Málefnin fremur en mennina.

Það er landlægt á Íslandi að fyrst er spurt hver maðurinn sé og síðan kemur það á eftir, hvað hann hafi gert eða sé að gera. Þetta er reyndar þekkt úr mannkynssögunni samanber spurninguna fornu: "Getur nokkuð gott komið frá Nazaret?"

Það er af nógu að taka við að rökræða kosti og galla Icesave-samningsins eins og sést á innleggi Elviru Mendez þótt ekki sé byrjað á gamla íslenska þrefinu um einstaka menn og getu þeirra.

Það er að vísu nauðsynlegt, einkum á landi fámennis og tengsla, að bæta og vanda val á þeim sem falin eru störf eða verkefni, en í umræðunni um Icesave hefði sú umræða átt að fara fram þegar samninganefndin var skipuð.

Eins og stundum áður hefur umræðan færst inn á þref um eitt enskt orð, sem hefur orðið að orðið að nokkurs konar bjúgfleyg (boomerang) hjá Þór Saari ef marka má orð Eiðs Guðnasonar, sem er löggiltur dómtúlkur í ensku og með mikla reynslu af alþjóðlegum viðskiptum og samskiptum.

Þar með er umræðan komin á það plan að spyrja hvort Þór sé ekki marktækur í umræðunni úr því að hann telur sig búa yfir fullkominni kunnáttu á ensku og klikkar síðan á sjálfvöldu orði.

Ég legg til að við komum okkur út úr þessu fari og reynum, úr því sem komið er, að nota dýmætan tíma okkar til þess að kryfja samkomulagið sjálft, áhrif þess og eðli, kosti og galla, til mergjar.


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hún var undur heit,
hún var subrogate,
send hún var í sveit,
með Saari undirleit.

Þorsteinn Briem, 15.7.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband