"...nema fólki sem hefur enga hugmynd hvað það er að fara út í..."

Ég geymi í minnisbók minni nokkrar gullsetningar, sem sagðar voru í aðdraganda hrunsins þegar "tær viðskiptasnilld" safnaði 63 milljörðum króna inn á Icesave í Bretlandi á rúmum mánuði rétt fyrir hrun.

Ég ætla að rifja þá setningu upp sem mér finnst lýsa því best hvað menn voru að bralla. Hana segir Hannes Smárason við blaðakonu Krónikunnar skammlífu (tær viðskiptasnilld sem entist í þrjú tölublöð ) í febrúar 2007. 

Eftir að Hannes hefur lýst snilldinni sem felst í því að kaupa skuldug fyrirtæki og selja með gríðarlegum gróða með því að fá nógu mikið lánsfé, - snilldinni sem felst í að endurfjárfesta hlutabréf stanslaust á milli fyrirtækja svo að aldrei þurfi að borga skatt o. s. frv., biður ringluð blaðakonan hann um að lýsa snilld hans og hinna snillinganna í einni setningu.

Og þá kemur þessi dásamlega lýsing hjá honum:

"...Það hefði engum dottið í hug að gera það sem við erum að gera nema fólki sem hefur enga hugmynd um hvað það er að fara út í..."

Þetta segir einn af höfuðpaurunum einu og hálfu ári fyrir hrun svo að betur verður þessu varla lýst.


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Já, þetta er athyglisverð setning.

Ólafur Eiríksson, 2.7.2009 kl. 22:03

2 identicon

Óvitar finnst mér nú vera orðið sem lýsir þessum mönnum best og óvitagangur því rétta orðið yfir athafnir þeirra

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 23:58

3 identicon

Heill og sæll!

Kíktu á þessa frétt á Eyjunni:

http://eyjan.is/blog/2009/07/03/landsbankamenn-lofudu-i-fyrra-ad-bankinn-staedi-styrkum-fotum-og-ad-icesave-innstaedur-vaeru-oruggar/

Þarna er makalaust bréf þeirra Landsbankamanna, skrifað á þeim tíma sem þeim mátti vera ljóst hvert stefndi.

Þeir eru - vafalaust vísvitandi - með miklar rangfærslur og ýkjur um "frábæra stöðu" bankans, í því skyni að "leiðrétta neikvæðar fréttir".

Ojoj, lélegt...

Þorfinnur (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 05:07

4 Smámynd: Haukur Baukur

Hahahahahaha!!

Þessi setning er auðvitað "Tær snilld"

Takk fyrir góðan brandara inní helgina

Haukur Baukur, 3.7.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband