"...það er nefnilega vitlaust gefið..."

Ofangreind ljóðlína Steins Steinarrs eiga vel við um efnahagslíf Íslendinga nær samfellt í 85 ár, eða síðan íslenska krónan var leyst frá tengslum við dönsku krónuna.

Hægt er að nefna örfá ár á þessu tímabili sem undantekningu frá þessu, svo sem fyrstu ár Viðreisnarstjórnarinnar og það tímabil sem fylgdi í kjölfar Þjóðarsáttarinnar á tíunda áratugnum og fram á tvö fyrstu tvö ár þessarar aldar.

Með verðbólgu og rangri gengisskráningu hafa stjarnfræðilegar upphæðir verið færðar ranglega á milli þjóðfélagshópa og hámarki náði þetta í "gróðærinu" og óhjákvæmilegu hruni, sem fylgdi í kjölfarið.

Þensluhvetjandi stefna frá árinu 2002 spólaði styrk krónunnar upp úr öllu valdi og olli því að lán og gjaldeyrir voru á útsölu.

Afeiðingin varð fjórföldun skulda heimila og fyrirtækja á þeim tíma sem góðæri af eðlilegum völdum hefði átt að hafa þau þveröfugu áhrif að auknar tekjur yrðu notaðar til að borga niður skuldir og losna við klafa vaxtanna.

Í sjógangi er kemur öldudalurinn óhjákvæmilega á eftir öldunni. Ekkert getur komið í veg fyrir það nema að leita orsakarinnar, sem er vindurinn sem knýr öldurnar, sá fellibylur rangrar hagstjórnar sem við berjumst nú við.

Það er búið að vera vitlaust gefið síðan 2002 og af því súpum við seyðið.  


mbl.is Erlendar skuldir 30% of háar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki sérkennilegt að ólafur Ragnar forsetinn okkar, er sá eini sem beðist hefur opinberlega afsökunar á bankahruninu og allri vitleysunni sem við sitjum uppi með vegna kolrangra ákvarðana ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks? Enginn þessara aðila telja sig bera neina ábyrgð. Þeir hafa stokkið fyrir borð og láta „blokkflauturnar“ um að spila útfararmarsinn. Þannig var gert af gamla kommúnistaflokknum í DDR þegar múrinn féll og gamla klíkan lét sig hverfa. Þá voru „blokkflauturnar“ dregnar fram og þær látnar spila einhverja óánægjurödd sem var bæði hol og innantóm.

Unga stuttbuxnaliðið úr Heimdalli veit ekkert í sinn haus hvernig á að bregðast við. Á dögunum var opinberuð ný „skoðanakönnun“ um vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokks. Fáir eða engir vissu hvaða aðili átti hlut að máli sem hafði föndrað við þá skoðanakönnun. Og sumir bloggarar vilja meina að það sem aflaga hefur farið sé ríkisstjórninni að kenna eins og þeir hefðu skrifað upp á allan vitleysingaganginn.

Bankahrunið var í boði ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Þeir vissu hvað þeir voru að gera og því ber þeim að axla ábyrgð!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.9.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú erum við sammála Ómar og það skeður ekki á hverjum degi. Það er rangt gefið og ekki nóg með það heldur er sjálft spilið með þeim annmörkum gert, að almenningur fær alltaf slökustu spilin. Á máli hagfræðinganna heitir þetta spil “torgreind peningastefna” (discretionary monetary policy). Torgreindu peningastefnuna má rekja til 1971, þegar Bretton Woods samkomulaginu var slitið. Hérlendis var örlagaríkt skref stigið 1991 þegar sett voru ný lög um peningamálin og “handstýrt flotgengi” tekið upp í stað “handstýrða fastgenginu”. Í eðli sínu var ekki um breytingu að ræða, en útfærslan var samt mun glæfralegri. Höfum einnig í huga, að 1991 lögðu þingmenn allra flokka nafn sitt við peninga-kerfið.  Torgreindu peningastefnunni fylgir útgáfa “sýndarpenings” (fiat money) og auðvitað Seðlabanki. Ríkiskerfi af þessu tagi er í framkvæmd ekkert annað en kommúnismi. Valdhafarnir stjórna með “hókus-pókus” aðferðum, sem almenningur kemur ekki að utan þess að bera kostnaðinn. Hér eru nokkrar greinar þar sem ég hef fjallað um málið. Að auki er ein grein eftir hagfræðinginn Steve H. Hanke.

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/890937/http://altice.blog.is/blog/altice/entry/868857/http://altice.blog.is/blog/altice/entry/866047/http://altice.blog.is/blog/altice/entry/846137/http://altice.blog.is/blog/altice/entry/802899/http://altice.blog.is/blog/altice/entry/798154/http://altice.blog.is/blog/altice/entry/724755/
 Inngangan á Evrópska efnahagssvæðið 1994 var auðvitað ekki til að bæta stöðuna og til þeirrar ákvörðunar verður Icesave-ógæfan rakin. Það voru Sossarnir í Alþýðuflokknum sem báru ábyrgð á þeim mistökum og sama fólkið er ennþá að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar. Vafalaust eru Sossarnir að framfylgja sinni beztu samvitsku, en þeim verður samt ekki fyrirgefið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.9.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú erum við sammála Ómar og það skeður ekki á hverjum degi. Það er rangt gefið og ekki nóg með það heldur er sjálft spilið með þeim annmörkum gert, að almenningur fær alltaf slökustu spilin. Á máli hagfræðinganna heitir þetta spil “torgreind peningastefna” (discretionary monetary policy). Torgreindu peningastefnuna má rekja til 1971, þegar Bretton Woods samkomulaginu var slitið. Hérlendis var örlagaríkt skref stigið 1991 þegar sett voru ný lög um peningamálin og “handstýrt flotgengi” tekið upp í stað “handstýrða fastgenginu”. Í eðli sínu var ekki um breytingu að ræða, en útfærslan var samt mun glæfralegri. Höfum einnig í huga, að 1991 lögðu þingmenn allra flokka nafn sitt við peninga-kerfið.  Torgreindu peningastefnunni fylgir útgáfa “sýndarpenings” (fiat money) og auðvitað Seðlabanki. Ríkiskerfi af þessu tagi er í framkvæmd ekkert annað en kommúnismi. Valdhafarnir stjórna með “hókus-pókus” aðferðum, sem almenningur kemur ekki að utan þess að bera kostnaðinn. Hér eru nokkrar greinar þar sem ég hef fjallað um málið. Að auki er ein grein eftir hagfræðinginn Steve H. Hanke. 

 Inngangan á Evrópska efnahagssvæðið 1994 var auðvitað ekki til að bæta stöðuna og til þeirrar ákvörðunar verður Icesave-ógæfan rakin. Það voru Sossarnir í Alþýðuflokknum sem báru ábyrgð á þeim mistökum og sama fólkið er ennþá að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar. Vafalaust eru Sossarnir að framfylgja sinni beztu samvitsku, en þeim verður samt ekki fyrirgefið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.9.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband