Innbrotsþjófar ganga á lagið.

Kreppa og atvinnuleysi verða yfirleit til að auka á óöld í þjóðfélaginu og kalla á aukna löggæslu. Þessi sama kreppa veldur því síðan að draga mátt úr lögreglunni til að fást við aukin viðfangsefni. Í dag varð ég vitni að því þegar lögregla var kölluð á stað þar sem brotist var inn í rammgerða geymslu.

Lás af öflugasta tagi reyndist hafa verið lítil vörn því að þjófarnir höfðu verið búnir stórvirkum tækjum til að saga sig inn í geymsluna.

Svipaða sögu er að segja víðs vegar úr borginni. Dæmi eru um að innbrotsþjófar hafi komið á stórum vöruflutningabíl, farið inn í íbúð manns, sem hafði brugðið sér í Bónus, og hreinsað allt innbúið út á skömmum tíma og ekið í brott.

Samkvæmt bréfi sem lögreglumaður sendi fjölmiðlum eru innbrot nú skráð sem eignaspjöll.

Það minnir á gömlu gamansöguna af lögreglumanninum sem fann lík í Fishersundi og dró það upp í Garðastræti af því að hann vissi ekki hvernig ætti að skrifa nafnið Fishersund.


mbl.is Bágborin staða lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Guðmundsson

SLÆMT

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það minnir á gömlu gamansöguna af lögreglumanninum sem fann lík í Fishersundi og dró það upp í Garðastræti af því að hann vissi ekki hvernig ætti að skrifa nafnið Fishersund."

Þráinn Bertelsson,

Fischersundi 3
- 101 Reykjavík Kort

Þorsteinn Briem, 21.7.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband