Eftirhermuhjarta og húmorinn upp !

Í veikindum sínum hefur Jóhannes Kristjánsson notið styrks af sínum mikla og dásamlega húmor sem aldrei hefur brugðist honum og verið eitt af því sem skapað hefur honum sess sem bestu eftirhermu sem þjóðin hefur átt. 

Hann hefur hermt svo vel eftir sumum persónum að hann hefur verið betri en þær sjálfar ! 

Ég get vel ímyndað mér að það sé í anda Jóhannesar að segja að eftirherman mikla hafi nú fengið hjarta sem hermir svo vel eftir gamla hjartanu að það sé betra en það !

Jóhannes, húmor hans og snilld lengi lifi ! Til hamingju ! Sú ósk Íslendinga kemur beint frá hjartanu !  


mbl.is Jóhannes búinn að fá nýtt hjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hjartanu er´ann, svo sæll

og svo glaður,

en landinn er samur við sig.

Ég held  bar´ann  sé allt annar maður

og kanski heldur hann sig vera mig.

Sigurður Einarsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 14:22

2 identicon

Eitt fyndnasta atriði fyrr og síðar sem ég hef séð er atriðið þegar Jóhannes var sem oftar í gervi Guðna Ágústsonar og sagði: "Krókódílar eru slæmir dílar".

Mikið vildi ég fá að sjá þetta atriði aftur, veit einhver hvort það sé fáanlegt einhvers staðar?

Sendi Jóhannesi mínar bestu batakveðjur.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Takk Sigurðu Einarsson

 Í þeim erfiðleikum sem við sem þjóð erum að ganga í gegnum þurfum við alla þá sem geta fengið þjóðina til þess að brosa, hlægja og syngja. Jóhannes kemur endurnærður til baka.

Sigurður Þorsteinsson, 2.9.2009 kl. 21:07

4 identicon

Jóhannes karlinn Kristjánsson fékk nýtt hjarta grætt í sig og er á batavegi.  Þar sem maðurinn er nokkuð í sviðsljósinu verður áhugavert að sjá hvort einhverjar persónuleikabreytingar fylgi þessu nýja hjarta.  Spurning er hvort hann hefur fengið hjarta úr framsóknarmanni, konu, útrásardólgi  eða einhverjum fanti, eins og vænta mætti ef slík aðgerð hefði verið framkvæmd í Kína.     

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband