Að hafa alla í hendi sér, - "take the money and run!"

Bandaríska máltækið "take the money and run!" hefur ráðið ferðinni hjá Íslendingum undanfarinn áratug. Stóriðju- og virkjanaæðið byggist á þessu, - millifærslur Glitnisbankastjóranna byggðust á þessu, - öll bankasápukúlan byggðist á þessu.

Nú kemur fram að Glitnir hafi verið lifandi lík síðla árs 2007. Innstu koppar í búri vissu þetta vafalaust, bæði þar og í öðrum bönkum.  

Sú ráðstöfun að hafa Icesave í útibúi Landsbankans var í þessum anda því að þá var hægt að flytja peningana fljótt og vel heim til Íslands en það hefði verið miklu seinlegra ef Iceasave hefði verið í dótturfélagi bankans í Bretlandi.

Hin "tæra snilld" á bak við Icesave byggðis á því að þetta félli vel í kramið hjá landanum. Icesave-snillingarnir vissu líka að orð Davíðs um að þeir hefðu ekkert leyfi til að setja íslensku þjóðina á hausinn og pressan á það að flytja Icesave í dótturfélag hafði ekkert á bak við sig.

Íslensk stjórnvöld, sem sofið höfðu á verðinum myndu ekki þora að rugga bátnum eða standa við hótanir og þrýsting, því yrði slíkt opinbert myndi það benda til þess að eitthvað væri að. 

Íslenska þjóðin fékk ekki að vita að bankakerfið væri orðið tíföld árleg þjóðarframleiðsla fyrr en tæpum mánuði fyrir hrunið.

Ég fæ ekki betur séð en að ofurlaunasnillingarnir hafi haft allt og alla í hendi sér. Fá þeir að hafa það áfram?  


mbl.is Millifærðu hundruð milljóna milli landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

"Fá þeir að hafa það áfram?"

Já,

Villi Asgeirsson, 27.7.2009 kl. 21:07

2 Smámynd: Karl Tómasson

Sveinn Elías, eru þeir ekki komnir í gæsluvarðhald?

Karl Tómasson, 27.7.2009 kl. 23:47

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Stóriðju- og virkjanaæðið byggist á þessu, -"

Þú gefst ekki upp!

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.7.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband