Vinnuhagræðingu, takk!

Fyrir nokkrum árum kom upp mál varðandi það að lögreglan á Akranesi og lögreglan í Borgarnesi lentu í deilu vegna verkaskiptingar sem stafaði af mörkum umdæma þeirra. Þetta dæmi og mörg önnur má nefna um umhagræði of mikillar svæðaskiptingar á sviði, þar sem hraði og bættar samgöngur hafa gert landið að einni heild.

Ef bæta á hagræðingu og skilvirkni í löggæslu getur það verið hugsanleg leið að gera landið allt að einu lögregluumdæmi. Eftir sem áður verður að varast það að sérþekking á hverju svæði sé ekki nýtt af heimamönnum.

Dæmi um ókost miðstýringar eru atvik hjá neyðarþjónustunni fyrir nokkrum árum þar sem ónóg staðarþekking olli því að kallað var út lið í skökkum landsfjórðungi í fyrstu og það tafði aðgerðir að ekki var í upphafi farið rétt í hlutina og hefði slíkt getað valdið stórtjóni ef um stærra slys hefði verið að ræða.

Samhæfing til að nýta betur mannafla lögreglu landsins sem heildar án stirðnaðs miðstýrs bákns hlýtur að vera keppikeflið.

Hugsanlega er yfirbygging löggæslunnar með alla sína lögreglustjóra of stór í heildina og þörf á að breyta því, hvernig sem það verður nú annars gert.

Ég minnist þess þegar í stað tveggja fréttastjóra hjá RUV var búið til embætti eins yfirfréttastjóra án þess að hróflað væri við hinum fréttastjórunum. Þetta átti að vera í hagræðingarskyni en var umdeilt.

Hagræðið virðist ekki hafa skilað sér ef marka má það að nú hefur þessu verið breytt í það horf að einn fréttastjóri er yfir öllum fréttum. Sem sagt, eitt fréttastjóraembætti í stað þriggja. Ég var meðal þeirra sem hafði um þetta miklar efasemdir en hef síður efasemdir um þá breytingu sem nú hefur verið gerð.


mbl.is Ísland verði eitt lögregluumdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mörk umdæma eru sumstaðar skrítin vægast sagt.  Ef eitthvað kemur fyrir í Fljótum, þá þarf að bíða eftir lögreglu frá Sauðárkróki, þótt Siglufjarðarlögreglan sé skammt undan.

Þetta hefur oft verið bagalegt í slysatilfellum.

Axel Jóhann Axelsson, 30.7.2009 kl. 16:07

2 identicon

man eftir því að brotamaður úr Borgarfyrði ók inn í Akranesumdæmi áður en hann var stöðvaður og (eins og alltaf á Íslandi sýslumaðurinn hélt stsrfinu) lögreglan á Akranesi gérði all til að sína fram á ólöglegahandtöku...

Tryggvi (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mig minnir að það hafi verið einmitt þetta atvik sem ég vitna til.

Ómar Ragnarsson, 30.7.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband