nú ekki að fórna ættingjum sínum fyrir danska einokunarverslun. Jótar og almenningur þar bjó hinsvegar við kjör sem Íslendingum var ekki bjóðandi.

Hinsvegar blómstraði hér bókhaldsfals gangvart Danskri skattheimtu. Réttlætt með tilvísun til þjóðarhugtaksins. Auðvelt sökum fjarlægðar og fárra danskra fulltrúa að komast upp með undanskot. Það þess vegna sem falsið á sér djúpar rætur í yfirbyggingunni.

Hinsvegar er ekki almennur skyldleiki aðalvandamálið, þar sem að verri partur þjóðarinnar á hverjum tíma, mikil minni hluti, lítur á sig sem hina einu sönnu fjölskyldu eða þjóðina í sjálfum sér. Það er komin tími til að koma þessum "frændum" okkar frá. Ég græt þurrum tárum. 

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 21:52

20 identicon

Já mikið rétt gleymdi einu sem skiftir miklu máli í rannsókninni hvers vegna bankarnir hrundu sem gott væri að Eva Joly skoðaði með miklum áhuga það er hvernig leiguliðarnir gátu borgað fyrir þorsk kg 190 krónur og fá svo fyrir kg 190 krónur við sölu sem dæmi.  Hjúff, hjúf, hjúf hér eru margir miljarðar sem hafa skaðað þjóðfélagið mamma mía svo margir að það er kannski best fyrir okkur ekkert að fá að vita það því það mundi sýna með svo afgerandi hætti hversu heimsk okkar hagfræði hefur verið að það gæti skaðað okkur erlendis sem dæmi með fordómum að við værum bara ekki lagi Íslendingar.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:09

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Ég er búinn að vera fletta manntölunum frá 1703 og 1801 og hef aldrei skilið þetta.

Jarðir voru konungs, og Kirkju og Íslenskra bændastéttar. 4-6 að meðaltali í heimili."

Þetta er samt í aðalatriðum rétt hjá Ómari.  Um 1700 var um helmingur jarðnæðis í einkaeign, um 1/3 í kirkju og restin konungs..

Nú, þarna tekur maður strax eftir - helmingur í einkaeign.  Vá.

En bíðum við: Það bjuggu aðeins 5% bænda á eigin jörð ! 95% bænda voru leiguliðar !!  95%.  Hard core lénsveldi.

Þar að auki tengdust margar kirkju og jafnvel konungsjarði íslenska eignaaðlinum en ég þori ekki alveg að fara inní flétturnar þarna.  Er ekki með gögn við hliðina á mér þessu viðvíkjandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 23:50

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hefði kannski átt að orða þetta öðruvísi: Aðeins 10% jarða voru í eigu smábænda, en 90% í eigu stórbænda og kirkju.

Flestir bændur voru leiguliðar. Það er ekki tilviljun hvað margir bæir á Suðurlandi báru nafnið "....hjáleiga" lengi vel.

Hæstiréttur í Kaupmannahöfn kom oftlega í veg fyrir að rangir dómar og dómsmorð næðu fram að ganga.

Það var ekki allt vont við það hve mjög íslensk yfirstétt fór sínu fram hér úti í ballarhafi. Hið góða við styrkleika innlendrar valdastéttar var að hún reyndist sterkur þáttur í sjálfstæðisbaráttunni þegar hún hófst.

Það var henni í hag að sitja ein að kjötkötlunum og bægja Dönum frá.

Ómar Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 23:52

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn viðbót: "...í eigu stórbænda, konungs og kirkju."

Ómar Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 23:52

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

Forfeður mínir leigðu 20 hundruð af Jóni bróður, 15 hundruð af Sigga frænda. Allir meira eða minna náskyldir innan sveitar. Ein leiguliði gat átt 2 jarðir í mörgum leigu pörtum. þetta munu hafa gilt um 10% jarða. Það er margt að skoða niður í kjölin. Til þess að vera leiguliði á kirkjujörð kom skildleiki við ráðsmann biskups sér vel. Sýslumennirnir hygluðu oftast sínu fólki konungsjörðum.

Nálægt Skálholti og Hólum munu aðal fátækra hjáleigurnar hafa verið.  Sumir segja líka að hér hafi verið 12 nef á öllu landinu. Sumir eiginleikar lágu í ættum. Frekar enn í embættum.

Nú hafa sumir setið einir að gæðalánum stærstu einkaBanka Evrópu með Seðlabankaábyrgð. Sagan er söm við sig. Við megum borga skuldir bara alls ekki spillast. 

Ísland var mjög soft core lénsveldi. Eins og afkomendurnir bera með sér í dag.

Hardcore lénsveldi voru á t.d. Spáni.

Júlíus Björnsson, 11.6.2009 kl. 01:55

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það má segja að það hafi verið sérstök útgáfa af þessu á íslandi.

En það talar sínu máli að um 95% bænda voru leiguliðar 1700.

Staðreyndin er sú að sagnfræðin sem varð til í svokallaðri sjálfstæðisbaráttu og var ríkjandi á 20.öld og meir eða minna nánast fram á þennan dag og haldið var mjög sterklega að þjóðinni.  Þ.e. íslendingar voru frábærlega stórkostlegir en svo komu roslega vondir útlendingar og skemmilögðu fyrir frábæru íslendingunum etc - er bara vúdú sagnfræði og enginn alvöru sagnfræðingur í dag tekur minnsta mark á henni.

Búið var að innprenta svo þjóðernisfræðina  inní innbyggjara landsins að það mun taka alveg áratugi að fá staðreyndir til að seytla út og að menn nái þokkalega skynsamlegri yfirsýn yfir efnið.  Eg hef t. lent í því að e ég hef upplýst eldra fólk um staðreyndir um ýmis söguleg atriði - það hefur bara brugðist hið versta við ! Orðið afskaplega reitt o.s.frv.  Vill ekki fræðast.  Vill bara það sem innprentað inní það í æsku. 

Menn verða helst að kynna sér þetta sjálfir - eins og Ómar hefur augljóslega gert. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2009 kl. 11:52

26 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sögur eru ágætar. T.d. gerðist það bara einu sinni  að við fengum skemmt mjöl. Jótar fengu ekkert mjól. Á íslandi eru mismunandi siðir eftir landhlutunum og í sumum ættum sem margt eldra fólk er af. Þar segir ömmur of afar niðjum sögur  svo eru sumir eins og ég af íslenskum og útlendinga ættum. Alhæfinga sagnfræðinar lýsa sér á öllum tímum. Hagnaður af Íslendsverslun segir allt um hvað málið snérist. Sagnfræðingar í ES segja framtöl til skatta á miðöldum alltaf vantalin.  

Júlíus Björnsson, 11.6.2009 kl. 16:12

27 identicon

Hér eru fulltrúar hinnar nýju sósíalísku söguskoðunar mættir til að fullvissa okkur um að "svokölluð sjálfstæðisbarátta" íslendinga hafi í raun verið byggð á misskilningi þ.e. rangri sjálfsmynd byggðri á þjóðerniskennd/rómantík.  Hún reyndist okkur nú vel þessi þjóðernishyggja/rómantík við að lyfta Íslandi og íslenskri þjóð úr viðjum fátæktar.  Man einhver eftir orðatiltækinu, Íslandi allt, það held ég að lýsi hugafarinu og sjálfsmyndinni sem fylgdi íslenskri þjóð þegar hún var að brjótast til sjálfstæðis og efna.  Undanfarna áratugi hefur hin nýja sósilíska söguskoðun orðin útbreidd m.a. í sögubókum fyrir börnin okkar þar sem m.a. er reynt að kasta rýrð á það hlutverk sem Jón Sigurðsson hafði í okkar sögu.  Í stað þjóðernishyggju/rómantíkur hefur alþjóðahyggjan verið sett á stall hér á öllum sviðum þjóðfélagsins, skólum, fjölmiðlum o.s.frv.  Afleiðingin held ég að sé m.a. sú að þessi, Íslandi allt hugsunarháttur er alveg horfinn og í stað þess líta til þess sem kemur íslendingum(sem þjóðar) til góðs hafa forráðamenn í stjórnmálum og viðskiptalífi horft fremur til eigin valda og fjárhagslegrar umbunar auk ímyndaðrar virðingarstöðu sinnar í þjóðfélaginu.

kalli (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 02:00

28 identicon

Þið eruð en uppteknir við ártalið 1771. Um það ár vil ég segja að það er nokkuð langsótt að muna ýmis smá atriði í minningunni því ái tengt. Trúlega er ég farinn að eldast. Ég man að einhverju sinni var til umfjöllunar tímabilið 1950 hvernig hefði verið umhorfs og hvenig hefði verið tíðarandinn á þeim tíma. Sagnfræðingur var til frásagnar tæplega þrítugur og fæðst 20 árum eftir þetta tímabil. Mér fannst gæta oftrúnaðar á menntun því nóg var til af fólki sem haf'i gengið um göturnar og fundið lífsandann og umhverfið á eigin skinni. Þessi Ólafur sem sat í kastljósi og talaði á móti Ólínu Þorvarðardóttur vakti mér undrun því hann var mjög áhyggjuullur af því hvað illa hraðlesin Eva Joly var á íslenska tungu og áhyggjur hans snéru mest að því hver matreiddi skoðanirnar ofan í blessuðu konuna.Skyldu blaðamenn og aðrir forkólfar hafa sömu áhyggjur af netinu að þar flæða skoðanir stjórnlítið eða stjórnlaust?? Ég held að þessi kona hafi aldrei þjást af þessari íslensku veiki sem finnst víða í almenningi og brýst fram í orðunum,,Ég er meiriháttar minnimáttar.'' Þessu til skýringar er löngu vitað að fátækur maður ríkum manni ómissandi. Sem dæmi: Hver ætti að dáðst að velgengni hans, utanlandsferðum jeppanum og stóru gifs-styttunni í garðinum.Og ef einn ropar finnst öðrum á rétt sinn gengið ef hann ropar lægra . Og svo að lokum væri ekki upplagt að við ræddum meira um 1771 sérstaklega nú á tímum þegar að landið sekkur í skuldafen því það er ákveðið frelsi í því að flýja napran raunnveruleikann. 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband