Fegrunaraðgerðir.

Þessa dagana leggja menn talsvert á sig til að fegra það sem er að gerast í orkumálum okkar.

Talað er um að óraunhæft sé að við höldum eignarhaldi á orkulind vegna þess að við séum blönk. Hvar ætla menn að draga línuna í þessu efni? Hvaða auðlindir munum við hafa efni á að eiga þegar erlendir fjármálamenn koma og bjóða í þær? 

Hvað verður svarið þegar Landsvirkjun kemst í þrot eftir nokkur ár?  

Sjávarútvegurinn er blankur, tæknilega gjaldþrota vegna himinhárra skulda. 

Er þá ekki óraunhæft að við eigum sjálf þá auðlind?  

Þegar nýjar borholan við Hverahlíð er kynnt er ævinlega sagt að hún muni getað gefið 17 þúsund manna byggð rafmagn. Þetta lítur vel út, - auðvitað verðum við að virkja og kreista upp úr jörðinni umfram það sem hún afkastar til þess að 17 þúsund manna byggð verði ekki rafmagnslaus.

Hið rétta er þó að rafmagnið við Hverahlíð er allt eyrnamerkt álverinu í Helguvík og að 20 megavatta holan þar mun skapa um 15 störf í því álveri. Af hverju segja fjölmiðlar ekki frá þessu í réttu samhengi ? 

Af því að það hentar ekki stóriðjufíklunum. Látið er í veðri vaka að virkjanirnar sem nú er verið að koma á koppinn séu til þess að skapa þéttbýlinu rafmagn þegar hið rétta er að við framleiðum þegar 4-5 sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf til venjulegra nota. Álverin taka þegar bróðurpartinn.

Nú orðið er ævinlega talað um Hengilssvæðið, - ekki um Hellisheiði eða Þrengsli. Það lítur betur út,- sýnist aðeins vera stækkun á Nesjavallavirkjun.

Meiri orka á sunnanverðu Hellisheiðarsvæðinu virðist ekki hafa hin minnstu áhrif á áform um Bitruvirkjun.

Nei, allt skal virkjað og engu þyrmt og valta skal yfir Hvergerðinga og okkur sem erum talin "öfgafólk" af því að við viljujm skilja eftir pínulítið horn, eina af fimm fyrirhuguðum virkjunum á þessu svæði.

Það, að skilja ekkert eftir og pumpa upp mun meiri orku en svæðið afkastar til frambúðar er skilgreint sem "hófleg nýtingarstefna."   


mbl.is Segir óraunhæft að ríkið kaupi hlut í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Hvað verður svarið þegar Landsvirkjun kemst í þrot eftir nokkur ár?  "

Það var verið að birta afkomutölur Landsvirkjunar fyrir fyrrihluta árs 2009. Hagnaðurinn er 6 þúsund miljónir.

"Þegar nýjar borholan við Hverahlíð er kynnt er ævinlega sagt að hún muni getað gefið 17 þúsund manna byggð rafmagn."

Voru þetta ekki nýjar fréttir í gær?.... frábærir fréttir hefði nú einhver sagt

Auk þess er bara verið að setja þessa orku í samhengi svo fólk átti sig á hve mikil hún er.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Um LV. sjá Hér

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2009 kl. 16:25

3 identicon

Skyldu þessar sex þúsund milljónir ekki hossa töluvert upp í tapið árið 2008 sem var hérumbil fjörutíu og fimm þúsund milljónir?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband